Aðsent

Róttæk landbúnaðarstefna

Landbúnaðarstefna Frjálslynda Lýðræðisflokksins er róttæk en er einnig mjög góð byggðastefna
Lesa meira

Sjálfsögð réttindi

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa verið undirstaða byggðar í landinu. Þessi undirstaða riðar nú til falls ef heldur áfram sem horfir. Þessi fyrirtæki eru í nauðvörn. Þau fyrirtæki eru til dæmis fjölskyldubúin sem mynda íslenskan landbúnað. Okkur ber að standa vörð um þennan menningarlega, sögulega, efnahagslega og samfélagslega arf. Miðflokkurinn hefur einn flokka lagt fram heildarstefnu um eflingu landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Íslenskur landbúnaður er umhverfisvænn og með aukinni áherslu á skógrækt mun mikilvægi hans í umhverfismálum aukast.
Lesa meira

Sigur í sjónmáli

Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi.
Lesa meira

Samgöngur eru lífæð landsbyggðanna

Samgöngur skipta landsbyggðarfólk öllu máli. Góðar samgöngur eru ein mikilvægasta lífæðin fyrir bæjarfélög á landsbyggðunum. Þegar talað er um samgöngur er átt við ansi marga þætti eins og flug, vegi og áhrifaþætti sem dæmi veður og færð.
Lesa meira

Sveigjanleg þjónusta er málið fyrir okkur er við eldumst

Málefni þeirra sem eldast eru mál málanna í heilbrigðiskerfinu að mínu mati. Því miður þá berast nær vikulega fréttir af fráflæðisvanda Landspítalans. Orð sem gefur til kynna að inn á spítalanum liggja einstaklingar sem ekki geta farið í aðra þjónustu, er mætir þeirra þörfum, þeirra hæfni og þeirra getu, langflestir þeirra eru eldri en 75 ára. Fráflæðisvandi Landspítalans eru mæður okkar og feður, ömmur okkar og afar, langömmur okkar og langafar og eiga meira skilið en að vera álitin vandamál á stofnun og fyrir samfélagið.
Lesa meira

Börnin eru það mikilvægasta sem við eigum

Nú virðist mér, sem íbúa á Húsavík, að málefni barna og unglinga vilji oft verða útundan hér á bæ. Aðstaða barnanna okkar í frístund að loknum grunnskóla er sprungin og hana verður að bæta, aðstaða unglinga og ungs fólks hvað varðar félagslíf er varla til staðar. Húsnæði íþróttahallarinnar hentar ekki öllum þeim greinum sem þar eru stundaðar.
Lesa meira

Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga

Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra
Lesa meira

Opið bréf til Loga Einarssonar, framhald

Sæll aftur Logi og bestu þakkir fyrir svar þitt við opnu bréfi mínu til þín í gær og þeim spurningum sem þar eru settar fram
Lesa meira

SUÐURFJARÐAVEGUR: Eitt best geymda klúður samgöngumála Austfjarða

Um daginn skrapp ég austur á firði. Ekki að það sé merkilegt í sjálfu sér því þangað leita ég reglulega þegar færi gefst til.
Lesa meira

Öryggið í óvissunni

Það er eitt við mannlega hegðun sem breytist vonandi aldrei. Það er að við getum stólað á hana sem rannsóknarefni í fortíð, nútíð og framtíð. Bandaríski sálfræðingurinn B.F. Skinner var hvað þekktastur fyrir áhrif sín á hegðunarsálfræði og sjálfur kallaði hann aðferðafræði sína róttæka hegðunarhyggju. Hann gekk svo langt að segja að það væri ekkert til sem héti frjáls vilji og að allar gjörðir mannanna væru hrein og bein afleiðing skilyrðingar. Hvort sem fótur er fyrir skoðunum hans eða ekki, kom hann upp í huga mér um daginn.
Lesa meira