Hópefli, gleði og hjálpsemi einkenndu Nýnemadaga
Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga.