Jóhann Kristinn hættur með Völsung

Jóhann Kristinn Gunnarsson. Mynd/epe
Jóhann Kristinn Gunnarsson. Mynd/epe

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari 2. deildar liðs Völsungs í fótbolta hefur tilkynnt að hann sé hættur þjálfun liðsins. Jóhann Kristinn hefur stýrt liðinu í fimm ár samfleytt og þar áður í þrjú ár. Jóhann Kristinn náði frábærum árangri með liðið í sumar sem skilaði 3. sæti í 2. deild.

„Jóhann Kristinn þjálfari hefur tilkynnt um að hann sé hættur þjálfun liðsins. Jóa þökkum við kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár en Jói hefur nú stýrt liðinu í 5 ár samfleytt og þar áður í 3 ár. Nafn Jóa er sannarlega greipað sögu Völsungs en hann hefur verið við stjórnvölinn í um 20% deildar- og bikarleikja karlaliða Völsungs í sögu félagsins. Hann hefur unnið ötult starf fyrir félagið og í honum er gríðarlega mikil eftirsjá. Við þökkum Jóa kærlega fyrir samstarfið og hans gríðarstóra Völsungshjarta,“ segir í færslu á fjasbókarfærslu Græna hersins og þar er einnig tekið fram að Knattspyrnuráð sé að leita að eftirmanni Jóhanns Kristins.

 


Athugasemdir

Nýjast