
Orð og athafnir
Endurhæfing er orðið. Endurhæfing er sú þjónusta sem efla skal, segir ráðafólk. Endurhæfing.
Mér finnst þetta fallegt orð og fallegt að það skuli taka svo stóran sess í okkar heilbrigðiskerfi sem það og gerir og fallegt að það séu svo margir og fjölbreyttir sérfræðingar um land allt tilbúnir til að bjóða sína þjónustu undir merkjum endurhæfingar. Það er ákveðið stolt falið í því að fara í endurhæfingu, samanber vanmáttinn í því að viðurkenna sig veikan og þiggja þjónustu svo sem innlögn og lyf í skömmtun og sjúkradagpeninga. Betra að geta reist sig við um leið og maður dettur og fá til þess hvatningu og viðeigandi stuðning, jafnvel hafa gaman af því um leið.
Nú þegar haustar og vetur er á næsta leiti er vetrarstarfið að hefjast hjá hinum ýmsu félagasamtökum. Þar er Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis engin undantekning.
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt.
Ingólfur Sverrisson skrifar
Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason skrifa grein um átökin í Flokki fólksins á Akureyri
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt.
Það kannast líklega öll við það að vera blönk, að eiga ekki fyrir því sem okkur langar í. Færri, en því miður allt of mörg þekkja einnig að vera fátæk, að eiga ekki fyrir því sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi með reisn. Sú virðist vera raunin hjá allt of mörgum í okkar fallega litla sveitarfélagi. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt.
Í hópnum „Matargjafir á Akureyri og nágrenni“ á Facebook kom fram í gær að beiðnir um aðstoð streymi inn. Bendir stjórnandi hópsins á að margir foreldrar eigi ekki nesti fyrir börnin sín til að taka með í skólann og að ástandið sé að snarversna. Ríkisvaldið ber að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þessari stöðu, hins vegar geta sveitarfélög ekki látið eins og þetta komi þeim ekki við.
Ragnar Sverrisson skrifar
En pabbinn lét sér fátt um finnast, þagði og horfði í aðra átt
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar
„Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “ Þorsteinn segir ennfremur að sorglegt sé að sjá hina nýju forystu verkalýðshreyfingarinnar gera hverja þá tilraun sem gerð er til umbóta á vinnumarkaði að sérstöku skotmarki sínu.“
Nýverið var 585 milljónum króna úthlutað úr Matvælasjóði og er þetta þriðja úthlutun sjóðsins. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Það vakti eðlilega mikla athygli á dögunum þegar Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands sagði af sér sem forseti sambandsins. Í fjölmiðlum hefur hún borið því við að hún hafi átt mjög erfitt með að vinna með ákveðnum verkalýðsforingjum, ekki síst þeim sem leiða tvö langstærstu stéttarfélög landsins, auk formanns Verkalýðsfélags Akraness. Drífa hefur reyndar í viðtölum nefnt fleiri formenn s.s. þann sem þetta skrifar. Hún hefur meðal annars kvartað yfir því að menn væru kjaftforir og yfirlýsingaglaðir og því erfitt að vinna með þeim.
Í norðurmarkinu stóð Sveinn Kristjáns og sýndi ekki síður fimi og útsjónarsemi þegar hann skutlaði sér þvers og kruss og varði bolta sem virtust nánast komnir í markið
Aldey Unnar Traustadóttir skrifar
Hin síðari ár hefur notkun lýsingarorða breyst töluvert og það svo að ég held ekki alltaf áttum í þeim bægslagangi. Nú er framganga einstaklinga og liðsheilda ekki lengur frábær, afbragð, yfirgengileg, ofsalega góð, stórkostleg eða í hæstu hæðum.
Hildur Inga Magnadóttir skrifar
Ingólfur Sverrisson skrifar
Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa
Það er óhætt að segja að mikil framsókn hafi verið að undanförnu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Norðurlandi-eystra blómstrað. Með nýjum upplifunum er möguleiki að ná fleiri ferðamönnum á svæðið og fá þá til þess að stoppa lengur, aðal vandamál ferðaþjónustunnar á svæðinu hefur verið stutt ferðamannatímabil en með tilkomu á beinu flugi Niceair á Akureyri eru allar líkir á að tímabilið muni lengjast í báðar áttir. Góðar fréttir berast af bókunarstöðu í ferðir þessa nýja flugfélags sem án efa mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku?
Ingólfur Sverrisson skrifar