Lífið í Baugaseli
Í Vikudegi 17. júlí sl. var sagt frá endurnýjun torfbæjarins Baugasels í Barkárdal. Þar hefur ferðafélagið Hörgur skilað afar góðu verki. Þó er það svo að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á bænum frá því að búið var þar. Við systur bjuggum í Baugaseli fyrstu æviárin og teljum rétt og mikilvægt að gera grein fyrir bæjarmyndinni eins og hún var þegar Baugasel fór í eyði í júní 1965.