Pistlar

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.

Lesa meira

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi

Hömrum, Menningarhúsinu Hofi,  Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

 AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?

 

Lesa meira

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur.

Lesa meira

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?

 Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?

  • Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi).
  • Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum?
  • Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar?
  • Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma?
  • Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist?
  • Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika?
  • Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar?
  • Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur?
Lesa meira

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi.

Lesa meira

Nýr Kjalvegur – Hraðbraut í gegnum hálendið

 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.

Lesa meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.

Lesa meira

Í ljósi fréttar um vorboðann ljúfa

Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um miðbæ Akureyrar i morgun.  Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar  áttu leið um misboðið.

Lesa meira

Berjumst fyrir okkar málefnum, en til þess þurfum við og okkar samtök að glaðvakna.

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kjör okkar eldri borgara og hvernig við séum afskipt þegar kemur að kjarabótum. 

Lesa meira

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Lesa meira

Fjármálalæsi Jöfnun stöðu allra barna

Við teljum afar brýnt að jafna stöðu allra barna þannig ekkert barn fari upp úr grunnskóla án þess að búa yfir lágmarksþekkingu í fjármálalæsi ekki frekar en börn fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. 

Lesa meira

Greiðum veginn

Jarðgöng bæta samgöngur

Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.

Lesa meira

Fjölmiðlastjarna og spriklandi doktor með ástríðu fyrir hjartanu og þjónandi forystu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Vísindamanneskjan í mars er Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild. Samhliða lektorsstöðunni sinnir hann eigin fyrirtæki, Forysta og samskipti, sem hann stofnaði og rekur í dag. 

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.

Lesa meira

Mis­gengi í mann­heimum

Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.

Lesa meira

Að vera ég sjálf

„Ég fíla svo vel að vera frónari, og búa á Íslandi“, var oft sungið þegar ég var lítil og ég gæti sem best sungið þetta lag flesta daga. Mér finnst fínt að vera í frostpinnafélaginu, elska norðangolu og rigningu og finnst veturinn ekkert svo hræðilegur. Mér leiðast reyndar umhleypingar, saltpækill á götum, sullumbull og hálka til skiptis og væri eins og margir aðrir, alsæl með froststillur vikum saman.

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Lesa meira

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.

Lesa meira

Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.

Lesa meira

HÚSNÆÐI HEILSUGÆSLUNNAR Á AKUREYRI: HÁLFNAÐ VERK

Um langt skeið hefur legið fyrir ákvörðun ríkisvaldsins, sem tekin var í kjölfar ítarlegrar úttektar, að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslur á Akureyri. Önnur þeirra var formlega opnuð í fyrradag sem skiljanlega var ákaflega gleðilegt, enda heilsugæslan á Akureyri verið í slæmu húsnæði allt of lengi. 

Heilbrigðisráðherra mætti í opnunina og ávarpaði gesti að því tilefni og sagði m.a. „...og ég ætlaði nefnilega einmitt að koma hingað og segja bíddu þessi er svo rosalega flott, er þetta ekki bara komið gott? En við látum reyna á það..“

Brosið hvarf af vörum mér við þessi orð hans.

Í kvöldfréttum RÚV sagði ráðherra síðan að þrátt fyrir þessi orð þá hafi ekkert breyst á þessum tímapunkti og að rýna þurfi í það hvernig þessi stöð nýtist. Það gefur hins vegar auga leið að það var aldrei planið að þetta húsnæði myndi standa undir allri þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri, enda hefði það orðið allt öðruvísi og stærra ef svo hefði verið. Í húsnæðinu er t.a.m. ekki rými fyrir heimahjúkrun og geðheilbrigðisteymi, auk þess sem yfir 20 þúsund eru skráð hjá þessari heilsugæslu sem er langt umfram þann fjölda sem gert var ráð fyrir þegar húsnæðið var byggt.

Það er óhætt að segja að fjölmargir séu orðnir langþreyttir á bágri stöðu heilsugæslunnar á Akureyri, enda á hún að veita mikilvæga grunnþjónustu í okkar samfélagi. Það ætti ekki að ríkja óvissa um framhaldið, það ætti ekki að vera eitthvað hik á ráðherra að klára þá vegferð sem lagt var af stað í. Þannig að svarið við spurningu ráðherra er einföld:

Nei þetta er ekki bara komið gott, verkefnið er hálfnað og verkefnið þarf að klára. 

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og varaþingmaður

 

Lesa meira

Fréttatilkynning Seðlabankinn gegn Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var sett á laggirnar eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á. Eitt stærsta einstaka mál þess hófst með húsleit í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á skrifstofum sjávarútvegsfélagsins Samherja. Félagið var sakað um alvarleg lögbrot sem forsvarsmenn þess báru af sér. Þessi atburður markaði upphaf að áralöngum átökum fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Í þessari stórfróðlegu bók rekur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, málið og hver niðurstaða þess varð. Bók þessi byggir að hluta á fyrri bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, frá árinu 2016. Síðan þá hefur margt mjög áhugavert komið í ljós sem gefur mun heildstæðari mynd af atburðarásinni og veitir áður óþekkta innsýn í hvað gekk á að tjaldabaki. Margt mun koma lesandanum mjög á óvart enda er bókin í senn spennandi og ógnvekjandi lesning.

Hér er fjallað um alvarlega bresti og skort á fagmennsku í opinberri stjórnsýslu. Spurt er hvort að einhver beri ábyrgð sem höndlar með opinbert vald. Tryggvi Gunnarsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, benti þingmönnum á vegna þessa máls að „refsiheimildir eru ekki tilraunastarfsemi. Þetta er mikið inngrip í líf fólks.“ Hann sagði einnig vegna þessa: „Við getum ekki haldið áfram að böðlast á borgurunum af því að stoltið er svo mikið. Stoltið má ekki bera menn ofurliði.“ Kapp er best með forsjá.

 

 

Lesa meira