Listasýning í útibúi Sparisjóðs Höfðhverfinga í Glerárgötu

Dagatalið má nálgast endurgjaldslaust í útibúum sparisjóðsins.
Dagatalið má nálgast endurgjaldslaust í útibúum sparisjóðsins.

Sparisjóður Höfðhverfinga býður upp á listasýningu í útibúi sparisjóðsins að Glerárgötu 36, Akureyri. Sýningin samanstendur af verkum listafólks sem tekur þátt í dagatali sparisjóðanna fyrir árið 2024. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list.

Boðið verður til opnunarviðburðar fimmtudaginn 21. desember næst komandi og hefst gleðin klukkan 16:00. Sýningin mun standa yfir eitthvað fram á næsta ár, 2024. Ráðgjöf varðandi dagatalið og val á listafólki veitti Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum á sviði lista og menningar sem Sparisjóðurinn styrkir í nærumhverfi sínu.

„Hugmyndin á bakvið dagatal sparisjóðana fyrir árið 2024 var að gera ungu og efnilegu listafólki af landsbyggðinni hátt undir höfði. Okkur fannst kjörið að útvíkka hugmyndina enn frekar og slá upp listasýningu í útibúinu okkar að Glerárgötu með verkum listafólksins sem tók þátt í dagatalinu. Við hvetjum alla til að kíkja til okkar á opnunarviðburðinn og skoða sýninguna,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri sparisjóðs Höfðhverfinga.

Dagatalið má nálgast endurgjaldslaust í útibúum sparisjóðsins.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Sparisjóðnum


Athugasemdir

Nýjast