Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá
Óðni 2023              …
Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Óðni 2023 Mynd www.odinn.is

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Örn Kató Arnarsson.  Örn býr í Svíþjóð þar sem hann æfir sund við bestu aðstæður og stundar nám. Örn flutti til Svíþjóðar í fyrra til þess að geta einbeitt sér betur að íþrótt sinni og náð frekari árangri. Hann hefur sýnt mikla framfarir og hefur æft gríðarlega vel á árinu.

Hann leggur mesta áherslu á lengri sundgreinar sem eru 1500m., 800m. og 400m. skriðsund en hann syndir einnig bringusundsgreinar. Hann hefur náð
góðum árangri og hefur t.d. unnið gullið í unglingaflokki í vestur Svíþjóð í öllumlengri greinunum.

Alicja Julia Kempisty. Alicja er ung og efnileg sundkona og ein sterkasta sundkona landsins í sínum aldursflokki og hefur unnið sér sæti í Framtíðarhóp
Sundsambands Íslands síðustu misserin. Hennar sterkustu greinar eru skriðsundsgreinar, einna helst 200m. skriðsund en þar er hún stigahæst
sundkvenna Óðins með 507 FINA stig.

Fjölhæfni hennar þó mikil og er hún sterk í öllum vegalengdum í skriðsundi en hún er jafnframt öflug baksunds- og flugsundskona.
Alicja stundar sína íþrótt vel, mætir á allar æfingar og sýnir mikinn metnað með ástundun sinni.

Það var heimasíða sundfélagsins sem  sagði  fyrst frá.


Athugasemdir

Nýjast