Pistlar

Ungt fólk er ekki bara framtíðin

Bergdís Björk Jóhannsdóttir skrifar

Lesa meira

Lýðheilsa landans – vangaveltur íþrótta- og heilsufræðings til framtíðar

Ísak Már Aðalsteinsson skrifar

Lesa meira

Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili?

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Lesa meira

Gerum betur í umhverfis- og loftslagsmálum - fyrir okkur öll!

Það er sannarlega margt sem við Akureyringar getum verið stolt af þegar kemur að umhverfismálum. Við erum til að mynda í fararbroddi þegar kemur að flokkun sorps og nýtingu þeirra auðlinda sem í þeim felast. Þá var nýverið samþykkt ný umhverfis- og loftslagsstefna sveitarfélagsins sem er sannarlega fagnaðarefni. Við í Samfylkingunni ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur á næsta kjörtímabili.

Lesa meira

Aldey, oddviti V-listans svarar spurningum framkvæmdastjóra Völsungs

Aldey Unnar Traustadóttir skrifar

Lesa meira

Fjölskylduvænna samfélag

Arna Ýr Arnarsdóttir skrifar

Lesa meira

Að smala köttum

Barnsleg gleði hríslaðist um bæjarfulltrúa Akureyrar þegar ákveðið var að mynda einn meirihluta í bæjarstjórn og útrýma allri andstöðu innan þess viðkvæma hóps. Gleðilætin rötuðu alla leið í þátt Gísla Marteins í sjónvarpinu þegar Hilda Jana kom þar fram og útmálaði hvílík snilld þarna hefði verið sett á svið og gerði grín að þeim sem efuðumst um hana.  Sjálfur greiddi ég atkvæði í mínum flokki á móti þessari ákvörðun því ég óttaðist að þar með myndu bæjarfulltrúar renna saman í einangraða heild sem forðaðist enn frekar að hafa samband við bæjarbúa til að spilla ekki heimilisfriðinum og þeirri værð og þeim þægindum sem honum fylgir jafnan.

Ekki verður annað sagt en að reynslan hafi sýnt að þessi ótti minn hafi verið á rökum reistur. Nægir að vitna til skrifa minna á þessum vettvangi í síðustu viku þar sem rakin voru dæmi um algjöra þögn bæjarfulltrúa gagnvart bæjarbúum jafnvel þó þeir hafi hvað eftir annað spurt uppbyggilegra spurninga opinberlega um málefni sem skiptu bæjarbúa miklu.  Þeim hefur aldrei verið svarað síðustu mánuði enda bæjarfulltrúar búnir að loka sig algjörlega inni í sinni býkúpu og hlusta eingöngu á suðið þar inni. Þetta hafa bæjarbúar skynjað og spyrja sig eðlilega hvað sé að gerast í okkar eigin bæjarstjórn.  Þetta ágæta fólk á því töluvert erfitt með að ákveða hvað það á að kjósa á laugardaginn enda sýnast flest framboðin vera sami grauturinn í sömu sameiginlegu skálinni.

Lesa meira

Stöndum vörð um velferð allra

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Lesa meira

Það er gott að búa í Norðurþingi

Reynir Ingi Reinhardsson skrifar

Lesa meira

Félagsþjónusta í Norðurþingi

Rebekka Ásgeirsdóttir skrifar

Lesa meira