
Bakþankar bæjarfulltrúa Í guðanna bænum
Ég er enn í sjokki. Taugaáfalli. Og tilefnið, Jú, í gær varð ég barni að bana – næstum því. Veit ekki enn hvaða kraftaverk kom í veg fyrir þá miklu óhamingju. Öskur eða eitthvað sem undirmeðvitundin skynjaði - þótt augað sæi ekki. Tildrögin. Ég var að koma niður Krákustíg hjá Amtsbókasafninu þegar eitthvað skaust á örskotshraða fyrir steyptan garðvegginn, niður gangstéttina með fram Oddeyrargötu.