Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi fjallar um verki í nýjasta hlaðvarpi Heilsu og sál.
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sál. um efni sem snertir ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.
Hér fyrir neðan er hlekkurinn á nýja þáttinn ásamt kynningu og auglýsingu.
Kveldúlfur er ný tónlistarhátíð sem verður haldin á Hjalteyri á morgun laugdaginn, 12. júlí. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru þau Sara Bjarnason verkefnastjóri og Vikar Mar bóndi á Ytri Bakka og listmálari.
„Þörfin fyrir að stækka við okkur húsnæði var löngu tímabær. Eftir mikla leit og vangaveltur varð húsnæði við Baldursnes 2 fyrir valinu, enda hentar það okkar starfsemi einkar vel. Þar getum við sameinað spítala fyrir bæði gæludýr og stór dýr. Við erum hæst ánægð með flutninginn í nýtt húsnæði sem og okkar viðskiptavinir,“ segir Helga Berglind Ragnarsdóttir dýralæknir og einn eigandi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey.
„Við verðum betur í stakk búinn til að sækja fram, að auka okkar starfsemi og efla hana,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga. Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameingingu sjóðanna og tekur hún mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Sameinaður sparisjóður fær nafni Smári sparisjóður en verður áfram markaðsettur undir merkjum Sparisjóðanna.
Hrafnhildur Jónsdóttir á Akureyri, móðir tveggja fatlaðra drengja skrifar pistil á Facebookvegg sinn í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Hrafnhildur gaf samþykki fyrir birtingu pistils hennar hér.
Um 70 manns frá EBAK Félagi eldri borgara á Akureyri, EBAK heimsóttu Kjarnaskóg í vikunni, líkt og þau gera alla þriðjudaga sumarlangt til að ganga sér til gleði.
Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri skrifaði hugleiðingar sínar á Facebookarvegg sinn í gærkvöldi, vefurinn fékk leyfi til að birta þær ásamt myndum sem fylgdu með.
Laugardaginn 12. júlí kl. 15 verður boðið upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu á Akureyri í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri