Nýtt starf?
Síðasta vika var kennaranum mér erfið! Fyrst ber þar að telja útspil bæjarstjórans Àsthildar Sturludòttur, um að bæjarstjórnin geti ekkert gert til að semja við okkur um hvernig klára eigi þann samning sem fyrir liggur frá 2016, þar sem þau eigi ekki fulltrúa í samninganefnd sem þau þurfa samt að fylgja? Fyrir mér sem hefur nú fengið það kveðið upp í Félagsdómi að ég er starfsmaður Akureyrarbæjar og ekki Hulduheima, finnst það afkáralegt svo ekki sé meira sagt að nú geti bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar afsalað sér með öllu þessum samningaviðræðum við mig og kollega mína vegna samnings við samninganefnd frá 2023 sem hún segist bundin af. En hvað með samninginn sem hún er bundin af frá árinu 2016 við okkur? Er hægt að velja hvaða samningum maður er bundinn af?