Góður árangur í bogfimi og æ fleiri iðkendur

Liðakeppni, frá vinstri
Akur 3 brons: Amý Elísabet Knútsdóttir, Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir 
Aku…
Liðakeppni, frá vinstri Akur 3 brons: Amý Elísabet Knútsdóttir, Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir Akur 1 gull: Alexandra Kolka Stelly Eydal, Emilía Eir Valgeirsdóttir Akur 2 silfur: Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir, Eva Kristín Sólmundsdóttir Myndir Akur

Akureyringar, innan Íþróttafélagsins Akurs  halda áfram að gera það gott í bogfiminni, þeir komu heim með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um liðna helgi.

 Gífurleg aukning hefur verið í þátttöku hjá Akureyringum í bogfimi nú í vetur og þá  sérstaklega í ungmenna flokkum. Alfreð Birgisson einn af félögum sem látið hefur til sín taka í bogfiminni segir að um 50 iðkendur séu nú á vegum félagsins. Það séu mikil umskipti frá því þeir voru 6 í fyrra haust áður en félagið fékk nýja aðstöðu við Kaldbaksgötu 4 á Akureyri.

„Þessi aukning iðkenda er að öllu leyti til komin af því við getum nú boðið upp á góða æfinga aðstöðu. Það var ekki hægt á meðan við voru með mjög lítið rými í Íþróttahöllinni á Akureyri áður. Það hafa margir komið aftur, sem urðu að hætta vegna plássleysis og ég er sannfærður um að enn mun bætast við. Áhuginn er mikill,“ segir Alfreð.

  Nanna Líf Pesburg Gautadóttir 


Athugasemdir

Nýjast