Andrésar Andar leikunum aflýst

Andrésar Andar leikunum í skíðum hefur verið aflýst en mótið átti að fara fram í lok apríl í Hlíðarfjalli. Í tilkynningu á Facebooksíðu leikanna segir að Andrésarleikarnir gegni mikilvægu hlutverki í skíða-og brettalífi ungra iðkenda og því sé þungbært að taka þessa ákvörðum.

"Vegna utanaðkomandi aðstæðna sjáum við okkur ekki fært að halda leikana í ár. Covid-19 faraldurinn gerir það að verkum að það er ekki forsvaranlegt að stefna öllum skíða- og brettabörnum landsins saman á einn stað í lok apríl. 45 ára afmælisleikarnir verða því haldnir með glæsibrag 2021!," segir í tilkynningu.


Athugasemdir

Nýjast