Pistlar

Danskur farkennari, stuðningur við dönskukennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

SFF - Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu NÝ TEGUND SVIKA

Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin. 

Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.  

Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik. 

Lesa meira

Fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. 

Lesa meira

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Lesa meira

Danskan á undir högg að sækja

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna

Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar

Lesa meira

Hver er Akureyri framtíðar?

Akureyri er blómlegur bær, með öll lífsins gæði; er mikilvæg miðstöð þjónustu og skýr valkostur fyrir þau okkar sem vilja búa í þægilegu borgarumhverfi á þessu landshorni frekar en öðru. Þannig viljum við örugglega öll hafa það og á þeim forsendum viljum við, held ég flest, að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna. En hvað þarf til, og hvað getur komið í veg fyrir að bærinn sé og verði besta útgáfan af sjálfum sér?

Lesa meira

Fréttatilkynning – Sniðgangan 14. september 2024

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna.

Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 16. september.

Lesa meira

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Svo læra börnin....

Það er ekki sjálfgefið að samfélagsumræða sem fram fer í kjölfar áfalla eða voðaverka leiði til farsællar niðurstöðu. Það getur verið erfitt að nálgast málefni af yfirvegun þegar hugurinn sveiflast milli sorgar, ótta og reiði. Og því miður sýnist mér að umræðan sem farin er af stað um vopnaburð barna eigi nokkuð í land með að verða þannig að líklegt sé að niðurstaða hennar verði farsæl.  Mér sýnist kveða við kunnuglegan tón harðari viðurlaga, öflugra eftirlits og inngripa í friðhelgi einkalífs barna eða mokstur á nöfnum barna inn á biðlista heilbrigðiskerfisins þar sem þau bíða árum saman eftir þjónustu sem ekki er til.

Lesa meira

Tungumálakennsla er sértæk kennsla

Margir faglegir leiðtogar skóla líta ekki á tungumálanám sem sértækt nám. Þeir búa ekki vel að tungumálakennslu í þeim skólum sem þeir fara fyrir. Samt skipta tungumál miklu máli á komandi árum fyrir nemendur.

 

Lesa meira

Grunnskólarnir okkar allra

Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum.

Lesa meira

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Að undanförnu hefur því verið haldið fram af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar að sveitarfélagið hlunnfari fjölskyldufólk. Því fer fjarri. Staðreyndin er sú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrá og afsláttarkjörum í leik-og grunnskólum sveitarfélagsins hafa orðið til þess að tekjulágt fjölskyldufólk ætti að hafa töluvert meira á milli handanna en áður var. Enn fremur hefur verið samþykkt að lækka þær gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmum hópum frá 1. september nk. eins og samkomulag við sveitarfélögin kvað á um í tengslum við kjarasamninga og alltaf stóð til að gera. Allt tal um að sveitarfélagið hafi ekki ætlað að taka þátt í því verkefni eru orðin tóm og beinlínis rangfærslur sem líklega er ætlað að slá nokkrar pólitískar keilur.  

Lesa meira

Ísland undir vopnum

Fyrir rúmu ári hóf ég störf sem lögmaður aftur eftir um 8 ára hlé. Áður hafði ég starfað við lögmennsku í Reykjavík en á að auki að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni á Akureyri. Mér er illa brugðið vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samfélaginu á undanförnum árum. Þær breytingar minntu harkalega á sig þegar barn gerði vopnaða árás á önnur börn á Menningarnótt í Reykjavík svo að eitt þeirra berst fyrir nú fyrir lífi sínu. Persónulegt og samfélagslegt tjón af slíkum atburði verður aldrei bætt.

Lesa meira

Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við vegna stóraukinnar netsölu áfengis

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum:

  • Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl.
  • Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
  • Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.
  • Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

 

Lesa meira

Viltu úthluta milljarði?

Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 m.kr árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.



[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.

Lesa meira

Heilsugæsla á Akureyri

Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og bæta aðgengi heilsugæslu á Akureyri sem og efla heilsugæslur á landinu öllu sem fyrsta viðkomustað. Breytingar hafa orðið á skipulagi heilsugæslna til að mæta einstaklingum með betri hætti en starf heimilislækna er fjölbreytt, samskiptafjöldi mikill og vinna utan dagvinnutíma töluverð.

Lesa meira

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa?

Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa

Lesa meira

Gagnrýnin umræða og eftirlit með stjórnvöldum er eitt af einkennum heilbrigðs lýðræðissamfélags

Anna Júlíusdóttir formaður Einingar Iðju skrifar

Lesa meira

Ósanngjörn kerfisbreyting í leikskólamálum Akureyrar: Tekjulægstu fjölskyldurnar bera þyngstu byrðarnar

Kæru Akureyringar,

Sem formaður Einingar-Iðju sé ég mig knúna til að vekja athygli á alvarlegu máli. Nýlega voru samþykktar breytingar á leikskólagjöldum sem munu hafa veruleg áhrif á fjárhag margra barnafjölskyldna á Akureyri, sérstaklega þeirra tekjulægstu. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. september næstkomandi.

Lesa meira

„Hæ ástin, þarf að milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.

Lesa meira

Háskólahátíð 2024 ÁVARP REKTORS, EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR

Kæru kandídatar, starfsfólk Háskólans á Akureyri og allir góðir gestir.

Það er mér mikill heiður að standa hér í dag og ávarpa ykkur á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri árið 2024. Hér fögnum við ykkur og ykkar árangri en ekki síður fögnum við háskólasamfélaginu við HA í heild sinni því þetta er svo sannarlega uppskeruhátíð fyrir skólann og reyndar Ísland allt. Að þessu sinni erum við að brautskrá yfir 540 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi af tveimur meginfræðasviðu

Lesa meira

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju.

Lesa meira

Opið bréf til sveitarstjórnar Norðurþings vegna lokunar sundlaugarinnar í Lundi

Það er leitt að þurfa að gagnrýna vini sína en nú get ég ekki orða bundist.

Á fundi byggðaráðs Norðurþings sem haldinn var 23.maí sl. var samþykkt að loka sundlauginni í Lundi þar sem byggðaráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs: “Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu“
Byggðarráð treystir sé ekki í að fara í frekara viðhald en mér vitanlega hefur ekki nein úttekt á ástandi laugarinnar farið fram. Ýmist er bent á lélegt burðarvirki, erfitt að fá varahluti og svo það að ekki fáist starfsfólk. Varðandi burðarvirkið, er það eflaust ekki eins og það var þegar laugin var byggð en óhugsandi er að það sé talið hættulegt þar sem nemendum Öxarfjarðarskóla var kennt í lauginni í vor. Varðandi varahluti, hefur enginn getað upplýst hvaða varahluti er erfitt að fá, enda var búnaðurinn endurnýjaður árið 2003 þannig að ekki er um gamlan búnað að ræða.

Lesa meira

Enginn veit hvað átt hefur...

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál 

Lesa meira