Pistlar

Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra?

Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega?

Lesa meira

Ráðhús á nýjum stað

Töluverð umræða hefur farið fram um ráðhús Akureyrar og staðsetningu þess.  Ástæðan er sú að Landsbankahúsið við Ráðhústorg er til sölu og í því sambandi hefur verið stungið upp á að bærinn keypti það, breytti og bætti og gerði síðan að ráðhúsi við samnefnt torg. Fram hafa komið efasemdir um þá tillögu og bent á að hún yrði bæði dýr og óhagkvæm enda húsið gamalt og þarfnast mikilla endurbóta til þess að uppfylla kröfur sem gera verður til nútíma stjórnsýsluhúss. 

Lesa meira

Betri framtíð fyrir börnin okkar

Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna.

Lesa meira

Viska aldanna

Huld Hafliðadóttir skrifar

 

Lesa meira

Tíma henti­stefnu í orku­málum er lokið

Fögur orð duga skammt ef hugur fylgir ekki með. Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, kynnti upp­færð mark­mið Ís­lands í lofts­lags­málum á leið­toga­fundi í desember 2020. Upp­færð mark­mið kveða á um 55% sam­drátt í losun gróður­húsa­loft­tegunda fyrir árið 2030 í sam­floti með Noregi og ESB. Þessi mark­mið eru göfug og góð en svo það verði raun­hæft að ná þeim verður að huga að orku­öflun með grænni orku.

Lesa meira

Þrjár á­stæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á sam­fé­lags­miðlum

Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum

Lesa meira

Nýr veruleiki í vaktavinnu - Betri vinnutími

Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar.

Í kjarasamningunum var samið um Betri vinnutíma sem fólst einkum í því að fjölga vaktaálagstegundum, vægi vakta utan dagvinnumarka var aukið og greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi.

Vinnuumhverfi fólks er mjög fjölbreytt eftir því hvar starfað er, s.s. í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu, tollgæslu, slökkviliðum o.s.frv., en tryggja þarf að allt starfsfólk vinni við öruggar aðstæður. Þar skiptir miklu máli að starfsfólk hafi fengið 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og tíma til að ná upp orku eftir síðustu vakt. Þá er lagt upp með að aldrei verði unnið lengur en sjö daga í röð. Ef við berum þetta saman við dagvinnufólk þá vinnur það aldrei meira en 5 daga í einu, það er tveggja daga helgarfrí og almennt er 16 tíma hvíld á milli vinnudaga.

Vaktavinnufólk hagar gjarnan vinnu sinni þannig að þau vinna langa vinnudaga í lotu til að eiga svo lengra frí á milli vakta. Rannsóknir sýna að því lengur sem vaktavinnufólk vinnur því lengur er það að jafna sig og nær því ekki að njóta sín í löngum fríum. Rannsóknir sýna einnig að langar vaktir ganga nærri heilsu vaktavinnufólks og að öryggisvitund fer dvínandi, sem getur aukið hættu á mistökum og slysum. Í Betri vinnutíma er miðað við að vaktir séu almennt ekki lengri en átta klukkustundir. Jafnframt er miðað við að starfsfólk standi ekki fleiri en þrjár næturvaktir á viku, helst bara tvær.

Meirihluti starfsfólks í vaktavinnu hefur almennt kosið að vera í hlutastarfi en valið er einnig mjög kynjað. Stóru kvennastéttirnar hafa að jafnaði kosið að vera í hlutastörfum vegna þess hve þung störfin eru en sömuleiðis vegna krafna um samþættingu vinnu og einkalífs. Aftur á móti hafa karlastéttirnar almennt unnið rúmlega fullt starf. Þannig myndast mikill munur á vinnutíma og þar með launum kvenna og karla sem ýtir undir launamun kynjanna. Meðal markmiða Betri vinnutíma var að vinna gegn þessu og stuðla að aukningu á starfshlutfalli þeirra sem voru í hlutastarfi. Það markmið hefur gengið eftir sem felur í sér að laun stórra kvennastétta hafa hækkað þar sem þær vinna jafn mikið og fyrir kerfisbreytingarnar. Það er í raun ótrúlegt að þessar breytingar hafi ekki átt sér stað mun fyrr út frá augljósum gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og atvinnurekenda, því mun minni kostnaður atvinnurekenda felst í styttri vinnuviku hjá starfsfólki sem vinnur jafn mikið og áður en hækkar starfshlutfall sitt en þeim sem vinna fullt starf.

Varðandi upplifun vaktavinnufólks af breytingum verður ekki litið fram hjá því að þegar samið var um styttri vinnuviku höfðu aðhaldsaðgerðir og niðurskurður síðustu áratuga haft verulega skaðleg áhrif á starfsumhverfi vaktavinnufólks og líðan starfi. Afleiðingar þessa eru skortur á starfsfólki, óhóflegt álag og mikil starfsmannavelta. Í ofanálag jókst gífurlega álag á starfsfólk almannaþjónustunnar vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar sem hefur á heimsvísu leitt til krafna um verulegar breytingar á starfsumhverfi og að mörg hafa velt því fyrir sér að finna annað og álagsminna starf. Þetta hefur ótvírætt haft áhrif á upplifun starfsfólks af breytingu á vinnutíma því að breytingin kallaði á aukinn mannskap. Mikið álag á stjórnendum margra starfseininga á innleiðingartímanum veldur því að þeim hefur gengið illa að fóta sig í nýju vaktaumhverfi og ná þeim markmiðum sem voru höfð að leiðarljósi við kerfisbreytinguna, sem eru jafnvægi vinnu og einkalífs, öryggi og heilsa. Þannig er enn þörf á auknum stuðningi við stjórnendur, fræðslu um skipulag vaktavinnu og hvernig megi vinna betur að því að ná fram þessum markmiðum breytinganna. Hins vegar sýnir reynslan að styttri vinnuvika er að ná markmiðum sínum og er í samræmi við áætlaðan kostnað þar sem mönnun er í jafnvægi og stjórnendur hafa þá þekkingu og bjargir sem þarf til að innleiða breytingarnar. Það sýnir að kerfisbreytingin gengur upp á öllum þessum ólíku vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga.

Í komandi kjarasamningum verður áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi.

Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags.

Lesa meira

Eigi leið þú oss í freistni

Ingólfur Sverrisson skrifar

Lesa meira

Við þurfum frk Ragnheiði á Akureyri

Verkefni frk Ragnheiðar á Akureyri, er merkilegt fyrir margra hluta sakir og er það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið er vægast sagt aðdáunarvert. Frú Ragnheiður á Akureyri, er skaðaminnkandi verkefni á vegum Eyjafjarðardeildar Rauða Krossins á Akureyri, sem hefur verið starfrækt í bænum frá árinu 2018. Verkefnið miðar að þjónustu við einstaklinga með erfiðan fíknivanda og veitir þeim, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Unnið er samkvæmt hugmyndum um skaðaminnkun sem snýst m.a. um að draga úr jaðarsetningu þeirra sem glíma við erfiðan fíknisjúkdóm. Skjólstæðingar frk Ragnheiðar á Akureyri voru fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs 32 talsins, komur í bíl Frú Ragnheiðar eru orðnar 262 á sama tíma.

Lesa meira

Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir  skrifar

Lesa meira