Áramótapistill framkvæmdstjóra SSNE
Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Við hófum mánuðinn á rafrænni úthlutunarhátíð en þar voru kynnt þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Það var óvenju mikil fjölbreytni í umsóknum þessa árs og ljóst að mikil gróska er á Norðurlandi eystra í öllum geirum atvinnulífs og menningar – gróska sem er að skila sér í öflugum verkefnum sem efla landshlutann okkar.