Óli Stefán hættur hjá KA

Óli Stefán Flóventsson. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.
Óli Stefán Flóventsson. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.

Knattspyrnudeild KA og Óli Stefán Flóventsson þjálfari karlaliðsins hafa komist að samkomulagi um starfslok Óla hjá félaginu. Í yfirlýsingu á heimasíðu KA segir að gengi liðsins það sem af er tímabili sé ekki ásættanlegt og telja báðir aðilar nauðsynlegt að gera þessar breytingar til að liðið nái sér á strik og sýni sinn rétta styrk.

Liðið náði fimmta sæti undir stjórn Óla Stefáns í fyrra sem er besti árangur félagsins síðan félagið kom aftur upp í deild hinna bestu á Íslandi.

"Stjórn Knattspyrnudeildar KA þakkar Óla Stefáni fyrir framlag sitt til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun nú þegar skoða sín mál varðandi þjálfun liðsins og mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu," segir í yfirlýsingu.

KA situr í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki. 


Athugasemdir

Nýjast