Fréttir

Lokaorðið - Sumardagurinn fyrsti.

Sumardagurinn fyrsti er ævaforn hátíðisdagur á Íslandi. Þó líði aldir og kynslóðir komi og fari er ekkert sem Íslendingar þrá heitar en vorið. Hjörtun slá þá í mildum samhljóma takti og loks er liðin vetrarþraut. Sumardagurinn er einnig þekktur sem barnadagurinn. Í þéttbýlinu gerði fólk sér dagamun og klæddist sparifötum.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.

Lesa meira

Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu  tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.  

Lesa meira

Sólarhringssund hjá Óðinskrökkum

Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst.  Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.

Lesa meira

Fékk ekki að lækka gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Húsavíkur

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í vikunni var tekin fyrir tillaga Valdimars Halldórssonar, varaformanns þess efnis að dregið yrði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum en Valdimar taldi næga innistæðu fyrir hendi til að lækka umrædda hækkun

Lesa meira

Banaslys í Eyjafjarðarsveit

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag.

Þarna hafði bíll lent út af og voru tveir aðilar sem í honum voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og er hún á frumstigi og ekki frekari upplýsingar að hafa að sinni.

Lesa meira

Umferðarslys á Eyjafjarðarbraut eystri

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag. Þarna hafði bíll lent út af og í honum voru tveir aðilar. 


Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi og getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Lesa meira

Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé og er búið að byggja yfir neðsta hluta trappanna, en þar er verið að vinna í húsnæði sem er undir  tröppunum. Að því loknu verður hægt að hefja vinnu við sjálfar kirkjutröppurnar, þeirri vinnu hefur seinkað m.a. sökum þess að erfiðlega gekk að fá verktaka í verkefnið og það var umfangsmeira en var ráð fyrir gert.

Lesa meira

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur.

Lesa meira

Söngveisla í Glerárkirkju á sumardaginn fyrsta

Tíunda kóramót eldri borgara á Norðurlandi fer fram á morgun sumardaginn fyrsta. Fyrsta kóramót eldri borgara var haldið á Húsavík á lokadaginn 11 maí 2002 með þátttöku fimm kóra sem komu frá Húsavík, Akureyri, Dalvík, og Hrísey, Siglufirði og  Skagafirði.

Lesa meira