Pistlar

Gefum íslensku séns. Til hamingju Norðlendingar !

Nemendur við Menntaskólann á Akureyri heimsótti Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í vikunni til að taka þátt í verkefninu Gefum íslensku séns, þar sem markmiðið er að æfa sig að tala íslensku sem annað mál.

Lesa meira

Ísland fyrir suma, en allir borga

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg hans pistil sem vakið mikla  hefur athygli, vefurinn fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Fishrotmálið og Samherji. Hvað dvelur orminn langa?

Þegar ég var ungur var þessarar spurningar um orminn langa oft spurt þegar einhver hafði reynt að telja öðrum trú um að einhvers væri að vænta sem aðrir töldu ósennilegt eða fráleitt. Hún fellur sérlega vel að umfjöllunarefni þessarar greinar.

Lesa meira

„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“

„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA.

Lesa meira

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda.

Lesa meira

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. 

Lesa meira

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Hverju munar um mig?

Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.

Lesa meira

Að­för að lands­byggðinni – og til­raun til að slá ryki í augu al­mennings

Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi.

Lesa meira

Hvenær kemur miðbærinn sem beðið var um?

Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.

En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.

Lesa meira