Pistlar

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira

Tæplega 14% hækkun á flugfargjöldum innanlands milli mánaða

Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.

Lesa meira

Það eina örugga í lífinu

Síðustu misseri hafa verið fréttir af rekstrarvanda líkhúsa á Íslandi. Það er morgunljóst að skýra þarf frekar stöðu þeirra hér á landi og hvernig rekstri þeirra verði best háttað til framtíðar. Móta þarf stefnu og skilgreina hver ber ábyrgð á látnum einstaklingi frá dánarvottorði til greftrunar í kirkjugarði og heimila líkhúsum gjaldtöku. En það er ekki einungis rekstrarvandi líkhúsa sem þarf að greina og finna framtíðarlausn á, við þurfum einnig að huga að með hvaða hætti sé best að koma okkur öllum fyrir til eilífðarnóns.

Lesa meira

Þingmenn opnið augun ¬og finnið kjarkinn

Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. 

Lesa meira

Útibú í lófanum

„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út  eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“

Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.

Lesa meira

Takmörkuð gæði í geðheimum Akureyrar

Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru  víða. 

Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira

Sjálfstæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um "græna" orku.

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.

Lesa meira

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi

Hömrum, Menningarhúsinu Hofi,  Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

 AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?

 

Lesa meira

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur.

Lesa meira

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?

 Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?

  • Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi).
  • Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum?
  • Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar?
  • Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma?
  • Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist?
  • Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika?
  • Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar?
  • Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur?
Lesa meira

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi.

Lesa meira

Nýr Kjalvegur – Hraðbraut í gegnum hálendið

 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.

Lesa meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.

Lesa meira

Í ljósi fréttar um vorboðann ljúfa

Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um miðbæ Akureyrar i morgun.  Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar  áttu leið um misboðið.

Lesa meira

Berjumst fyrir okkar málefnum, en til þess þurfum við og okkar samtök að glaðvakna.

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kjör okkar eldri borgara og hvernig við séum afskipt þegar kemur að kjarabótum. 

Lesa meira

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Lesa meira

Fjármálalæsi Jöfnun stöðu allra barna

Við teljum afar brýnt að jafna stöðu allra barna þannig ekkert barn fari upp úr grunnskóla án þess að búa yfir lágmarksþekkingu í fjármálalæsi ekki frekar en börn fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. 

Lesa meira

Greiðum veginn

Jarðgöng bæta samgöngur

Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.

Lesa meira