Pistlar

,,Sjáðu mamma, ég gat þetta!”

Fjögurra ára sonur minn hrópaði úr stórum kastala: ,,Mamma sjáðu mig ég er svo duglegur, ég gat þetta!!"

 Ég svaraði:  ,,Já ég sá það, þú klifraðir upp alveg sjálfur og fórst mjög varlega."

 Hann:  ,,Já ég gat þetta alveg sjálfur.”

Lesa meira

Hvað gera iðjuþjálfar?

Sonja Finns og Iris Myriam skrifa

Lesa meira

Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Ingibjörg Isaksen og Gunnar M. Gunnarsson

Lesa meira

Skiptir landbúnaðurinn Akureyrarbæ máli?

Dagur landbúnaðarins var haldinn hér á Akureyri þann 13. október síðastliðin, undir yfirskriftinni „Landbúnaður á krossgötum“. Málþingið var mjög áhugavert, en þar kom m.a. fram það sem flest eru þó meðvituð um að afkoma bænda sé slæm, þeir séu skuldsettir, vaxtaumhverfið erfitt  og ofan á þann veruleika bætist hátt aðfangaverð og verðbólga. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna gekk svo langt að segja að neyðarástand ríki. 

Lesa meira

Geimstofan á Akureyri tuttugu ára. „Mörg skemmtileg verkefni í farvatninu

Geimstofan Hönnunarhús á Akureyri var sett á laggirnar 14. október 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Geimstofan er alhliða auglýsingastofa/skiltagerð, sem veitir viðskiptavinum sínum um land allt heildstæðar lausnir á sviði markaðssetningar.  

Starfsmenn Geimstofunnar eru sjö og segir Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri að verkefnastaðan sé góð á þessum tímamótum.

Lesa meira

At­vinnu­öryggi vegna barn­eigna

Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

 

Lesa meira

Bókun 35 og fullveldi íslensku þjóðarinnar

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum? 

Lesa meira

Árið er 2025

Ráðamenn þjóðarinnar sitja á neyðarfundi ásamt, landlækni, umboðsmanni barna og sveitarstjórum eftir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kennarar geta ekki einir gert kraftaverk, sinnt ólíkum hópi nemenda og leyst öll mál. Ansi margir foreldrar hafa ekki lengur tíma til að vera foreldrar, þora ekki að setja börnum sínum mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu.

Lesa meira

Ekki eintóm sæla

„Nú á það að vera ánægja og æðisleg upplifun að eiga barn“

Þessi staðhæfing hljómaði í eyrum mér í útvarpsþætti einn morguninn þegar ég var í göngutúr í haustsvalanum. Rætt var við þrjár ungar tvíburamæður sem ræddu m.a. um þá upplifun að eignast tvö börn í einu. Þáttastjórnandi sló þar fram ofangreindri fullyrðingu um upplifun þess að eignast barn. Mæðurnar ungu tóku vissulega undir þetta að hluta til en komu einnig inn á að þetta væri ekki bara dásamlegt og eintómur dans á rósum. Sjónarhorn sem heyrist kannski of sjaldan en ég verð nokkuð oft vitni af í starfi mínu sem ljósmóðir.

Lesa meira

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis.

Lesa meira

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt. 

Lesa meira

Munaðarlausir Þingeyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. 

 Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.

Lesa meira

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt!

Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið

Lesa meira

Framsýn Stéttarfélag - Stjórnvöld, vegagerðin og fjárveitingavaldið hysji upp um sig buxurnar

„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.

Lesa meira

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira

Takið skrefið til baka og endurhugsið forsendur

Ef Akureyri á að standa undir nafni sem "hin borgin" á Íslandi, er nauðsynlegt að geta haldið áfram að bjóða ungu fólki alls staðar að af landinu upp á tvo ólíka og sterka skóla. Það er mikilvægt fyrir Akureyri, Norðurland og landið í heild sinni.

Lesa meira

Samskipti eru kjarni góðs vinnustaðar

Undirrituð starfar sem ritari Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar og hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt og hálft ár. Margir hafa reynslu af riturum í stöðum eins og skólaritara. Þá hugsar maður um einstakling sem veit einhvern veginn hvar allir húsinu eru staddir, heldur utan um fjarvistir nemenda og getur alltaf reddað öllu sem mann skortir. Þetta er allavega það sem kom í huga mér þegar ég sótti um starfið. Þessi lýsing hefur reynst að mestu leyti rétt og hef ég komist að því að starf ritara er sennilega með því fjölbreyttasta sem maður getur unnið í skrifstofuvinnu.  Samskipti við viðskiptavini og fagaðila eru mikil í mínu starfi og er það kostur fyrir manneskju eins og mig sem finnst einstaklega gaman að spjalla.

Lesa meira

Mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur

Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hefur reglulega fjallað um málefni Húsavíkurflugvallar og áætlunarflugs til Húsavíkur. Húsavíkurstofa og stéttarfélagið Framsýn sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur fyrir heimafólk og atvinnulíf. Það ríkir fákeppni í innanlandsflugi og eru leiðir innanlands styrktar með ríkisframlagi. Það gildir ekki um Húsavík.

Í Þingeyjarsýslu eru stór verkefni fram undan eins og uppbygging í landeldi á fiski, Grænna iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar og í ferðaþjónustu. Reglulegt áætlunarflug og greið loftleið milli höfuðborgarsvæðisins og Húsavíkur er ein af undirstöðum þess að vel takist til. Fulltrúar Norðurþings og stéttarfélagsins Framsýnar eiga fund með fulltrúum flugfélagsins Ernis næstkomandi mánudag vegna málsins.

Byggðarráð Norðurþings hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórn flugfélagsins Ernis, Isavia sem og stjórnvöld. Mikilvægi flugleiðarinnar til Húsavíkur og Húsavíkurflugvallar ætti að vera öllum ljóst sem hlekkur í frekari uppbygging og vexti svæðisins. Til að svo megi vera þarf aðkomu ríkisvaldsins rétt eins og á öðrum flugleiðum.

Lesa meira

Við eigum að berjast fyrir því að krakkarnir okkar hafi áfram val.

Nærri aldarfjórðungs starf með ungu fólki hefur kennt mér að unga kynslóðin hefur rödd og skoðanir sem vert er að hlusta á. Þessi afstaða Hugins kemur ekki á óvart en það gleður kennarahjartað að finna eldmóðinn sem býr að baki þessari yfirlýsingu.

Lesa meira

Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál

Lesa meira

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar vegna vaxtahækkana og afkomukreppu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í gær. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru endalausar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands.  Ljóst er að hækkanirnar hitta ekki síst láglaunafólk illa fyrir. Mikil reiði kom fram á fundinum með stöðu mála. Eftir kröftugar umræður samþykkti fundurinn samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og getuleysi stjórnvalda er mótmælt harðlega:

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sannarlega gerði ykkar einlægur sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi dagsins þegar ég, tæplega eins árs, var í fylgd foreldra minna á Ráðhústorgi Akureyrar þann 17. júní árið 1944. Þar var saman kominn múgur manns í sínu fínasta pússi og allir virtust glaðir og kátir.  Íslenski fáninn blakti á mörgum stöngum í sunnan golunni, lúðrasveit spilaði af öllum lífs og sálar kröftum og karlakórar sungu ættjarðarsöngva.  

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira