Íþróttir

Greifinn gerir styrktarsamning við Hafdísi Sigurðardóttur hjólreiðakonu

Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.

”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.

Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.

Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.

Lesa meira

Anna María með silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 2 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.

Lesa meira

„Maður hefur auðvitað gott af þessu, hreyfing stuðlar að vellíðan“

Kári Páll Jónasson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stundað hefur almenningsíþróttir af miklu kappi, raunar mun lengur en þessi tvö hugtök; lýðheilsa og almenningsíþróttir rötuðu inn í almenna umræðu.

Lesa meira

Baldvin Gunnarsson Íslandsmeistari Pro Open

Sannkölluð myndaveisla frá síðasta sjókrossmóti vetrarins sem fram fór á Fjarðarheiði

Lesa meira

Glímukóngur- og drottning krýnd á Akureyri um helgina

112. Íslandsglíman fer fram laugardaginn 15. apríl í íþróttahúsi Glerárskóla

Lesa meira

ÆTLAR AÐ VERÐA BESTUR Á ÍSLANDI OG FINNA SITT PLÁSS Á STÓRA SVIÐINU

„Ég ætla einn daginn að verða bestur á Íslandi í pílu og finna mér mitt pláss á stóra sviðinu,“ segir Óskar Jónasson sem náð hefur góðum árangri í pílu. Hann hefur einungis æft og spilað í rúmt ár en engu að síður landað bæði Akureyrar- og Íslandsmeistaratitlum. Tekið þátt í tveimur mótum erlendis og stefnir á frekari þátttöku utan landssteina á næstu mánuðum gangi allt upp. Mikill áhugi er fyrir íþróttinni á Akureyri um þessar mundir, félagið það næst stærsta hér á landi með rúmlega 100 félaga. Aðstaðan er í gamla íþróttahúsinu við Laugargötu og er hún sprungin. 

Lesa meira

Sannkölluð veisla fyrir vélsleðafólk

Þórir Tryggvason hefur myndað viðburði á Akureyri í 25 ár.

Lesa meira

Anna María efst á heimslista U21

Anna María Alfreðsdóttir átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery.

Lesa meira

Narfi í Hrísey er fyrirmyndarfélag

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Lesa meira

Artic cat Snocross Tindastóll fór fram s.l laugardag

Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni

Lesa meira