Völsungur eignast Íslandsmeistara
Íslandsmeistarar Völsungs. Efri röð fh.: Aron Bjarki Kristjánsson, Indriði Ketilsson, Sigurður Helgi Brynjúlfsson, Marteinn Sverrisson, Kolbeinn Haraldsson og Helgi Jóel Jónasson.
Neðri röð fh.: Reymond Adeoti, Davíð Leó Lund, Alekss Kotlevs, Gestur Aron Sörensson, Fannar Ingi Sigmarsson, Hilmar Bjarki Reynisson og liggjandi er Tómas Bjarni Baldursson. Þess má geta að Birgir Sævar Víðisson leikur einnig með liðinu en komst ekki í þessa ferð þar sem verið var að ferma kappann.
Mynd: Kristján Friðrik Sigurðsson.
Völsungar urðu íslandsmeistarar í 8 manna fótbolta í 4. flokki drengja á dögunum eftir glæsilega úrslitakeppni í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem liðið vann alla þrjá leiki sína.
Áður höfðu Völsungar unnið Norðurlands-riðilinn.
Þjálfari liðsins er Sasha Romero leikmaður meistaraflokks Völsungs
Athugasemdir