Íþróttir

Völsungur í undanúrslit Kjörísbikarsins

Völsungur tryggði sér á laugardag sæti í undanúrslitum Kjöríssbikars kvenna í blaki með sigri í dramatískum leik á móti Álftanesi. Heimastúlkur byrjuðu af krafti og unnu fyrstu tvær hrinurnar 26-24. Álftanes unnu svo næstu tvær hrinur (12-25 og 20-25). Í oddahrinunni var jafnt á nær öllum tölum en í stöðunni 13-13 átti Álftanes tvö misheppnuð smöss í röð og þar með tryggði Völsungur sér verðskuldaðan sigur í leiknum, 3-2!
Lesa meira

Völsungar töpuðu naumlega á heimavelli

Blaklið Völsungs mátti þola sinn fyrsta ósigur á tímabilinu þegar lið Álftaness B kom sá og sigraði í íþróttahöllinni á Húsavík í 1. deild kvenna í blaki.
Lesa meira

Viktor og Aldís Kara eru íþróttafólk Akureyrar 2020

Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar 2020

Tilkynnt verður á miðvikudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020.
Lesa meira

„Mikill heiður að vera fyrirliði liðsins“

Arnór Þór Gunnarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta á HM í kvöld en Ísland mætirþá Marakkó. Framundan eru svo leikir gegn Sviss, Frakklandi og Noregi í milliriðli. Arnór er fyrirliði liðsins á mótinu en hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins. Arnór, sem er uppalinn Akureyringur og Þórsari, leikur með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira

Ævintýri og lífsreynsla í Svíþjóð

Sunna Björgvinsdóttir var nýverið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með góðum árangri. Sunna var valin í landslið Íslands sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Þar var Sunna ein af lykilkonum liðsins og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun. „Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans,“ segir í umsögn um Sunnu á vef Íshokkísambandsins. Sunna er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira

Kveður stolt eftir 13 ára landsliðsferil

Akureyrska knatt­spyrnu­kon­an Rakel Hönnu­dótt­ir hef­ur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hill­una eftir að hafa spilað með landsliðinu í 13 ár. Hún er þó hvergi nærri hætt í boltanum. Rakel verður 32 árs göm­ul núna í desember og á að baki 103 A-lands­leiki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék sinn fyrsta A-lands­leik árið 2008. Hún spilar með Breiðabliki í úr­vals­deild kvenna en hef­ur einnig leikið með upp­eld­is­fé­lagi sínu Þór/​KA, Brönd­by, Lim­hamn Bun­keflo og Rea­ding á ferl­in­um. Rakel Hönnudóttir er Íþróttamaður vikunnar og situr fyrir svörum...
Lesa meira

„Þetta var ást við fyrstu sýn“

Tamas Kaposi er 29 ára gamall ungverskur blakmaður sem ráðinn var sem þjálfari blakdeildar Völsungs í sumar. Hann hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur orðið ungverskur meistari með sínu félagsliði nokkrum sinnum bæði sem leikmaður og þjálfari og á að baki leiki með ungverska landsliðinu. Hann kemur frá Sümeg í Ungverjalandi sem er þekktur ferðamannabær. Það er stór kastali sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum,“ segir hann. Tamas er íþróttamaður vikunnar.
Lesa meira

Algjört lykilatriði að vera vel hvíldur og nærður

Tjörnesingurinn Heiðar Hrafn Halldórsson hefur verið áberandi í hlaupasenu Húsavíkur um all nokkurt skeið en hann er ein af aðalsprautunum í Hlaupahópnum Skokka þar í bæ en hann byrjaði að æfa hlaup árið 2009. Hann hefur líka farið fyrir almenningsíþróttadeild Völsungs og haldið fjölda fyrirlestra um hlaup og heilbrigðan lífsstíl. Þá var hann valinn íþróttamaður Völsungs árið 2019. Almenningsíþróttir hafa spilað lykilhlutverk við að bæta geðheilsu bæjarbúa í Covid-19 faraldrinum og því við hæfi að Heiðar Hrafn sé íþróttamaður Vikunnar. Heiðar Hrafn segir að hlauðasportið hafi óvart orðið fyrir valinu. „Fann mig aldrei til fullnustu í hópíþróttum á unglingsaldri og þurfti svo í kjölfarið eitthvað nýtt inn í líf mitt til þess að halda grunnþreki. Kunni strax vel hlaupasportið þar sem árangur og ástundun er algjörlega undir manni sjálfum komið. Útiveran gaf ósvikna vellíðan og maður fór að upplifa umhverfið í kringum sig á annan hátt.“
Lesa meira

Heiður að snúa aftur í landsliðið

Þar sem mestallt íþróttalíf liggur niðri vegna samkomutakmarkana dustum við rykið af dálknum Íþróttamaður vikunnar og nú er það Oddur Gretarsson handboltamaður sem situr fyrir svörum. Hann var nýlega valinn í landsliðið á nýjan leik en hann spilaði síðast með liðinu á EM í Serbíu árið 2012. Oddur spilar með HBW Balingen-Weilstettan í Þýskalandi en lék með Akureyri Handboltafélagi um árabil áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Oddur er Íþróttamaður vikunnar og svarar hér nokkrum..
Lesa meira