Tímamót í sjálfsvígsforvörnum
Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana (s.s. lyfja- eða fíkniefnaofskammta) eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Reynsla og rannsóknir sýna að hver einstaklingur sem sviptir sig lífi skilur eftir sig stóran hóp syrgjenda og ástvina.