Pistlar

Ó­sann­gjörn byrði á lands­byggðar­fólk

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis og á að vera réttur allra landsmanna, óháð búsetu og efnahag. Þrátt fyrir að Ísland státi af öflugu heilbrigðiskerfi, standa íbúar landsbyggðarinnar enn frammi fyrir hindrunum sem borgarbúar þurfa ekki að takast á við. Ein af þessum hindrunum er ferðakostnaður við að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Sú staðreynd að ferðum einstaklinga hefur verið fjölgað úr tveimur í fjórar á síðasta kjörtímabili er mikið fagnaðarskref, en enn er verk að vinna til að tryggja raunverulegt jafnrétti í aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Er þeim drullusama um kennara??

Í síðustu viku 13. febrúar birtist yfirlýsing frá Akureyrarbæ á, heimasíðu bæjarins, þar sem Akureyrarbær firrir sig allri ábyrgð á kjarasamningum og kjarasamningsviðræðum við kennara.

Lesa meira

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?

Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er  ,,Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum." Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir:  ,,Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.”

 

Lesa meira

Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er  11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.

Lesa meira

Haltu kjafti!

Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins.

 

Lesa meira

Þarf að vinna í samböndum?

Parsambönd eru merkileg, ólíkar manneskjur með ólíkan bakgrunn, áhugamál, skoðanir og tilfinningar finna merkingu í einhverju sameiginlegu og ákveða að eyða lífinu saman. Þó það sé ekki alltaf svo að parsamband endist lífið á enda þá einhvers staðar í byrjun sambandsins myndast rót og hugmyndir að framtíðarsýn. Framtíð sem inniheldur þessa nýju og spennandi manneskju. Parsambönd geta verið falleg, heilbrigð og uppbyggileg. Þau geta hins vegar líka verð erfið, stormasöm og leiðinleg. Það er eðlilegt að fólk í parsamböndum upplifi hvoru tveggja, fegurð og erfiðleika. Það er ekki endilega annað hvort eða. Í erfiðleikum getur falist tækifæri til þess að vinna saman í lausnaleit, ná dýpri tengingu og hlúa að því sem skiptir máli.

 

Lesa meira

Frá sveitaþorpinu Gurb til Akureyrar og að lokum Brussel

Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Í verkfalli

Jæja þá eru ég og starfsfélagar mínir komin í verkfall! Í fyrsta sinn er ég í verkfalli sem leikskólakennari. Ég fór í verkfall sem grunnskólakennari og hef bæði verið nemandi í framhaldsskóla þegar framhaldsskólakennarar fóru í verkföll og foreldri grunnskólabarns í verkfalli. Og svo hef ég upplifað mörg önnur verkföll. Verkföll eru ekki skemmtileg, þau eru ekki frí! Verkföll eru öllum erfið og það eru alltaf þolendur í verkföllum. Enginn fer í verkfall ,, af því bara.” 

 

Lesa meira

Vakniði!

Reinhard Reynisson skrifar

Lesa meira

Skref í baráttunni gegn sjálfsvígum og dauðsföllum vegna óhappaeitrana

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári. Þetta eru staðreyndir sem kalla á aðgerðir. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur, vini og samfélagið í heild.

Lesa meira

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

 

Akureyri er blómlegur bær með fjölbreytt atvinnulíf. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og framfarir er nauðsynlegt að sveitarfélagið og atvinnulífið eigi virkt samtal. Það hefur verið okkur bæjarfulltrúum Framsóknar á Akureyri keppikefli að finna þessu samtali fastmótaðan farveg. Nýboðað fyrirtækjaþing, sem verður haldið í Hofi 13. febrúar næstkomandi, er góð byrjun á þeirri vegferð. Skráningu lýkur núna 6. febrúar og ég vil hvetja alla stjórnendur fyrirtækja, af öllum stærðargráðum, til að taka þátt og skrá sig.

Lesa meira

Opið bréf til samgönguráðherra Eyjólfs Ármannssonar

Samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson var alsæll á dögunum þegar hann tók fyrstu skóflustunguna vegna landfyllinga nýrrar Fossvogsbrúar. Fyrirhugað er að brúin rísi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, einni af lífæð samfélagsins.

Lesa meira

Fjármálaþjónusta framtíðarinnar - 30. janúar | SFF

Beint streymi verður frá ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Fjártækniklasanum, sem haldin verður í Hörpu, á morgun fimmtudag 30. janúar, frá 13.30-16.00.

Lesa meira

Sjálfsrækt til kulnunar

Í framhaldi af pistli síðustu viku um brjálæðisleg áramótaheit er ekki úr vegi að kafa aðeins í eina af nýjustu tískubylgjum okkar Íslendinga, sem er sjálfsrækt, en hana virðumst við taka alla leið og mögulega eitthvað lengra.

Lesa meira

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Okkur berst til eyrna að loka eigi annarri af tveimur eftirstandandi flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Veruleg skerðing, með öðrum orðum, á bæði flugöryggi og nýtingarmöguleikum flugvallarins. Á sama tíma heyrum við að vel gæti þurft að loka hinni brautinni - í lengri eða skemmri tíma - meðan unnið er að uppbyggingu nýrrar brúar yfir Fossvoginn. Af hverju er það svo, að við þurfum trekk í trekk að minna á þá staðreynd að flugsamgöngur til og frá höfuðborgarinnar eru hryggjarstykkið í byggðaþróun og byggðastefnu landsins?

Lesa meira

Fáránleiki nýja ársins

Egill P. Egilsson skrifar um afneitun lífsins nautna 

 

Lesa meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa.

Lesa meira

Í upphaf árs; samfélag tækifæra

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

 

 

Lesa meira

Hér er kona, um konu…

Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr.

Lesa meira

„Hvað boðar nýárs blessuð sól“

Kæru íbúar – gleðilegt ár!

Um áramót gefst tími til að líta baka yfir liðið ár, þau tækifæri og áskoranir sem það færði okkur bæði í leik og starfi, sem og til nýrra og spennandi viðfangsefna sem nýja árið á eftir að færa okkur.

Lesa meira

Nýársávarp bæjarstjórans á Akureyri

Á dimmasta tíma ársins, um jól og áramót, lýsum við Íslendingar upp umhverfi okkar og viljum eiga góðar stundir með okkar nánustu. Þannig spornum við gegn myrkrinu og lýsum upp skammdegið í fullvissu um að bráðum birti til með betri tíð og blóm í haga.

Lesa meira

Nýársávarp 1. janúar 2025 Katrín Sigurjónsdóttir

Enn er liðinn einn dagur

Og brátt annar tekur við

Sitjum hér, hlið við hlið

Horfum veginn fram á við

 

Þetta er kvöld til að þakka

Fyrir það sem liðið er

Allt það besta í þér

Sem þú gefið hefur mér

Gleðilegt ár.

 

Lesa meira

Áramótapistill framkvæmdstjóra SSNE

Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Við hófum mánuðinn á rafrænni úthlutunarhátíð en þar voru kynnt þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Það var óvenju mikil fjölbreytni í umsóknum þessa árs og ljóst að mikil gróska er á Norðurlandi eystra í öllum geirum atvinnulífs og menningar – gróska sem er að skila sér í öflugum verkefnum sem efla landshlutann okkar.

Lesa meira

Hjálpræðisherinn -Von og hlýja á jólunum fyrir þá sem þurfa mest á því að halda

Jólahátíðin er tími gleði, samveru og gjafa fyrir flesta, en fyrir aðra er hún áminning um erfiðar aðstæður. Fátækt, einmanaleiki og óöryggi eru veruleiki margra á þessum árstíma. Fyrir þá sem glíma við slíkar áskoranir hefur Hjálpræðisherinn staðið sem fastur punktur í mörg ár. Með hjálp sinni gefur Hjálpræðisherinn fólki ekki aðeins lífsnauðsynjar heldur einnig von og hlýju, eitthvað sem getur breytt öllu á hátíð sem snýst um kærleika og samkennd.

Lesa meira

Jólaminningar

Í æskuminningunni var alltaf snjór um jólin. Í jólagjafaleit var farið í Kaupfélag Þingeyinga, en einnig í búðir sem háðu samkeppni við kaupfélagið, Bókabúðina, Skóbúðina og Lenubúð. Þar var allt til alls.

Lesa meira

Jólahugvekja - Máttur trausts, einlægni og kærleika.

Það er komið að því. Undanfarnar vikur höfum við leyft okkur að undirbúa jólin, og undirbúa okkur sjálf undir jólin. Einhver okkar hafa látið jólalögin koma sér í rétta skapið, eða lagt sig fram um að umbera þau. Ég og fleiri tókum þátt í Whamageddon, reyndum að lifa aðventuna af án þess að heyra Last Christmas með gæðadrengjunum í Wham. Ég tórði ekki lengi en það er í lagi, þeir eru ágætir.

Lesa meira

Jólaró

Nú styttist heldur betur í jólin.

Lesa meira