Erum hætt að deyja ung!
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.