Pistlar

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.

Lesa meira

Hvenær leiddist þér síðast?

Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?

Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things.

Lesa meira

Vonbrigði á aðventu

Egill P. Egilsson skrifar um æskuvonbrigði sín með ákveðinn stjórnamálaflokk

Lesa meira

Við getum gert betur í verðmætasköpun

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa

 

Lesa meira

Til hamingju „Stéttin“ á Húsavík

Katrín Sigurjónsdóttir skrifar

 

Lesa meira

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Lesa meira

,,Vínarbrauð með glassúr í breiðum, stórir snúðar og svo Valash og Cream Soda"

Samstaða og málafylgja almennings hefur oft lyft Grettistaki og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er langt síðan að ríki og sveitafélög drógu lappirnar þegar kom að því að skipuleggja og byggja grunnstoðir samfélagsins. Langafar okkar og -ömmur gengu ekki í skóla enda voru þeir ekki til.  Þess í stað lærðu þau að stauta í heimahúsum og eitthvað meira ef hugur og efni stóðu til. Sjúkrahús voru lengst af óþekkt fyrirbrigði og fólk lá í kör heima og dó þar Drottni sínum. Svo bárust fréttir af því að í útlöndum væri farið að byggja eitthvað sem hétu sjúkrahús og skólar. 

Lesa meira

16 daga átak Soroptimista gegn ofbeldi

Soffía Gísladóttir og Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir

Lesa meira

Sett fram í tilefni á sölu eignar Akureyrarbæjar

Góðan dag

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar

 Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!

Lesa meira