Tilfinningin góð og mikill heiður

Aldís Kara Bergsdóttir með verðlaunin eftir kjörið á íþróttafólki ársins. Mynd/Þórir Tryggvason.
Aldís Kara Bergsdóttir með verðlaunin eftir kjörið á íþróttafólki ársins. Mynd/Þórir Tryggvason.

Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaupakona frá Skautafélagi Akureyrar, var kjörin íþróttakona Akureyrar 2019 í síðustu viku. Aldís er á fyrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún stundar nám meðfram íþróttinni.

Aldís Kara á afar gott íþróttaár að baki en í umsögn um árangur hennar á árinu 2019 segir m.a. að hún hafi sýnt stökk element sem ekki hafa sést áður hjá íslenskum skautara. Auk þess að vera valin íþróttakona Akureyrar var hún einnig valin Skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands.

Vikudagur fékk Aldísi í spjall og forvitnaðist um íþróttakonuna ungu og efnilegu en nálgast má viðtalið í net-og prentúgáfu blaðsins. 


Athugasemdir

Nýjast