Íþróttir

Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór

Eins  og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur  sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin.  Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.

 

Lesa meira

Anna María með brons í Króatíu

Góð frammistaða Akureyringa var á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku.

Lesa meira

Hafdís Íslandsmeistari í Rafhjólreiðum 2024

Um helgina fór fram fyrsta Íslandsmótið í Rafhjólreiðum þar sem keppendur hjóluðu á  ,,trainerum” sem eru þannig búnir að þeir lesa hversu mörg vött hjólreiðamaðurinn framkallar með því að snúa sveifunum á hjólum sínum og skila því svo yfir í tölvuleikinn zwift sem notar það svo ásamt skráðri þyngd til að ákvarða hraðann sem keppandinn er á í leiknum.

Margir af bestu hjólurum landsins voru því sestir á keppnishjólin sín fyrir framan tölvuskjái á laugardagsmorguninn til að taka vel á því.

Lesa meira

Sparisjóður Höfðhverfinga og KA/Þór undirrita samstarfssamning

Þetta er eitt af verkefnum á sviði íþrótta- og tómstundamála sem Sparisjóðurinn styrkir í nærumhverfi sínu en hlutverk Sparisjóðsins er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

,,Við erum afskaplega ánægð með að ganga til samstarfs við Sparisjóðinn og hlökkum til samstarfsins. KA/Þór er að ganga í gegnum endurnýjunarferli og eru mörg krefjandi verkefni framundan og skiptir þá öflugur bakhjarlahópur miklu máli ", sagði Stefán Guðnason stjórnarformaður KA/Þór

„Samstarf við kvennalið KA/Þórs smellpassar við sjálfbærnistefnu Sparisjóðsins en hluti af henni tekur á samfélagslegri ábyrgð þar sem við styðjum við íþrótta- og félagsstarf í nærumhverfi okkar. Við óskum KA/Þór góðs gengis í þeim verkefnum sem eru framundan,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Ingva Árnason sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Höfðhverfinga og Mörthu Hermannsdóttur handboltakempu og fulltrúa KA/Þórs undirrita samstarfssamninginn.

 

Lesa meira

Fastir ánægjulegir liðir eins og venjulega - Kvenna og karlalið Skautafélags Akureyrar deildarmeistarar

Það er margt sem við tökum eftir á þessum árstíma, skref fyrir skref lengir daginn, það kallar á leit að sólgleraugum, lestur á Passíusálmunum hefst í útvarpinu og það sem alls ekki klikkar, lið Skautafélags Akureyrar vinnur deildarmeistaratitila kvenna og karla.

Það var einmitt það sem gerðist í kvöld þegar þessir góðu titlar skiluðu sér heim. 

Innilega til hamingju skautafólk!

Þórir Tryggvason lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hann tók meðfylgjandi myndir.

 

Lesa meira

Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Í dag voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti

Lesa meira

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira