
Gleðilega bruna- og svikalausa aðventu og jól
Aðventan er vissulega einn skemmtilegasti tími ársins. Tími til að njóta með fjölskyldu og vinum. Svo rennir nýja árið í hlað með nýju upphafi. En hvorki slys, brunar né svik gera boð á undan sér.
Aðventan er vissulega einn skemmtilegasti tími ársins. Tími til að njóta með fjölskyldu og vinum. Svo rennir nýja árið í hlað með nýju upphafi. En hvorki slys, brunar né svik gera boð á undan sér.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sólrún Óladóttir, lektor og deildarforseti við Iðjuþjálfunarfræðideild er vísindamanneskjan að þessu sinni
Njáll Trausti Friðbertsson er í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í þeim tvísýnu þingkosningum sem framundan eru.
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg.
Það er áhugavert að heyra hvernig flestir stjórnmálamenn tala um „málefni ungs fólks“. Þeir setja mynd á Instagram um námslán eða halda málfund um fæðingarorlof. Kannski er þessi umfjöllun upplýsandi fyrir einhvern, en fyrir flestum sem tilheyra hópnum „ungt fólk“ eru hún frekar undarleg – vegna þess að hagsmunir ungs fólks afmarkast ekki við einstök loforð, þeir eru hagsmunir allra.
Þegar kosningabaráttan nær hámarki og fjöldi kjósenda er enn óákveðinn, er eðlilegt að spyrja sig: „Hvernig tek ég rétta ákvörðun á kjördag?“ Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á óljósum kosningaloforðum sem gætu aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir það þurfa stjórnmálaflokkar að kynna stefnu sína og sýna hvernig þeir vilja leiða þjóðina til betri vegar. En er það nóg? Er rétt að treysta eingöngu á kosningapróf eða stór loforð? Kannski er kominn tími til að horfa meira til fólksins sem við setjum í lykilstöður.
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða.
Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.
Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit.
Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.
Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.
Grunnstef Lýðræðisflokksins er gott samstarf við Nato sem er varnarbandalag og hefur verið hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands
Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir: „Verkviti er gert hátt undir höfði til þess að börn nái í síauknum mæli að tengja saman hug og hönd í skapandi umhverfi. Akureyrarbær hefur ríkan metnað til þess að í hverjum skóla starfi hæft og öflugt fólk og að eftirsóknarvert sé að starfa þar. Stuðningur skólayfirvalda við starfsþróun leikur þar stórt hlutverk“. Skipulag skóla gerir ráð fyrir samvinnu starfsfólks, sveigjanleika í skipulagi, teymiskennslu og samþættingu námsgreina“ (Menntastefna Akureyrarbæjar, 2020-2025).
Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.
Við erum tilbúin.
Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík. Í versta falli er afleiðingin sú að þau sem búa næst þjónustunni nýta hana umfram þörf og hin sem fjær búa minna en æskilegt væri. Hvoru tveggja er hættulegt og brýnt að rýna lög og hvort þeim er fylgt.
Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni.
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg.
Greinin er skrifuð í nafni Stangaveiðifélags Akureyrar, Stangaveiðifélagsins Flúða, Veiðifélags Fnjóskár, Veiðifélags Eyjafjarðarár, Veiðifélags Hörgár, Fiskirannsókna ehf, félagsskapar sem kallast Bleikjan - Styðjum stofninn, SUNN - Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, Landssambands veiðifélaga, NASF – Verndarsjóðs villtra laxastofna og Íslenska náttúruverndarsjóðsins – IWF.
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á sv-horninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins.
Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga.
Á undanförnum árum hefur Fjallabyggð staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum tengdum veðurfari. Foktjón hefur orðið í óvæntum ofsaveðrum og úrkomumynstur virðist vera að breytast með tilheyrandi álagi á innviði. Endurteknir úrkomuviðburðir hafa leitt til flóða, nú síðast síðsumars þegar vatn flæddi inn í fjölmörg hús. Þá var Siglufjarðarvegi um Almenninga lokað í nokkra daga vegna skriðufalla og tjóns sem hlaust ef þessu mikla vatnsveðri og hættu á grjóthruni. Sprungur í veginum vegna viðvarandi jarðsigs opnuðust enn frekar. Þessi atburðarrás hefur undirstrikað mikilvægi þess að styrkja og bæta samgöngur inn í sveitafélagið, sem eru lífæð samfélagsins.
Þegar fyrsta jólakortið var búið til um það bil árið 1800 á Englandi þá fékk það mikla athygli og með byr því að mörgum fannst það leiða athygli að jólum og sýna rétta jólaandann og varð það fjótt nokkuð vinsælt meðal Breta.
Við þekkjum öll að jólin eru hátíð ljóss og friðar og á jólum sameinast fjölskyldur og vinir og við hugsum meira til vina og kunningja en á öðrum tímum. Jólakort hafa verðið þessi góði máti til þess að senda jóla- og vinarkveðju til þeirra sem við viljum gleðja á þessum tíma. Þessar kveðjur eru óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, þetta er afar fallegur og góður siður og það gleður marga að fá fallega kveðju á fallegu jólakorti í svartasta skammdeginu.
Það er talið að Kínverjar og Egyptar hafi byrjað að senda kveðjur á kortum fyrir 3000 árum og þaðan hafi þessi siður borist til Evrópu og hins vestræna heims.
Í upphafi voru þessar kveðjur sendar í byrjun desember svo að þau gætu staðið á arinhillunni svo að fólk gæti notið þess alla aðventuna og jólin og fram á nýtt ár. Það sem á þeim stóð var oftast eitthvert biblíuvers, bæn, lítið kvæði eða eitthvað sem að minnti á vorið eða birtuna sem fólk var farið að bíða eftir á þessum dimmasta tíma. Oft voru líka send kort í tilefni árstíðaskipta svo sem um vor og sumar.
Um aldamótin 1900 bjuggu í Reykjavík ríflega 6000 manns, um 8% landsmanna en 11% á höfuðborgarsvæðinu. Nú 124 árum síðar býr 37% þjóðarinnar í Reykjavík og 65% á höfuðborgarsvæðinu. Og ef allt áhrifasvæði höfuðborgarinnar er tekið með, búa þar 80% landsmanna. Við hin 20% landsmanna búum svo utan þess.
Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi.
Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára. Í kvenfélaginu starfa tuttugu og fjórar konur auk nokkurra heiðursfélaga. Við erum á aldrinum 24 ára til 76 ára og meðalaldur okkar er 48 ár. Við erum vinkonur, nágrannar, bekkjarsystur, systur og í félaginu starfa í dag 3 pör af mágkonum, 3 pör af mæðgum og 5 pör af tengdamæðgum. Í tilefni af 100 ára afmælinu gáfum við út bókina Drífandi daladísir þar sem eru myndir og upplýsingar um allar 231 félagskonurnar ásamt sögu félagsins í máli og myndum.