Glímukóngur- og drottning krýnd á Akureyri um helgina
112. Íslandsglíman fer fram laugardaginn 15. apríl í íþróttahúsi Glerárskóla
112. Íslandsglíman fer fram laugardaginn 15. apríl í íþróttahúsi Glerárskóla
„Ég ætla einn daginn að verða bestur á Íslandi í pílu og finna mér mitt pláss á stóra sviðinu,“ segir Óskar Jónasson sem náð hefur góðum árangri í pílu. Hann hefur einungis æft og spilað í rúmt ár en engu að síður landað bæði Akureyrar- og Íslandsmeistaratitlum. Tekið þátt í tveimur mótum erlendis og stefnir á frekari þátttöku utan landssteina á næstu mánuðum gangi allt upp. Mikill áhugi er fyrir íþróttinni á Akureyri um þessar mundir, félagið það næst stærsta hér á landi með rúmlega 100 félaga. Aðstaðan er í gamla íþróttahúsinu við Laugargötu og er hún sprungin.
Þórir Tryggvason hefur myndað viðburði á Akureyri í 25 ár.
Anna María Alfreðsdóttir átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery.
Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni
KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00 í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar.
Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.
Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar. Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi.
,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið." Segir orðrétt á heimasíðu KA.
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar
KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir 25-15, 25-8 og 25 23. Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni
Vefurinn óskar KA innilega til hamingju.