Pistlar

Af ,,spekingum”, bæjarfulltrúum og ,,Freka kallinum”

Helsta áskorun í málefnum menningarminja er almenn vanþekking á málaflokknum. Þetta fullyrti Andrés Skúlason verkefnastjóri og formaður fornminjanefndar í erindi fyrir skömmu. Hann staðhæfði auk þess að lítill hluti sveitarstjórnarmanna hefði kynnt sér málefni minjaverndar. Andrés hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hann starfaði svo dæmi sé tekið nær samfellt í 16 ár sem oddviti í Djúpavogshreppi. En hvernig er staðan í okkar ágæta bæjarfélagi sem á sér langa sögu og státar af merkum menningarminjum? Umræður á bæjarstjórnarfundi þann 7. febrúar síðastliðinn varpa ljósi á þekkingu og afstöðu sveitarstjórnarmanna í Akureyrarbæ.

Við skulum rýna í orðræðu Andra Teitssonar og andsvör Hildar Jönu Gísladóttur. Þau eru bæði að hefja sitt annað kjörtímabil og hafa því meiri reynslu en flestir samstarfsmenn þeirra í bæjarstjórn. Andri steig í ræðustól þegar fjallað var um umdeildar breytingar á skipulagi í elsta bæjarhluta Akureyrar. Hann talaði í háðstón um ,,spekingana” hjá Minjastofnun Íslands og hnýtti í bæjarfulltrúa fyrir að vitna til umsagnar þeirrar stofnunar.  Virðingarleysið sem Andri Teitsson sýndi faglegri og vandaðri umsögn sérfræðings Minjastofnunar er auðvitað ósæmandi.

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri í stjórnun árið 2023

Flest öll fylgjumst við vel með og fögnum alls kyns þróun og breytingum í umhverfi okkar, væntanlega einna helst allri þeirri áhugaverðu tækniþróun sem við sjáum nánast daglega og virðist verða meiri og hraðari með hverjum degi. Tækniþróun sem getur sparað kostnað en ekki síður tækniþróun sem getur losað um hæfni, búið til ný tækifæri og skapað aukið virði.

Aðrar stórar breytingar í umhverfi okkar nú og á undanförnum árum eru t.d. aukin alþjóðavæðing, aukin áhersla á umhverfismál, aukið langlífi, aukin fjölmenning o.fl.

Lesa meira

Barnaheimili á Indlandi styrkt af Ísfell og Gentle Giants á Húsavík

Daníel Chandrachur Annisius skrifar

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

„Létum ekki á okkur fá þó bylturnar yrðu all svakalegar“

Ingólfur Sverrisson færir okkur hina vinælu Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Nú er komið að okkur

Nýlega birtust fréttir þess efnis að matvælaráðherra hafi ákveðið að sleppa framlagningu frumvarps um sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði og tekið það úr málaskrá ráðuneytisins. Þetta eru vissulega vonbrigði þar sem hagræðing af slíkri sameiningu í þágu matvælaframleiðenda og neytenda hefur fengið mikla umfjöllun, bæði á Alþingi og á vettvangi bænda. Þegar við tölum um þessa hagræðingu þá erum við að tala um milljarða. Upphæðir sem geta skipt sköpum fyrir bændur og framtíð íslensks kjötiðnaðar.

Lesa meira

Framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri sem og Smámunasafns Sverris Hermannssonar, einnig Wathnehússins

Hugleiðingar.
Iðnaðarasafnið
Eins og flestur er kunnugt er framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri í miklu uppnámi vegna fjárskorts.
Nú þegar þessi orð eru sett á blað höfum við ekki heyrt eitt einasta orð frá Akureyrarbæ og bréfi okkar til allra bæjarfulltrúa hefur enn ekki verið svarar.
Verði þessu safni lokað verður mjög merkileg iðnaðarsaga Akureyrar sett niður í kassa og sennilega aldrei tekin upp aftur. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur nú í tæp 25 ár safnað munum og mynjum ásamt frásögnum af sögu sem er svo merkileg og eiginlega má segja með sanni að saga Akureyrar væri öðuvísi og mikið litlausari ef iðnaðarsaga þess væri ekki tiltæk.
Lesa meira

Öflugra sjúkrahús – betri heilbrigðisþjónusta

Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki á landsbyggðinni, þar er veitt almenn og sérhæfð heilbrigðisþjónusta með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Sjúkrahúsið er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Þar hefur undanfarin ár verið lögð aukin áhersla á kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er starfandi deild mennta og vísinda sem sér um skipulag, umsjón og eftirlit með því sem lýtur að menntun og vísindum þvert á allar starfseiningar sjúkrahússins. Á sama tíma og íslenskt heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir alvarlegum mönnunarvanda er fyrirséð að fjölga þurfi verulega starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Á meðan Landspítalinn Háskólasjúkrahús (LSH) sér fram á að erfitt sé að taka á móti fleiri nemum hefur Sjúkrahúsið á Akureyri sagst geta tekið að sér fleiri nema og stærri verkefni. En svo það sé hægt þarf einnig fleira að koma til. 

Lesa meira

Lítil hætta af efnunum

Framleiðsla og efnanotkun Íslandsþara - Aðsend grein frá Íslandsþara ehf.

Lesa meira

Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið?

„Er aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum 12 ára eða 13 ára?“

Þetta er algeng spurning frá bæði börnum og foreldrum þegar að ég ræði við þau um samfélagsmiðla í fræðsluerindum. Inná App Store stendur 12 ára en í skilmálum samfélagsmiðlanna stendur 13 ára. Af þessu tvennu trompa skilmálar framleiðandans rangar vörumerkingar endursöluaðilans og aldurstakmarkið inn á flesta samfélagsmiðla er því 13 ára.

 Þetta ósamræmi er þó ruglingslegt og vekur upp spurningar um það hver hafi ákveðið að samfélagsmiðlar væru viðeigandi fyrir 13 ára börn og af hverju? Stutta svarið er samfélagsmiðlarnir sjálfir og ástæðan er á einföldu máli sú að persónuverndarlöggjöf bannar þeim að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Vernd barna gegn skaðlegu efni kemur hér málinu ekkert við.

Lesa meira