Íþróttir

Nýr samningur Akureyrarbæjar og Skákfélags Akureyrar undirritaður

Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem hefur það að meginmarkmiði styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi.

Lesa meira

Julia Bonet og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024

Þau Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA og Alex Cambray lyftingadeild  KA voru i dag  útnefnd sem íþróttakona  og karl KA fyrir  árið 2024.
Lesa meira

Píluáhugi Húsavíkinga í miklum vexti

Aðsókn í nýja og glæsilega aðstöðu Píludeildar Völsungs hefur farið fram úr björtustu vonum

Lesa meira

Tímamót í knattspyrnu-samstarfi KA og N1

Knattspyrnufélag Akureyrar, KA og N1, sem í tæplega 40 ár hafa haft árangursríkt samstarf um mótshald hins vel þekkta N1 móts KA í drengjaflokki, hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að koma á laggirnar knattspyrnumóti fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 10 ára sem haldið verður með svipuðu sniði og drengjamótið. KA mun annast rekstur og skipulag mótsins, en N1 verða aðalbakhjarl þess. Stúlkurnar munu etja kappi á glæsilegu KA svæðinu helgina eftir Verslunarmannahelgina, eða 8-10 ágúst næst komandi.

Lesa meira

Sandra María og Alfreð Leó íþróttafólk Þórs 2024

Þau  Sanda María Jessen knattspyrnukona og Alfreð Leó Svansson rafíþróttamaður voru i gær  útnefnd sem íþróttakona  og karl Þórs  fyrir  árið 2024.

Lesa meira

Elfar Árni er kominn heim

Völsungur styrkir sig fyrir baráttuna í Lengjudeildinni

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar - Framkvæmdir í fullum gangi

Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna.

Lesa meira

Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir

KA og Þór verða í vetur með æfingar fyrir 6 - 16 ára börn og unglinga með sérþarfir, æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Naustaskóla  og hefjast þær n.k. sunnudag  kl 11.

Lesa meira

Hugleiðingar að loknum sigri

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins.  Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum

Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA.  Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni  fotbolti.net  í dag.    Liðið hefur leikið heimaleiki sína á VÍS vellinum sem er heimavöllur  þeirra  og  karlaliðs Þórs en ástand vallaris er ekki gott  og eftir erfiða tíð s.l. daga er þetta niðurstaðan enda alltaf  keppikefli að leika við sem bestar aðstæður hverju sinni.

 

Lesa meira