
Vor í Norðurþingi
Í sveitarfélaginu Norðurþingi hefur árið farið vel af stað. Það hefur verið mikið að gera á framkvæmdasviðinu en stærsta framkvæmdaverkefni ársins verður bygging Frístundar og félagsmiðstöðvar.
Í sveitarfélaginu Norðurþingi hefur árið farið vel af stað. Það hefur verið mikið að gera á framkvæmdasviðinu en stærsta framkvæmdaverkefni ársins verður bygging Frístundar og félagsmiðstöðvar.
Ég vil byrja á því að viðurkenna staðreynd sem ekki er hægt að neita:
Akureyrarbær er, þegar horft er á niðurstöðu nýs ársreiknings, í tiltölulega góðri fjárhagslegri stöðu.
Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða.
Þegar ég fylgist með samtölum manna á meðal og umfjöllun fjölmiðla um málefni samfélagsins get ég ekki varist þeirri hugsun að við Íslendingar höfum umtalsvert svigrúm til framfara hvað hvað varðar samskipti siðaðra manna.
„Í stuttu máli geta börn stundað heimspeki en það fer vissulega eftir því hvernig hugtakið heimspeki er skilgreint,“ segir Ingi Jóhann Friðjónsson aðstoðarleikskólastjóri, sem rannsakar notkun heimspeki í leikskólum.
Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri.
Nemendur við Menntaskólann á Akureyri heimsótti Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í vikunni til að taka þátt í verkefninu Gefum íslensku séns, þar sem markmiðið er að æfa sig að tala íslensku sem annað mál.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg hans pistil sem vakið mikla hefur athygli, vefurinn fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta skrif hans.
Þegar ég var ungur var þessarar spurningar um orminn langa oft spurt þegar einhver hafði reynt að telja öðrum trú um að einhvers væri að vænta sem aðrir töldu ósennilegt eða fráleitt. Hún fellur sérlega vel að umfjöllunarefni þessarar greinar.
„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda.
Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug.
Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið.
Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.
Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi.
Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.
En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.
Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi.
Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi myndu einangrast frekar hratt ef ekki kæmu reglulega fréttir af erlendum rannsóknum og þróunarverkefnum sem snúa að því að bæta skólastarf. Evrópusamstarf hefur veitt íslenskum skólum og kennurum dýrmæt tækifæri til að kynnast öðrum aðferðum, öðru sjónarhorni og víkka sjóndeildarhring sinn – bæði faglega og menningarlega.
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hans er með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafa rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Romain Chuffart er Nansen prófessor í heimskautafræðum.
Háskólinn á Akureyri (HA) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), Akureyrarbæ og Kennarasamband Íslands (KÍ) bjóða til Ráðstefnu um gæði kennslu.
„Það er ótrúlega auðgandi og fjölbreytt upplifun að stunda nám í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Ég hef haft tækifæri til að rannsaka flókin mál tengd umhverfisrétti, stefnumótun og stjórnsýslu í samhengi við heimskautasvæðin,“ segir Anna Christin Lauenburger, stúdent í Heimskautarétti við Lagadeild skólans.
Hvaða tilfinningu viljum við hafa fyrir bænum okkar? Hverju erum við tilbúinn að fórna í þjónustu við allt um lykjandi stefnu nútímans um þéttingu byggðar? Er ásættanlegt að jafnvel gjörbreyta ásýnd einstakra hverfa svo koma megi þar fyrir fleiri íbúðum? Og hvað um herfræðina gegn einkabílnum sem byggir á þeirri fyrir fram gefnu forsendu að mikilvægi hans í daglegu lífi borgarans fari senn mjög þverrandi?
Uppbygging hjúkrunarheimila hefur verið eitt brýnasta verkefnið í íslensku velferðarkerfi undanfarin ár. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar vex þörfin fyrir hjúkrunarrými hratt, en framkvæmdin hefur því miður reynst hæg. Framkvæmdaáætlun til ársins 2028 var lögð fram af fyrri ríkisstjórn með það að markmiði að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum, strax á þessu ári. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við vaknar spurningin hvort þau muni fylgja þeirri stefnu og tryggja framgang verkefnisins eða gera breytingar á fyrirkomulaginu.
Baráttuhópur fyrir Húsavíkurflugi (sem samanstendur af fulltrúum Norðurþings, Þingeyjarsveitar, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, atvinnufyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, HSN í Þingeyjarsýslum, SSNE og Húsavíkurstofu) skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra að tryggja áfram fjármuni á fjárlögum til farþega- og sjúkraflugs um Húsavíkurflugvöll.
Við teljum mjög mikilvægt að haldið sé úti öflugum flugsamgöngum allt árið og að samlegðaráhrif geti verið með öðru innanlandsflugi á Íslandi, m.a. m.t.t. stærðar þeirra flugvéla sem nýttar eru í flugið.
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni.