Pistlar

Hver verður þingmaður þinn?

Þegar kosningabaráttan nær hámarki og fjöldi kjósenda er enn óákveðinn, er eðlilegt að spyrja sig: „Hvernig tek ég rétta ákvörðun á kjördag?“ Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á óljósum kosningaloforðum sem gætu aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir það þurfa stjórnmálaflokkar að kynna stefnu sína og sýna hvernig þeir vilja leiða þjóðina til betri vegar. En er það nóg? Er rétt að treysta eingöngu á kosningapróf eða stór loforð? Kannski er kominn tími til að horfa meira til fólksins sem við setjum í lykilstöður.

Lesa meira

Ferðafrelsið er dýrmætt

Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opnun, fimmtudagskvöldið 28. nóvember

Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.

Lesa meira

Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar!

Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit.

Lesa meira

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Orkumál

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs

Lesa meira

Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar?

  Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.

Lesa meira

Stefna flokksins í utanríkismálum

Grunnstef Lýðræðisflokksins er gott samstarf við Nato sem er varnarbandalag og hefur verið hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands

Lesa meira

Reynsla mín af smíðakennslu á Akureyri. Aldarfjórðungur í baksýn.

Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir: „Verkviti er gert hátt undir höfði til þess að börn nái í síauknum mæli að tengja saman hug og hönd í skapandi umhverfi. Akureyrarbær hefur ríkan metnað til þess að í hverjum skóla starfi hæft og öflugt fólk og að eftirsóknarvert sé að starfa þar. Stuðningur skólayfirvalda við starfsþróun leikur þar stórt hlutverk“. Skipulag skóla gerir ráð fyrir samvinnu starfsfólks, sveigjanleika í skipulagi, teymiskennslu og samþættingu námsgreina“ (Menntastefna Akureyrarbæjar, 2020-2025).

Lesa meira

Örugg skref um allt land.

Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.

Við erum tilbúin.

 

Lesa meira