Pistlar

Brotthvarf í framhaldsskólum – hvar liggur ábyrgð sveitarfélaga?

Sif Jóhannesar Ástudóttir skrifar

Lesa meira

Af hverju X við K?

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Lesa meira

Tækifærin í Norðurþingi

Okkur íbúum í Norðurþingi hættir stundum til að gleyma því hve mörgum náttúruperlum sveitarfélagið býr yfir.  Norðurþing er stórt og víðfemt sveitarfélag og þessar náttúruperlur eru dreifðar um allt sveitarfélagið

Lesa meira

Lýðheilsa fyrir alla á Akureyri

Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.

Lesa meira

Eldra fólk er alls konar

Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki  það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.  
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.

Lesa meira

Áfram menning og listir á Akureyri

Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.

Lesa meira

Uppbygging Akureyrarflugvallar

Í upphafi heimsfaraldursins  var fyrsti af fimm fjáraukum ársins 2020 samþykktur á Alþingi. Þar var ákveðið að fara í fjárfestingarátak upp á 18 milljarða til að bregðast við alvarlegum afleiðingum faraldursins á efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar. 

Lesa meira

Draumur eldri borgara á Akureyri drepinn með eins atkvæðis mun

Forsaga málsins er að ég kona á níræðisaldri, búsett syðst í Hagahverfi ásamt mínum maka, komumst að þeirri niðurstöðu, að við myndum einangrast hér er færi að halla undan fæti, svo leit var hafin að húsnæði, nær þjónustu og fólki á okkar aldri.

Lesa meira

Þitt álit skiptir máli

Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir skrifa

Lesa meira

Svona gætu aldraðir svindlað á lífeyriskerfinu ef ... ?

Jón Hjaltason skrifar

Lesa meira