Íþróttir

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta

Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur  með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.

Lesa meira

Körfubolti: Sögulegur dagur hjá Þórsliðinu!

Kvennalið Þórs í körfubolta mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.

Lesa meira

Liðstyrkur til KA í handboltanum

Heimasíða KA  tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður  með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA.  Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður  mikill liðstyrkur  fyrir KA.

Lesa meira

Góður árangur í bogfimi og æ fleiri iðkendur

Akureyringar, innan Íþróttafélagsins Akurs  halda áfram að gera það gott í bogfiminni, þeir komu heim með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um liðna helgi.

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Íþróttakarl Akureyrar

Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur gert styrktarsamning við einn fremsta hlaupara Íslands, Baldvin Þór Magnússon. 
Baldvin er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1.500 metra og upp í 10 kílómetra hlaup. Hann á sem stendur fjórtán virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og átta í flokki fullorðinna.
Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í bogfimi - Íþróttafélagið Akur með 13 verðlaun

Íslandsmeistaramót í bogfimi var haldið nýverið í Bogfimisetrinu í Reykjavík, 11 iðkendur úr ÍF Akri voru skráðir til keppni í öllum fjórum bogaflokkum og 4 lið.

 Vel gekk á mótinu en helstu niðurstöður eru þær að Anna María Alfreðsdóttir fékk tvö gull,   Alfreð Birgisson  fékk einnig tvö gull og eitt silfur,  Georg Rúnar Elfarsson kom heim með brons. Izaar Arnar Þorsteinsson fékk silfur. Jonas Björk fékk  tvö gull og Rakel Arnþórsdóttir silfur.

 Aðstaða félagins sem opnuð var á liðnu hausti hefur breytt miklu fyrir ÍF Akur, en það má m.a. merkja á ánægju þeirra sem stunda íþróttina og mæta á æfingar, en einnig á þátttöku á mótum og þeim fjölda verðlauna sem félagsmenn koma með heim að þeim loknum.

Nú um helgina verður Íslandsmót ungmenna þar sem Akur á nokkrar keppendur sem flestir eru á leið á sitt fyrsta mót.

 

Lesa meira

ALEX ÍSLANDSMEISTARI Í KRAFTLYFTINGUM MEÐ BÚNAÐI

Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði. 

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt með sérstökum búnaði eða án búnaðar auk þess sem keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er loks sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum.

Lesa meira

Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór

Eins  og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur  sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin.  Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.

 

Lesa meira

Anna María með brons í Króatíu

Góð frammistaða Akureyringa var á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku.

Lesa meira

Hafdís Íslandsmeistari í Rafhjólreiðum 2024

Um helgina fór fram fyrsta Íslandsmótið í Rafhjólreiðum þar sem keppendur hjóluðu á  ,,trainerum” sem eru þannig búnir að þeir lesa hversu mörg vött hjólreiðamaðurinn framkallar með því að snúa sveifunum á hjólum sínum og skila því svo yfir í tölvuleikinn zwift sem notar það svo ásamt skráðri þyngd til að ákvarða hraðann sem keppandinn er á í leiknum.

Margir af bestu hjólurum landsins voru því sestir á keppnishjólin sín fyrir framan tölvuskjái á laugardagsmorguninn til að taka vel á því.

Lesa meira

Sparisjóður Höfðhverfinga og KA/Þór undirrita samstarfssamning

Þetta er eitt af verkefnum á sviði íþrótta- og tómstundamála sem Sparisjóðurinn styrkir í nærumhverfi sínu en hlutverk Sparisjóðsins er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

,,Við erum afskaplega ánægð með að ganga til samstarfs við Sparisjóðinn og hlökkum til samstarfsins. KA/Þór er að ganga í gegnum endurnýjunarferli og eru mörg krefjandi verkefni framundan og skiptir þá öflugur bakhjarlahópur miklu máli ", sagði Stefán Guðnason stjórnarformaður KA/Þór

„Samstarf við kvennalið KA/Þórs smellpassar við sjálfbærnistefnu Sparisjóðsins en hluti af henni tekur á samfélagslegri ábyrgð þar sem við styðjum við íþrótta- og félagsstarf í nærumhverfi okkar. Við óskum KA/Þór góðs gengis í þeim verkefnum sem eru framundan,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Ingva Árnason sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Höfðhverfinga og Mörthu Hermannsdóttur handboltakempu og fulltrúa KA/Þórs undirrita samstarfssamninginn.

 

Lesa meira

Fastir ánægjulegir liðir eins og venjulega - Kvenna og karlalið Skautafélags Akureyrar deildarmeistarar

Það er margt sem við tökum eftir á þessum árstíma, skref fyrir skref lengir daginn, það kallar á leit að sólgleraugum, lestur á Passíusálmunum hefst í útvarpinu og það sem alls ekki klikkar, lið Skautafélags Akureyrar vinnur deildarmeistaratitila kvenna og karla.

Það var einmitt það sem gerðist í kvöld þegar þessir góðu titlar skiluðu sér heim. 

Innilega til hamingju skautafólk!

Þórir Tryggvason lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hann tók meðfylgjandi myndir.

 

Lesa meira

Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Í dag voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti

Lesa meira

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira

Enski boltinn um hátíðirnar Hvernig er best að koma boltanum fyrir í skipulaginu?

Enski boltinn er mikið áhugamál margra Íslendinga og þú finnur vart íslenskan knattspyrnuáhugamann sem heldur ekki með einhverju liði í ensku Úrvalsdeildinni. Sú hefð hefur skapast í enska boltanum að spilað er meira og þéttar í kringum hátíðirnar, öfugt við margar aðrar deildir í Evrópu sem taka yfirleitt pásu á þessum tíma ársins. Þetta er almennt gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamanninn þar sem hann fær að sjá meira af sínu liði, en flestir þurfa að fara varlega hvað það varðar að knattspyrnugláp hafi ekki áhrif á tíma þeirra með fjölskyldunnni.

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar ,,Nú skal hafist handa"

Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa  inniaðstöðu GA.

Lesa meira

„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“

-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Lesa meira

Ný 100 km hlaupaleið í fjallahlaupinu Súlur Vertical

Leiðin hefur fengið nafnið Gyðjan sem vísar til upphafsstaðar hlaupaleiðarinnar sem er við Goðafoss.

Lesa meira

Þúsundir á Akureyri vegna fótboltamóta

N1-fótboltamót drengja var sett á hádegi í dag og stendur fram á laugardag og Pollamót Samskipa fer fram á föstudag og laugardag

Lesa meira

Góður gangur hjá Golfklúbbi Akureyrar

Óhætt er að fullyrða að góður gangur sé hjá Golfklúbbi Akureyrar um þessar mundir.  Jaðarsvöllur  hefur að sögn þeirra sem best til þekkja sjaldan eða aldrei verið jafn góður og er óhætt að segja að fólk kunni vel að meta  því mikið er spilað á vellinum þessa dagana og á tíðum komast færri að en vilja.  

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir HFA tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina.

Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í hjólreiðum,  margfaldur Íslandsmeistari og Íþróttakona Akureyrar 2022, gerir það svo sannarlega ekki endasleppt.

Lesa meira