Pistlar

Auðlindirnar í þjóðareign.

Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.

Lesa meira

Erum hætt að deyja ung!

Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.

Lesa meira

Landinn heimsækir lögreglufræðinámið á Akureyri

Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Naglar í miðbænum

Það er eitt og annað rætt í nefndum bæjarins. Í einni þeirra kviknaði til dæmis sú hugmynd hvort ekki væri rétt að banna nagladekk á göngugötunni. Ég man ekki hver lagði þetta til enda ríkir trúnaður um það sem fram fer á nefndarfundum. Svo ekki spyrja mig.

Lesa meira

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu eldri borgara í Víðilundi

„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!

Lesa meira

Líflínan

Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.

Lesa meira

Fræðsluelskandi doktor með hjartað í fyrirrúmi

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Margrét Hrönn Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja aprílmánaðar.

Lesa meira

Tölum saman

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig fólkinu í kringum okkur líður og því er mikilvægt að hafa augun opin fyrir ákveðnum merkjum. Er viðkomandi hættur að hafa samband eða svara símtölum og skilaboðum? Hefur viðkomandi breytt venjum sínum eins og hætt að koma í sund, mæta á fundi eða sinna félagsstörfum?

Lesa meira

Sólarhringssund! Hvað er nú það?

Því get ég svarað. Sólarhringssund Óðins er elsta virka fjáröflun sundfélagsins. Það er þríþætt ef svo má segja.

Lesa meira

Svikahrappar eru óvenju iðnir þegar fólk fer í frí 

Páskarnir eru dottnir inn og hugurinn hjá mörgum er kominn í ró, stilltur á andvaraleysi. En tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum.

Lesa meira

Vor í Norðurþingi

Í sveitarfélaginu Norðurþingi hefur árið farið vel af stað. Það hefur verið mikið að gera á framkvæmdasviðinu en stærsta framkvæmdaverkefni ársins verður bygging Frístundar og félagsmiðstöðvar. 

Lesa meira

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Ég vil byrja á því að viðurkenna staðreynd sem ekki er hægt að neita:

Akureyrarbær er, þegar horft er á niðurstöðu nýs ársreiknings, í tiltölulega góðri fjárhagslegri stöðu.

Lesa meira

Bjánarnir úti á landi

Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða.

Lesa meira

Samtalshegðun Íslendinga

Þegar ég fylgist með samtölum manna á meðal og umfjöllun fjölmiðla um málefni samfélagsins get ég ekki varist þeirri hugsun að við Íslendingar höfum umtalsvert svigrúm til framfara hvað hvað varðar samskipti siðaðra manna.

Lesa meira

Hugsandi börn í samfélagi samræðunnar

„Í stuttu máli geta börn stundað heimspeki en það fer vissulega eftir því hvernig hugtakið heimspeki er skilgreint,“ segir Ingi Jóhann Friðjónsson aðstoðarleikskólastjóri, sem rannsakar notkun heimspeki í leikskólum.

Lesa meira

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri.

Lesa meira

Gefum íslensku séns. Til hamingju Norðlendingar !

Nemendur við Menntaskólann á Akureyri heimsótti Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í vikunni til að taka þátt í verkefninu Gefum íslensku séns, þar sem markmiðið er að æfa sig að tala íslensku sem annað mál.

Lesa meira

Ísland fyrir suma, en allir borga

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg hans pistil sem vakið mikla  hefur athygli, vefurinn fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Fishrotmálið og Samherji. Hvað dvelur orminn langa?

Þegar ég var ungur var þessarar spurningar um orminn langa oft spurt þegar einhver hafði reynt að telja öðrum trú um að einhvers væri að vænta sem aðrir töldu ósennilegt eða fráleitt. Hún fellur sérlega vel að umfjöllunarefni þessarar greinar.

Lesa meira

„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“

„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA.

Lesa meira

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda.

Lesa meira

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. 

Lesa meira

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Hverju munar um mig?

Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.

Lesa meira

Að­för að lands­byggðinni – og til­raun til að slá ryki í augu al­mennings

Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi.

Lesa meira

Hvenær kemur miðbærinn sem beðið var um?

Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.

En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.

Lesa meira

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?

Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.

Lesa meira