Pistlar

Ísland undir vopnum

Fyrir rúmu ári hóf ég störf sem lögmaður aftur eftir um 8 ára hlé. Áður hafði ég starfað við lögmennsku í Reykjavík en á að auki að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni á Akureyri. Mér er illa brugðið vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samfélaginu á undanförnum árum. Þær breytingar minntu harkalega á sig þegar barn gerði vopnaða árás á önnur börn á Menningarnótt í Reykjavík svo að eitt þeirra berst fyrir nú fyrir lífi sínu. Persónulegt og samfélagslegt tjón af slíkum atburði verður aldrei bætt.

Lesa meira

Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við vegna stóraukinnar netsölu áfengis

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum:

  • Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl.
  • Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
  • Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.
  • Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

 

Lesa meira

Viltu úthluta milljarði?

Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 m.kr árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.



[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.

Lesa meira

Heilsugæsla á Akureyri

Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og bæta aðgengi heilsugæslu á Akureyri sem og efla heilsugæslur á landinu öllu sem fyrsta viðkomustað. Breytingar hafa orðið á skipulagi heilsugæslna til að mæta einstaklingum með betri hætti en starf heimilislækna er fjölbreytt, samskiptafjöldi mikill og vinna utan dagvinnutíma töluverð.

Lesa meira

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa?

Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa

Lesa meira

Gagnrýnin umræða og eftirlit með stjórnvöldum er eitt af einkennum heilbrigðs lýðræðissamfélags

Anna Júlíusdóttir formaður Einingar Iðju skrifar

Lesa meira

Ósanngjörn kerfisbreyting í leikskólamálum Akureyrar: Tekjulægstu fjölskyldurnar bera þyngstu byrðarnar

Kæru Akureyringar,

Sem formaður Einingar-Iðju sé ég mig knúna til að vekja athygli á alvarlegu máli. Nýlega voru samþykktar breytingar á leikskólagjöldum sem munu hafa veruleg áhrif á fjárhag margra barnafjölskyldna á Akureyri, sérstaklega þeirra tekjulægstu. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. september næstkomandi.

Lesa meira

„Hæ ástin, þarf að milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.

Lesa meira

Háskólahátíð 2024 ÁVARP REKTORS, EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR

Kæru kandídatar, starfsfólk Háskólans á Akureyri og allir góðir gestir.

Það er mér mikill heiður að standa hér í dag og ávarpa ykkur á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri árið 2024. Hér fögnum við ykkur og ykkar árangri en ekki síður fögnum við háskólasamfélaginu við HA í heild sinni því þetta er svo sannarlega uppskeruhátíð fyrir skólann og reyndar Ísland allt. Að þessu sinni erum við að brautskrá yfir 540 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi af tveimur meginfræðasviðu

Lesa meira

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju.

Lesa meira

Opið bréf til sveitarstjórnar Norðurþings vegna lokunar sundlaugarinnar í Lundi

Það er leitt að þurfa að gagnrýna vini sína en nú get ég ekki orða bundist.

Á fundi byggðaráðs Norðurþings sem haldinn var 23.maí sl. var samþykkt að loka sundlauginni í Lundi þar sem byggðaráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs: “Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu“
Byggðarráð treystir sé ekki í að fara í frekara viðhald en mér vitanlega hefur ekki nein úttekt á ástandi laugarinnar farið fram. Ýmist er bent á lélegt burðarvirki, erfitt að fá varahluti og svo það að ekki fáist starfsfólk. Varðandi burðarvirkið, er það eflaust ekki eins og það var þegar laugin var byggð en óhugsandi er að það sé talið hættulegt þar sem nemendum Öxarfjarðarskóla var kennt í lauginni í vor. Varðandi varahluti, hefur enginn getað upplýst hvaða varahluti er erfitt að fá, enda var búnaðurinn endurnýjaður árið 2003 þannig að ekki er um gamlan búnað að ræða.

Lesa meira

Enginn veit hvað átt hefur...

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál 

Lesa meira

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira

Tæplega 14% hækkun á flugfargjöldum innanlands milli mánaða

Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.

Lesa meira

Það eina örugga í lífinu

Síðustu misseri hafa verið fréttir af rekstrarvanda líkhúsa á Íslandi. Það er morgunljóst að skýra þarf frekar stöðu þeirra hér á landi og hvernig rekstri þeirra verði best háttað til framtíðar. Móta þarf stefnu og skilgreina hver ber ábyrgð á látnum einstaklingi frá dánarvottorði til greftrunar í kirkjugarði og heimila líkhúsum gjaldtöku. En það er ekki einungis rekstrarvandi líkhúsa sem þarf að greina og finna framtíðarlausn á, við þurfum einnig að huga að með hvaða hætti sé best að koma okkur öllum fyrir til eilífðarnóns.

Lesa meira

Þingmenn opnið augun ¬og finnið kjarkinn

Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. 

Lesa meira

Útibú í lófanum

„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út  eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“

Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.

Lesa meira

Takmörkuð gæði í geðheimum Akureyrar

Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru  víða. 

Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira

Sjálfstæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um "græna" orku.

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira