Pistlar

Störf án staðsetningar - Tækifæri fyrir Norðurþing

Þrátt fyrir miklar áskoranir og alvarlegar afleiðingar færði kórónaveirufaraldurinn okkur líka mörg ný tækifæri. Þessi tækfæri ákváðum við hjónin að grípa og láta drauminn rætast um að búa í sveit með því að taka að okkur störf án staðsetningar. Eflaust megum við teljast heppin að geta flutt störfin með okkur, en að mínu mati geta ansi margir á vinnumarkaðinum gert slíkt hið sama og tekið starfið með sér hvert á land og hvert í heim sem er.

En af hverju völdum við í Norðurþing? Tækifærið kom upp í hendurnar á okkur og þar sem ég gat flutt starfið með mér var þetta aldrei spurning, enda sjáum við fjölmörg tækifæri í þessu sveitarfélagi sem er svo skemmtilega fjölbreytt með þéttbýliskjörnum sínum í bland við blómlegar sveitirnar. Það er líka svo gott að flytja heim aftur.

Aldrei fyrr hafa verið jafn mikilvæg tækifæri fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni að laða til sín nýja íbúa sem geta flutt með fjölskylduna í barnvæn smærri samfélög og flutt starfið með sér í leiðinni. Fólk þarf ekki lengur að bíða eftir atvinnutækifæri til að geta flutt út á land heldur er mögulegt að óska eftir því að flytja atvinnuna með sér.

Þá er það okkar sem sækjumst eftir því að þjóna samfélaginu með setu í sveitarstjórn að gera sveitarfélagið okkar að aðlaðandi kosti fyrir þennan nýja hóp sem mun á næstu árum nýta sér tækifærið sem ég er að gera einmitt núna.

En hvernig löðum við þennan nýja hóp að Norðurþingi? Haga þarf skipulagsmálum sveitarfélagsins þannig að framboð lóða og húsnæðis sé í takt við bjartsýna framtíðarsýn hvað varðar íbúaþróun. Tryggja þarf góða grunnþjónustu við þann fjölbreytta hóp nýrra íbúa sem munu kjósa Norðurþing til framtíðarbúsetu, ekki síst ef um er að ræða íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir því þegar við erum að horfa til starfa án staðsetningar þá er heimurinn allur undir. Við getum markaðssett sveitarfélagið með þennan hóp í huga og orðið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd.

Til þess að framtíðarsýn sem þessi megi rætast þurfum við að vinna saman, öll sem eitt, við að skapa aðlaðandi sveitarfélag. Best væri að allir bæjarfulltrúarnir níu myndu starfa saman af virðingu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum.

Soffía Gísladóttir, íbúi í Kelduhverfi sem skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.

Lesa meira

Samvinnu í sveitarstjórn

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

 

Seta í sveitarstjórn er fjölbreytilegt starf, bæði krefjandi og spennandi. Fulltrúi í sveitarstjórn er hluti af æðsta stjórnvaldi sveitarfélags og tekur þátt í ákvörðunartöku um öll helstu mál sem varða sveitarfélagið. Það er spennandi að fá tækifæri til að móta umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórn...

 

Lesa meira

Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi

Helgi Héðinsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifa

 

Lesa meira

Framsókn í verðmætasköpun

Kröftugt atvinnulíf er forsenda þess að við eflum okkar bæ, löðum að nýja íbúa og tryggjum að unga fólkið okkar geti snúið heim aftur eftir nám. Við í Framsókn leggjum áherslu á gott samstarf við atvinnulífið og að við tölum okkur upp sem öflugt atvinnusvæði. 

Lesa meira

Skilum góðu búi

Á fundi bæjarráðs í morgun var lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 og verður reikningurinn tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku.

Óhætt er að segja að rekstrarniðurstaða ársins hafi farið fram úr björtustu vonum en mikill viðsnúningur varð á rekstri og var samstæða Akureyrarbæjar rekin með 752 milljón króna tekjuafgangi samanborið við ríflega 1.611 milljón króna rekstrarhalla í árinu 2020. 

Árangur náðist með samvinnu

Í september 2020 tóku allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn ákvörðun um að vinna saman í því flókna verkefni sem við stóðum frammi fyrir vegna áhrifa Covid.  Óvissa í rekstri var algjör á þeim tíma, bæði þegar horft var til tekna og gjalda, miklar hækkanir voru á launum vegna kjarasamninga og fyrir lá að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir m.a. til að draga úr rekstrargjöldum en á sama tíma að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá var ljóst að mikill rekstrarhalli  yrði á árinu 2020 og þörf var á auknum lántökum til að standa undir framkvæmdum. 

Fjárhagsáætlun ársins 2021 tók því mið af þessu ástandi sem ríkti síðla árs 2020.  Lögð var rík áhersla á hagræði í rekstri auk þess sem tekjuspá var varfærin þar sem mikil óvissa var um þróun útsvarstekna.  Mitt í þessum ólgusjó stóðum við líka frammi fyrir því að fylgja eftir ákvörðun okkar um að skila rekstri Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins.  Sú ákvörðun var ekki auðveld og nokkuð umdeild í samfélaginu en sameinuð bæjarstjórn stóð í lappirnar og má glöggt sjá jákvæð áhrif af þeirri ákvörðun í rekstri ársins 2021.

Strax í upphafi árs 2021 lá fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til skiluðu árangur og útsvarstekjur skiluðu sér mun betur en ráð var fyrir gert.  Þrátt fyrir að ljóst væri að tekjur sveitarfélagsins yrðu mun hærri á árinu 2021, en áætlanir gerðu ráð fyrir, var algjör samstaða innan bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri vegferð sem að var stefnt.

Lesa meira

Ég er jafnaðarmaður

Hvað þýðir það?

Lesa meira

Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fólki á öllum aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára háskólanám og kennt við Háskóla Íslands. Námið byggir á félagslegum skilningi á fötlun, margbreytileika og óendanlegu verðmæti hverrar manneskju. Meðal viðfangsefna í náminu eru: Þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, þroskasálfræði, siðfræði, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldur og samvinna, forysta og heildræn þjónusta og mannréttindi.

Lesa meira

Íslenska veðráttan...

...er svolítið eins og íslenska bjartsýnin. Óbilandi og óútreiknanleg

Lesa meira

„Aldrei hafði ég séð slíka dýrð, mig svimaði hreinlega – þvílíkt hús, þvílíkur geimur“

Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa. 

Lesa meira

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.

Lesa meira