
Í verkfalli
Jæja þá eru ég og starfsfélagar mínir komin í verkfall! Í fyrsta sinn er ég í verkfalli sem leikskólakennari. Ég fór í verkfall sem grunnskólakennari og hef bæði verið nemandi í framhaldsskóla þegar framhaldsskólakennarar fóru í verkföll og foreldri grunnskólabarns í verkfalli. Og svo hef ég upplifað mörg önnur verkföll. Verkföll eru ekki skemmtileg, þau eru ekki frí! Verkföll eru öllum erfið og það eru alltaf þolendur í verkföllum. Enginn fer í verkfall ,, af því bara.”