Sá leikjahæsti hjá Þór leggur skóna á hilluna

Ármann Pétur Ævarsson ásamt sonum sínum á leið inn á Þórsvöll í lokaleiknum. Mynd/Páll Jóhannesson.
Ármann Pétur Ævarsson ásamt sonum sínum á leið inn á Þórsvöll í lokaleiknum. Mynd/Páll Jóhannesson.

Ármann Pétur Ævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Þór er liðið gerði markalaust jafntefli við Magna á heimavelli í lokaumferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu nýverið. Ármann Pétur lék alls 480 meistaraflokksleiki fyrir Þór á 18 tímabilum og skoraði í þeim 106 mörk.

Á heimasíðu Þórs kemur fram að engin hafi leikið fleiri knattspyrnuleiki fyrir Þór en Ármann Pétur Ævarsson.


Nýjast