Pistlar

Ekki láta ræna þig heima í stofu

Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi.

Lesa meira

Tón - list

Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla.  Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu.   En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út.   Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.  

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði.   

Lesa meira

Ekki er ein báran stök - Ragnar Sverrisson skrifar

Ekki er annað sýnna en að Akureyri verði brátt þeim örlögum að bráð að geta hvorki boðið upp á náðhús eða líkhús.

Lesa meira

Heildarfjárfestingarþörf Norðurorku næstu fjögur ár er 6,8 milljarðar Gefur auga leið að næstu ár verða þung

Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs. 

 

Lesa meira

Fundur - Starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Sjálfstæðisfélagið á Akureyri boðar til fundar á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00 (15.nóvember) á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli um þingsályktun sem Njáll Trausti er fyrsti flutningsmaður að þar sem:
,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri“.
 
Öflugur hópur fyrirlesara verður á fundinum:

Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði.
Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
 
Fundarstjóri verður Njáll Trausti Friðbertsson
 
Öll velkomin
Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði. 

Lesa meira

Nýleg könnun í Danaveldi sýnir að nær helmingur kennaranema íhugar að hætta

Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari skrifar

 

Lesa meira

Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

      Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna 

Lesa meira

Frost hannaði og setti upp nýtt frystikerfi í landvinnslu Þorbjörns hf. í Grindavík

Í lok október lauk Kælismiðjan Frost við uppsetningu og frágang á frystikerfi í bolfiksvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjörns hf. í Grindavík. Með nýja kerfinu segir Jóhann Vignir Gunnarsson, sem hefur framleiðslu- og markaðsmál Þorbjörns hf. á sinni könnu, að opnist ýmsir nýir möguleikar fyrir fyrirtækið í framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða.

Lesa meira

Enn um skipulagsmál

Mér hefur orðið tíðrætt um skipulagsmál hér á Akureyri og hefur áhugi minn beinst helst að því að ég er ekki sáttur við mikla háhýsabyggð, sem mér hefur fundist stundum óþörf og illa ígrunduð hvað staðsetningu varðar t.d. þegar um er að ræða 7-8 hæða blokkir.

Lesa meira

,,Sjáðu mamma, ég gat þetta!”

Fjögurra ára sonur minn hrópaði úr stórum kastala: ,,Mamma sjáðu mig ég er svo duglegur, ég gat þetta!!"

 Ég svaraði:  ,,Já ég sá það, þú klifraðir upp alveg sjálfur og fórst mjög varlega."

 Hann:  ,,Já ég gat þetta alveg sjálfur.”

Lesa meira

Hvað gera iðjuþjálfar?

Sonja Finns og Iris Myriam skrifa

Lesa meira

Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Ingibjörg Isaksen og Gunnar M. Gunnarsson

Lesa meira

Skiptir landbúnaðurinn Akureyrarbæ máli?

Dagur landbúnaðarins var haldinn hér á Akureyri þann 13. október síðastliðin, undir yfirskriftinni „Landbúnaður á krossgötum“. Málþingið var mjög áhugavert, en þar kom m.a. fram það sem flest eru þó meðvituð um að afkoma bænda sé slæm, þeir séu skuldsettir, vaxtaumhverfið erfitt  og ofan á þann veruleika bætist hátt aðfangaverð og verðbólga. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna gekk svo langt að segja að neyðarástand ríki. 

Lesa meira

Geimstofan á Akureyri tuttugu ára. „Mörg skemmtileg verkefni í farvatninu

Geimstofan Hönnunarhús á Akureyri var sett á laggirnar 14. október 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Geimstofan er alhliða auglýsingastofa/skiltagerð, sem veitir viðskiptavinum sínum um land allt heildstæðar lausnir á sviði markaðssetningar.  

Starfsmenn Geimstofunnar eru sjö og segir Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri að verkefnastaðan sé góð á þessum tímamótum.

Lesa meira

At­vinnu­öryggi vegna barn­eigna

Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

 

Lesa meira

Bókun 35 og fullveldi íslensku þjóðarinnar

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum? 

Lesa meira

Árið er 2025

Ráðamenn þjóðarinnar sitja á neyðarfundi ásamt, landlækni, umboðsmanni barna og sveitarstjórum eftir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kennarar geta ekki einir gert kraftaverk, sinnt ólíkum hópi nemenda og leyst öll mál. Ansi margir foreldrar hafa ekki lengur tíma til að vera foreldrar, þora ekki að setja börnum sínum mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu.

Lesa meira

Ekki eintóm sæla

„Nú á það að vera ánægja og æðisleg upplifun að eiga barn“

Þessi staðhæfing hljómaði í eyrum mér í útvarpsþætti einn morguninn þegar ég var í göngutúr í haustsvalanum. Rætt var við þrjár ungar tvíburamæður sem ræddu m.a. um þá upplifun að eignast tvö börn í einu. Þáttastjórnandi sló þar fram ofangreindri fullyrðingu um upplifun þess að eignast barn. Mæðurnar ungu tóku vissulega undir þetta að hluta til en komu einnig inn á að þetta væri ekki bara dásamlegt og eintómur dans á rósum. Sjónarhorn sem heyrist kannski of sjaldan en ég verð nokkuð oft vitni af í starfi mínu sem ljósmóðir.

Lesa meira

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis.

Lesa meira

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt. 

Lesa meira

Munaðarlausir Þingeyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. 

 Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.

Lesa meira

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt!

Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið

Lesa meira