Fyrsti heimaleikur!
Þá er boltinn byrjaður að rúlla hjá stelpunum okkar í Þór/KA. Eftir flott undirbúningstímabil þar sem stelpurnar lögðu mikið á sig til að vera sem best undirbúnar fyrir tímabilið hófum við leik í Garðabænum á miðvikudaginn. Sterk byrjun í slyddunni og frábær úrslit hjá liðinu. Það er alltaf gott að byrja tímabilið á sigri.