Baldur Sigurðsson snýr aftur í Völsung

Baldur Sigurðsson er snúinn aftur í Völsung. Mynd: Völsungur/FB
Baldur Sigurðsson er snúinn aftur í Völsung. Mynd: Völsungur/FB

Það urðu stórtíðindi hjá knattspyrnudeild Völsungs í dag, en rétt í þessu tilkynnti félagið að framherjinn knái Baldur Sigurðsson hefur fengið félagaskipti yfir í Völsung og mun klæðast grænu í sumar.

„Baldur, töluvert hoknari af árum, reynslu og titlum síðan síðast, og knattspyrnuráð voru sammála um að ferlinum yrði ekki hægt að ljúka án þess að ná nokkrum leikjum í grænu!

Baldur færir okkar unga hóp mikið og er meira en til í að leiðbeina strákunum okkar innan sem utan vallar,“ segir í tilkynningu frá Völsungi

Baldur á í safni sínu tvo Íslandsmeistaratitla og fimm bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003. Hann varð einnig Íslandsmeistari innanhús með Völsungi ári áður. 

 


Athugasemdir

Nýjast