KA/Þór í bikarúrslit í fyrsta sinn

Leikmenn og þjálfarar KA/Þórs höfðu ríka ástæðu til að fagna í gær. Í fyrsta sinn í sögunni leikur K…
Leikmenn og þjálfarar KA/Þórs höfðu ríka ástæðu til að fagna í gær. Í fyrsta sinn í sögunni leikur KA/Þór til bikarúrslita. Mynd/KA.

KA/Þ​ór leik­ur til úr­slita í Coca Cola-bik­ar kvenna í hand­knatt­leik í fyrsta sinn eft­ir mikla spennu í Laug­ar­dals­höll­inni í gærkvöld er liðið sigraði Hauka í undanúrslitum, 22-21. KA/Þ​ór mæt­ir Fram í úrslitum á laugardaginn kemur þann 7. mars og hefst kl. 13:30.

Á vef KA segir að boðið verði uppá fría hópferð frá KA-heimilinu á leikinn og verður lagt af stað klukkan 7:30 um morguninn á laugardeginum. Til að tryggja sér sæti þarf að senda tölvupóst á agust@ka.is.

„Það er mikilvægt að bíða ekki of lengi með að tryggja sér sæti því sætafjöldinn er takmarkaður! Það má búast við magnaðri veislu á laugardaginn og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja við liðið í bikarveislunni,“ segir á vef KA.


Athugasemdir

Nýjast