4. sept - 11. sept - Tbl 36
KA/Þór í bikarúrslit í fyrsta sinn
KA/Þór leikur til úrslita í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik í fyrsta sinn eftir mikla spennu í Laugardalshöllinni í gærkvöld er liðið sigraði Hauka í undanúrslitum, 22-21. KA/Þór mætir Fram í úrslitum á laugardaginn kemur þann 7. mars og hefst kl. 13:30.
Á vef KA segir að boðið verði uppá fría hópferð frá KA-heimilinu á leikinn og verður lagt af stað klukkan 7:30 um morguninn á laugardeginum. Til að tryggja sér sæti þarf að senda tölvupóst á agust@ka.is.
„Það er mikilvægt að bíða ekki of lengi með að tryggja sér sæti því sætafjöldinn er takmarkaður! Það má búast við magnaðri veislu á laugardaginn og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja við liðið í bikarveislunni,“ segir á vef KA.
Athugasemdir