Þjálfari Völsunga blæs á hrakspár

Ljósmynd: Hafþór Hreiðarsson.
Ljósmynd: Hafþór Hreiðarsson.

Völsungar eru nýliðar í Lengjudeild kvenna í fótbolta og þar á bæ ríkir mikil spenna fyrir fótboltasumrinu þrátt fyrir tap í fyrsta leik á heimavelli gegn Keflavík 0-4 „Mér líst mjög vel á sumarið, ég er bara spenntur,“ sagði Aðalsteinn J. Friðriksson þjálfari liðsins í samtali við Vikublaðið.

Ef marka má umfjöllun um deildina er Völsungsstúlkum ekki ætlaður stór hlutur þegar tímabilið verður gert upp í haust en þeim er víðast hvar spáð falli í fjölmiðlum. Aðalsteinn gefur ekki mikið fyrir slíkar hrakspár. Rætt er nánar við Aðalstein í fyrsta tölublaði Vikublaðsins. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 

 


Athugasemdir

Nýjast