Pistlar

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt. 

Lesa meira

Munaðarlausir Þingeyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. 

 Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.

Lesa meira

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt!

Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið

Lesa meira

Framsýn Stéttarfélag - Stjórnvöld, vegagerðin og fjárveitingavaldið hysji upp um sig buxurnar

„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.

Lesa meira

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira

Takið skrefið til baka og endurhugsið forsendur

Ef Akureyri á að standa undir nafni sem "hin borgin" á Íslandi, er nauðsynlegt að geta haldið áfram að bjóða ungu fólki alls staðar að af landinu upp á tvo ólíka og sterka skóla. Það er mikilvægt fyrir Akureyri, Norðurland og landið í heild sinni.

Lesa meira

Samskipti eru kjarni góðs vinnustaðar

Undirrituð starfar sem ritari Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar og hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt og hálft ár. Margir hafa reynslu af riturum í stöðum eins og skólaritara. Þá hugsar maður um einstakling sem veit einhvern veginn hvar allir húsinu eru staddir, heldur utan um fjarvistir nemenda og getur alltaf reddað öllu sem mann skortir. Þetta er allavega það sem kom í huga mér þegar ég sótti um starfið. Þessi lýsing hefur reynst að mestu leyti rétt og hef ég komist að því að starf ritara er sennilega með því fjölbreyttasta sem maður getur unnið í skrifstofuvinnu.  Samskipti við viðskiptavini og fagaðila eru mikil í mínu starfi og er það kostur fyrir manneskju eins og mig sem finnst einstaklega gaman að spjalla.

Lesa meira

Mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur

Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hefur reglulega fjallað um málefni Húsavíkurflugvallar og áætlunarflugs til Húsavíkur. Húsavíkurstofa og stéttarfélagið Framsýn sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur fyrir heimafólk og atvinnulíf. Það ríkir fákeppni í innanlandsflugi og eru leiðir innanlands styrktar með ríkisframlagi. Það gildir ekki um Húsavík.

Í Þingeyjarsýslu eru stór verkefni fram undan eins og uppbygging í landeldi á fiski, Grænna iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar og í ferðaþjónustu. Reglulegt áætlunarflug og greið loftleið milli höfuðborgarsvæðisins og Húsavíkur er ein af undirstöðum þess að vel takist til. Fulltrúar Norðurþings og stéttarfélagsins Framsýnar eiga fund með fulltrúum flugfélagsins Ernis næstkomandi mánudag vegna málsins.

Byggðarráð Norðurþings hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórn flugfélagsins Ernis, Isavia sem og stjórnvöld. Mikilvægi flugleiðarinnar til Húsavíkur og Húsavíkurflugvallar ætti að vera öllum ljóst sem hlekkur í frekari uppbygging og vexti svæðisins. Til að svo megi vera þarf aðkomu ríkisvaldsins rétt eins og á öðrum flugleiðum.

Lesa meira