
Norðurslóðir, stríð og hnattræn hlýnun
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við öðrum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi, samfélögum og opnun skipaleiða – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.