Pistlar

Skoðanagrein - Fréttatilkynning lögreglustjóra

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um fréttatilkynningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. september þess efnis að embættið hefði hætt rannsókn á ætlaðri byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu efni sem hann geymdi. Ástæða umræðunnar er sú að ekki er venjan að lögreglustjórar birti svona langar tilkynningar þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsóknum sakamála.

Lesa meira

Ég sækist eftir 1 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Ég hef ákveðið að sækjast eftir 1.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi.

Frá því að ég hlaut trúnað ykkar og kjör á Alþingi 2016 hef ég af af öllum kröftum verið að vinna að hag kjördæmis okkar og þjóðarinnar allrar.

Áherslur mínar hafa allan þann tíma verið á þau grundvallarmál sem skipta mestu fyrir verðmætasköpun í landinu: Atvinnumál, lífskjör fólks og búsetuskilyrði í Norðausturkjördæmi, samgöngumál, heilbrigðismál, raforkumál, málefni ferðaþjónustunnar, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggðamál, menntun og menningarmál og svo mætti lengi telja.

Jafnframt hef ég haft trúnað Alþingis til að vinna að efnahagsmálum, ríkisfjármálum og utanríkismálum. Ég hef verið virkur í umræðum í öryggis og varnarmálum og leitt þátttöku íslands á erlendri grund í þeim efnum. Samgöngumál hafa verið sérstakt baráttumál enda má segja að ekkert skipti velferð fólks á landsbyggðinni meira máli en góðar og öruggar samgöngur.

Reynsla og þekking er verðmæt í störfum á Alþingi. Með þátttöku minni og tengslum við atvinnulíf, við sveitarstjórnarmál og áralöng reynsla af þingmennsku hef ég öðlast skarpa sýn á þau málefni sem þurfa sérstaka athygli á vettvangi stjórnmála á næstu áru

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér 2

Þegar fyrst er farið af stað við að róta upp í minningum liðina ára, er ekki laust við að það rofi til og nætursvefn minn raskist. Ástæðan er sú ólga sem hugsanir um yfirbyggða æfinga- og keppnislaug veldur. Eins og áður hefur komið fram erum ég og Sundfélagið Óðinn á svipuðum aldri og 10 ára gekk ég til liðs við félagið

Lesa meira

Varðar okkur öll

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér!

Já það eru komin 20 ár síðan Sundfélagið Óðinn, ( stofnað af unglingum upp úr sunddeildum KA og Þórs) tók þátt í tilraunaverkefni með Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar um að bjóða börnum með skilgreinda fötlun upp á sundæfingar.

Lesa meira

Framtíð íþróttavallarsvæðisins

Mikil gleði og ánægja ríkti fyrir réttum tuttugu árum þegar við Akureyringar héldum fjölmennasta íbúaþing sem sögur fara af hér á landi.  Tíu af hundraði bæjarbúa voru heilan dag saman að ræða á hvað skyldi leggja áherslu við endurnýjun miðbæjarins. Niðurstöðurnar voru svo teknar saman og þær síðan lagðar til grundvallar tíu árum síðar þegar bæjarstjórn samþykkti samhljóða nýtt skipulag þessa hluta bæjarins. Því miður var niðurstöðunni gjörbreyt nokkrum árum síðar eftir óskiljanleg hrossakaup innan bæjarstjórnar þar sem öllum meginatriðum umrædds íbúaþings var hent í ruslakörfuna.  Áður en það óláns niðurrif átti sér stað reyndum við mörg að fá umræðu um einstaka þætti þess og sjálfur tók ég fram nokkur atriði í athugasemdum sem ég óskaði eftir að ræða við bæjarfulltrúa áður en öllum meginniðurstöðum íbúaþingsins yrði kastað fyrir róða.  Nei, því miður engin umræða, einasta einhverjar kúnstir innan bæjarstjórnar og óskapnaðurinn laminn í gegn án nokkurs samráðs við bæjarbúa. Eftir stendur skipulag sem enginn vill byggja eftir og miðbærinn í sama farinu og fyrir tuttugu árum; ekkert gert og algjör stöðnun.   

Lesa meira

Ert þú með lausa skrúfu?

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Lesa meira

Munnleg þjálfun í tungumálakennslu

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir

Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð?

Stutta svarið er nei!

NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna.

NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Jöfn tæki­færi til menntunar

Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu.

Lesa meira

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

 

Skólalóð Oddeyrarskóla

Skólalóð Síðuskóla                                                                                                              

Lesa meira

Gott, grænt og gult fótboltasumar í sumar

Það gladdi alla Norðlendinga þegar karlalið KA varð Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins. KA var vel að þessum sigri komið, gleði og stolt þeirra einlægt. En við Þingeyingar, sem erum ekki þekktir fyrir mikla hógværð, viljum benda á staðreyndir sem tengjast þessu afreki

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Að skipta um skoðun

Hafið smá þolinmæði með mér. Mig langar til að byrja á lítilli sögu af þeim skáldbræðrum og vinum, skáldinu á Sandi, Guðmundi Friðjónssyni, og þjóðskáldinu, Matthíasi Jochumssyni. Eitt sinn sem oftar leit Guðmundur við hjá vini sínum á Sigurhæðum. Þeir höfðu um margt að spjalla, báðir skrafhreifnir og áhugasamir um menn og málefni. Loks kemur þó að kveðjustund og þar sem þeir eru komnir út á tröppu spyr Guðmundur skyndilega: „Geturðu sagt mér, Sigurhæðabúi, hvernig ég muni geta haldið mér andlega ungum til æviloka?“

Matthías svaraði samstundis: 
„Það get ég sagt þér, minn elskulegi, með því að skipta oft um skoðun.“

Lesa meira

Málfræði tungumáls

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Fréttir úr Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Er padda í vaskinum?

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. 

Lesa meira

Danskur farkennari, stuðningur við dönskukennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

SFF - Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu NÝ TEGUND SVIKA

Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin. 

Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.  

Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik. 

Lesa meira

Fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. 

Lesa meira

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Lesa meira

Danskan á undir högg að sækja

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna

Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar

Lesa meira

Hver er Akureyri framtíðar?

Akureyri er blómlegur bær, með öll lífsins gæði; er mikilvæg miðstöð þjónustu og skýr valkostur fyrir þau okkar sem vilja búa í þægilegu borgarumhverfi á þessu landshorni frekar en öðru. Þannig viljum við örugglega öll hafa það og á þeim forsendum viljum við, held ég flest, að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna. En hvað þarf til, og hvað getur komið í veg fyrir að bærinn sé og verði besta útgáfan af sjálfum sér?

Lesa meira

Fréttatilkynning – Sniðgangan 14. september 2024

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna.

Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 16. september.

Lesa meira

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Svo læra börnin....

Það er ekki sjálfgefið að samfélagsumræða sem fram fer í kjölfar áfalla eða voðaverka leiði til farsællar niðurstöðu. Það getur verið erfitt að nálgast málefni af yfirvegun þegar hugurinn sveiflast milli sorgar, ótta og reiði. Og því miður sýnist mér að umræðan sem farin er af stað um vopnaburð barna eigi nokkuð í land með að verða þannig að líklegt sé að niðurstaða hennar verði farsæl.  Mér sýnist kveða við kunnuglegan tón harðari viðurlaga, öflugra eftirlits og inngripa í friðhelgi einkalífs barna eða mokstur á nöfnum barna inn á biðlista heilbrigðiskerfisins þar sem þau bíða árum saman eftir þjónustu sem ekki er til.

Lesa meira