
Auðlindirnar í þjóðareign.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.