Heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum

Sóley Margrét Jónsdóttir. Mynd/VMA.
Sóley Margrét Jónsdóttir. Mynd/VMA.

Sóley Margrét Jónsdóttir hampaði heimsmeistaratitlinum í kraftlyftingum á HM unglinga sem fram fór í Saskatchewan í Regina í Kanada nýverið. Í hnébeygju lyfti Sóley Margrét 255 kg, í bekkpressunni lyfti hún 160 kg og í réttstöðulyftunni 207,5 kg. Samanlagt lyfti hún því 622,5 kg sem dugði henni til sigurs.

Á vef VMA, þar sem Sóley stundar nám í sjúkraliðun, segir að Sóley hafi æft kraftlyftingar í nokkur ár hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar og hafi þrívegis hampað Evrópumeistaratitli.


Athugasemdir

Nýjast