Alfreð Birgisson er bikarmeistari BFSÍ í trissuboga

Alfreð Birgisson er óstöðvandi sem endranær. Mynd/Archery.is
Alfreð Birgisson er óstöðvandi sem endranær. Mynd/Archery.is

Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag. Ásamt titlinum fá allir bikarmeistarar BFSÍ 50.000.kr í verðlaunafé. Þeim stendur til boða að fá þær greiddar út eða að nota þær upp í kostnað sinn við þátttöku í innlendum mótum eða landsliðsverkefna. Frá þessu er greint á bogfimivefnum archery.is

Niðurstöður Bikarmóta BFSÍ eru einnig tengd við World Series Open innandyra mótaröð heimssambandins (World Archery), niðurstöður út bikarmóti BFSÍ í dag eru ekki komnar inn en sem komið er, en staða Bikarmeistara BFSÍ á World Series Open heimslista er algerlega ótrúleg

Alfreð Birgisson er í 3 sæti trissuboga karla á heimslista World Series Open sem stendur. Anna María, dóttir Alfreðs, er í 2. sæti í opnum flokki og 1. sæti í U21 trissuboga kvenna, en þau voru bæði nýlega valin íþróttafólk ársins hjá BFSÍ.

Þau slógu bæði Íslandsmetið utandyra með sama skori 683 í karla og kvenna á síðasta ári, unnu bæði Íslandsmeistaratitlana innandyra og utandyra í trissuboga kk/kvk á síðasta ári, þannig að bardaginn milli þeirra heldur áfram.


Athugasemdir

Nýjast