Pistlar

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda.

Lesa meira

Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna.

Lesa meira

Allt að gerast!

Akureyri er í stórkostlegu sóknarfæri, nú hafa framsæknir aðilar stofnað flugfélag á Akureyri sem hyggur á reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll en með því myndast svo sannarlega önnur gátt inn í landið.

Lesa meira

Borgin við heimskautsbaug!

Þannig gæti eitt af slagorðum ferðabæklinga framtíðarinnar, þar sem Akureyri er kynnt fyrir væntanlegum ferðamönnum, hljómað.

Lesa meira

Opið bréf til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar

Samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 24. febrúar síðastliðnum er nú búið að fela skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaðar framkvæmdir SS Byggis við Tónatröð. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað í tengslum við afgreiðsluferlið sem ég tel mikilvægt að fá svör við áður en haldið er af stað í þá vegferð að kollvarpa forsendum og markmiðum aðalskipulags til að koma til móts við óskir verktakans. Þeim spurningum er hér með beint til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar og vænti ég þess að fá við þeim efnisleg svör.

Lesa meira

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Lesa meira

„Opinmynntur og steinhissa tók hann við vendinum”

Einvalalið kennara starfaði við Barnaskólann eina á Akureyri um miðja 20. öldina.  Ekki nóg með að þeir sinntu starfi sínu þar af mikilli kostgæfni heldur voru margir þeirra þekktir í bænum vegna annarra starfa sem þeir unnu að í frístundum. 

Lesa meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð.

Lesa meira

Landsvirkjun er ekki til sölu

Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins. Einstaka þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að selja hluti í Landsvirkjun en þingmenn Framsóknar eru alfarið á móti þessum hugmyndum og koma ekki til með að breyta þeirri afstöðu.

Lesa meira

Áskorun til sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps

Nýlega hófust miklar framkvæmdir við húsnæði Seiglu, Litlulaugaskóla, á Laugum. Framkvæmdir sem einhverjir hafa sjálfsagt látið sig dreyma um lengi, að breyta fyrrum skólahúsinu í sveitarstjórnarskrifstofu. Sá grunur læðist að manni að ráðist sé í framkvæmdirnar núna sökum þess að við stöndum á ákveðnum tímamótum því ýmislegt bendir til þess að ekki hafi verið gefinn nægur tími til undirbúnings. Verkið verður mjög kostnaðarsamt og mun eðlilegra hefði verið að íbúar væru spurðir og ný sveitarstjórn hefði ráðist í svona verk eftir kosningar. Þá má líka spyrja sig af hverju húsnæði á Skútustöðum gat ekki þjónað stjórnsýslu nýs sveitarfélags ef einhver þörf var þá yfir höfðu á nýju eða viðbótar stjórnsýsluhúsi.

Lesa meira