Fréttir

Sýning í Mjólkurbúðinni Þessir helvítis fordómar

,,Þessir helvítis fordómar. Af hverju valdi ég þetta viðfangsefni? Af því ég er miðaldra kelling og enn þá að læra,“ segir Anna María Hjálmarsdóttir sem opnar á morgun fimmtudaginn 14. september sýningu í Mjólkurbúðinni. Bæði er um að ræða málverk og ljósmyndir.

Lesa meira

Þorsteinn Már Baldvinsson heiðursgestur KA á bikarúrslitaleiknum - Spáir KA sigri

 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.

Lesa meira

Er skynsamlegt að sameina skóla?

Er skynsamlegt að sameina skóla? Er skynsamlegt að skólar vinni saman eða er farsælast að hver skóli starfi einn og sér? Svörin við þessum spurningum fást með því að skoða og rýna vel bæði þörf fyrir sameiningu eða samstarfi sem og markmið með slíkum ákvörðunum. Svörin fást ekki með því að álykta út frá skólastarfi fyrir 10, 20 eða 40 árum heldur með því að rýna í þarfir nemenda, endurskoða starfshætti og aðstæður skóla og meta hvort fylgja þurfi stefnu yfirvalda í menntamálum með betri hætti en nú er gert.

Lesa meira

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri telja að of geyst sé af stað farið með sameiningaráformum framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og skora á þau sem að vinnunni koma að staldra við og endurskoða forsendur mögulegrar sameiningar. Við teljum niðurstöðu stýrihópsins og ráðherra hvorki vera í anda nýrra farsældarlaga né menntastefnu stjórnvalda. Líkt og bent hefur verið á þá eru fjölmörg atriði í skýrslu stýrihópsins sem orka tvímælis

Lesa meira

Samherji undirbýr að skip félagsins noti kolefnislaust eldsneyti

Orkusjóður hefur ákveðið að styrkja verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti. Með slíkri breytingu dregur verulega úr kolefnislosun. Áætlaður kostnaður er hátt í tveir milljarðar króna og er stuðningur Orkusjóðs til þessa verkefnis 100 milljónir króna.

Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum. Áhersla er lögð vistvæna orkunýtingu sem og að styðja við orkuskipti um land allt.

Lesa meira

Sameiningu MA og VMA mótmælt. Yfirlýsing aðila úr atvinnulífi á Akureyri.

Með skynsamlegum ákvörðunum stjórnvalda hvers tíma, dugnaði og stórhug Akureyringa hefur bærinn öðlast sess sem mikilvægasti skólabær landsbyggðarinnar.

Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri njóta báðir viðurkenningar og virðingar nemenda og bæjarbúa. Þeir svara um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri og um þá fjölbreytni og samkeppni milli skólanna hefur ríkt víðtæk sátt. Óskiljanlegt er að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra vilji nú rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna og fullyrði fortakslaust með hliðsjón af niðurstöðu stýrihóps í hans ráðuneyti, „að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu.“

Telji ráðherrann að samlegðaráhrif fjárhagsleg og fagleg myndu nást með sameiningunni hefði verið eðlilegra að byrja á að láta reyna á þá samlegð með auknu samstarfi skólanna og með skýrum markmiðum sem tækju mið af þeim áskorunum framtíðar sem ráðherra telur sig greina.

Það er áhyggjuefni að stjórnvald gangi til verka í þessum efnum með þeim hætti að gera fyrirfram hvorki greiningu á kostum og göllum sameiningarinnar, né á þörfum atvinnulífsins í landshlutanum og hafi heldur ekki haft samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu um fyrirhugaðar breytingar. Fyllsta ástæða er til að ætla að þær breytingar valdi framhaldsskólastiginu á Akureyri varanlegum skaða. Óskum við hér með eftir fundi með ráðherra til þess að fara vandlega yfir hans rök og okkar.

Ak-inn 

Bautinn Akureyri

Ferro Zink

Finnur verktaki og vélaleiga

Húsheild/Hyrna

Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Íslensk Verðbréf

Kaldbakur

Kjarnafæði Norðlenska

Kælismiðjan Frost

Leirunesti

Malbikun Norðurlands

N Hansen

Norlandair

Rafeyri

Raftákn

Rub23

Samherji

Sigurgeir Svavarsson verktaki

Skógarböðin

Slippurinn Akureyri

SS Byggir

T-Plús

Vélfag

Veitingahúsið Greifinn

Lesa meira

Gestirnir kveðja í Listasafninu á Akureyri

Þessa dagana stendur yfir síðasta sýningarvika á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, sem lýkur sunnudaginn 17. september í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Kennarafélagi Verkmenntaskólans á Akureyri

Kennarafélag VMA mótmælir harðlega vinnubrögðum mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps um eflingu framhaldsskóla í tengslum við fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Skv. skýrslu stýrihópsins sem birt var meðan á opnum fundi mennta- og barnamálaráðherra í Hofi stóð, þriðjudaginn 5. september, er markmið sameiningar m.a. að auka stoðþjónustu við nemendur, fjölga námsbrautum, efla iðn- og verknám og auka námsval nemenda. Annað kemur þó á daginn þegar rýnt er í efni skýrslunnar. Af henni má berlega ráða að meginmarkmið með sameiningu skólanna er hagræðing og sparnaður sem m.a. kemur fram í fækkun námsráðgjafa, sálfræðinga og kennara og 
stækkun nemendahópa. Þetta fer gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á vellíðan nemenda og jöfn tækifæri til náms, óháð t.d. móðurmáli eða námslegri stöðu.
Í skýrslu Fjármálaráðuneytisins (2008:5) annars vegar og skýrslu Ríkisendurskoðunar (2021:15) hins vegar um sameiningar ríkisstofnana kemur fram að sameining og viðamiklar breytingar skili ekki þeim árangri sem vænst er, eða í færri en 15% tilvika, vegna þess að:

       ➢ Markmið og framtíðarsýn væri ekki nógu skýr eða ekki útskýrð nógu vel.
       ➢ Fjárhagsleg samlegð væri ofmetin.
       ➢ Undirbúningi og skipulagningu væri áfátt.
       ➢ Ekki tækist að kveikja nægan áhuga á sameiningunni.
       ➢ Starfsmannamálum væri ekki sinnt nógu vel.
       ➢ Breytingastarf lognaðist út af áður en því væri lokið.

Ekki verður annað séð en að allir þessi þættir einkenni vinnubrögð mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps hans þegar kemur að fyrirhugaðri sameiningu VMA og MA. Ljóst má vera að of geyst er af stað farið og niðurstaðan er ekki í anda menntastefnu stjórnvalda né nýrra farsældarlaga, þar sem hagsmunir nemenda eiga að vera hafðir að leiðarljósi. Kennarafélag VMA sér sóknarfæri í samstarfi framhaldsskólanna tveggja en leggst gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna á þeim forsendum sem koma fram í skýrslu stýrihópsins.

Lesa meira

Viðbótareiningar settar upp við Krummakot

Stefnt er að því að hefjast handa við að setja upp einingar við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit í næstu viku. Þær eru setta upp til að auka við rýmið í leikskólanum og brúa bilið þar til nýtt leikskólahúsnæði sem er í byggingu við Hrafnagilsskóla verður tekið í notkun.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn dregur að sér innlendra og erlendra ferðalanga

,,Sumarið hefur gengið vel og það er mikil aukning gesta miðað við síðasta sumar,“ segir Hreinn Halldórsson sem býður gestum að líta á ævintýrastyttur sína í garði við hús sitt í Oddeyrargötu á Akureyri. Nú fer hver að verða síðastur, það styttist í lokun en hann segir það þó fara eftir veðri og vindum. Síðastliðið haust var lokað 10. september, „en trúlega verður opið fram að miðjum þessum mánuði.“

 

Lesa meira