Pistlar

Upphefð eða bjarnargreiði?

-hugleiðing um starfsskilyrði bæjarlistamanns Akureyrar

Lesa meira

Grunur um lyfja­byrlun og sam­úðin með brota­þolum

Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndunarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum.

Í umfjöllun fjölmiðla og almennri samfélagsumræðu um málið hefur verið látið að því liggja að Páll sjálfur og lögreglan hafi nýtt sér veikindi Páls til að ljúga því upp á blaðamenn að þeir hafi eitrað fyrir Páli og stolið símanum hans. Hið rétta er að blaðamenn hafa aldrei verið bendlaðir við eitrun í rannsókn lögreglu, né hafa slíkar ásakanir komið fram af hálfu skjólstæðings míns. Blaðamenn eru heldur ekki grunaðir um að hafa stolið síma. Blaðamenn eru aftur á móti grunaðir um að hafa afritað símann í heilu lagi og orðið sér þannig úti um aðgang að öllu einkalífi mannsins, þ.m.t. upplýsingum um kynlíf hans, einkamál annarra fjölskyldumeðlima og fleira sem hefur ekkert fréttagildi.

Grunur um byrlun

Þegar skjólstæðingur minn sá að átt hefði verið við símann hans tilkynnti hann það til lögreglu. Símaþjófurinn var boðaður til yfirheyrslu og játaði að hafa tekið símann. Einnig játaði símaþjófurinn fyrir lögreglu að hafa sett svefnlyf í bjór og gefið manninum. Sú játning var síðar dregin til baka. Vert er að geta þess að símaþjófurinn skýrði frá þessari lyfjabyrlun að eigin frumkvæði en verjandi komst upp með að stöðva skýrslutökuna áður en nánari upplýsingar komu fram.

Einhvern pata virðist Páll hafa haft af þeim möguleika að honum hafi verið byrlað lyf því hann nefndi það margsinnis við heilbrigðisstarfsfólk. Ekkert virðist hafa verið á það hlustað, allavega voru engar rannsóknir gerðar til þess að kanna það, heldur var hann sendur til geðhjúkrunarfræðings.

Þar sem engin blóðsýni voru skoðuð með tilliti til mögulegrar eitrunar, áður en þeim var eytt, og engin önnur lífsýni tekin, er ekkert einfalt að sýna fram á eitrun, ef það er þá gerlegt. Niðurstaða réttarmeinafræðings var sú að ekki væri hægt „að svo stöddu“ að segja til um hvað olli ástandi Páls. Engar handfastar sannanir hafi fundist um að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki væri þó hægt að útiloka að hann hefði innbyrt efni sem ekki var leitað að.

Að höfðu samráði við doktor í lyfjafræði, sem telur að ekki hafi verið notað fullnægjandi próf til skimunar fyrir því efni sem líklegast er að hafi valdið veikindum Páls og að sjúkragögn gefi vísbendingar um eitrun sem ekki hafi verið nægilega kannaðar, hefur undirrituð farið fram á að lögregla óski eftir dómkvaðningu matsmanns.

Samstaðan með brotaþolum

Á síðustu árum og áratugum hefur verið sterk krafa um það í samfélaginu að brotaþolum sé trúað, óháð því hvað lögreglurannsókn leiðir í ljós og hvað ekki. Er þá einkum vísað til fórnarlamba heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og lyfjabyrlunar. Ráðamenn hafa komið fram opinberlega undir slagorðinu „ég stend með brotaþolum“ og jafnvel „ég trúi brotaþolum“. Þingmenn hafa klæðst flíkum með áletruninni FO, sem stendur fyrir „fokk ofbeldi“, í salarkynnum Alþingis. Hver sá sem leyfir sér að halda fram rétti meints geranda til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð er umsvifalaust sakaður um gerendasamúð, kvenhatur og þátttöku í ofbeldismenningu.

Eitthvað er þó grunnt á samúðinni með þeim sem telja sig hafa orðið fyrir lyfjabyrlun þegar meint fórnarlamb er karlmaður sem hefur agnúast út í blaðamenn fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Engin þörf er talin á því að trúa manni sem lenti í bráðri lífshættu. Heilbrigðisstarfsfólk trúði honum ekki, heldur taldi hann haldinn ofsóknarkennd. Lögreglan tók ekki meira mark á honum en svo að þegar sakborningur játaði brotið að eigin frumkvæði, var verjandanum gefið færi á að stöðva yfirheyrsluna. Blaðamenn og margir aðrir sem hafa tjáð sig um málið hafa gert lítið úr möguleikanum á eitrun og jafnvel sýnt undarlegt samúðarleysi vegna lífshættulegra veikinda.

Ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi …

Síðustu helgi tjáði sig lesandi DV sem harmaði það beinlínis að Páll Steingrímsson hefði ekki verið myrtur. Skilaboðin voru þessi: „Eina slæma hliðin við allt þetta mál er að ef það var raunverulega reynt að eitra fyrir þessum trúði sem ég legg engan trúnað á, er að þeir hafi ekki náð að klára verkið.“

 

Þegar annar þátttakandi í umræðunni átaldi manninn og sagðist hálfvorkenna honum, svaraði hann:

„spurning hvort það sé verra að óska einum aula dauða eða vera í vitorði með að arðræna og raðnauðga efnahagslega einu fátækasta landi heims. Svo þarf ég enga vorkunn eða annað frá þér þó ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi ef ég kæmi að honum drukknandi svo þú ættir að spara vorkunnina fyrir atvinnufórnarlambið frá Samherja og taka þessa siðapostula möntru hjá þér og troða henni upp í ra**gatið á þér“.

 

Laun syndarinnar er dauði, sagði Páll postuli (ekki Steingrímsson). Hér er kominn maður sem telur það dauðasynd Páls Steingrímssonar að sýna af sér gremju í garð blaðamanna fyrir fréttaflutning sem hann telur ósanngjarnan í garð vinnuveitanda síns. Ekki nóg með það heldur væri netverji þessi alveg reiðubúinn að stuðla að dauða hans. Þessi ummæli voru sett fram í björtu og telur viðkomandi það vera „siðapostula“ sem hafa eitthvað út á það að setja að óska nafngreindum manni dauða. Manni sem lenti raunverulega í lífshættu og hefur enn ekki náð fullu starfsþreki.

Vinsamlegast beinið líflátshótunum til lögmanns

Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem skjólstæðingi mínum er óskað ófarnaðar á opinberum vettvangi en ég hef ekki áður séð athugasemd sem jaðrar við líflátshótun í hans garð. Páll hefur marga fjöruna sopið og það þarf meira til að buga hann en andstyggileg ummæli á netinu þótt það sé vitaskuld óskemmtilegt að lesa annað eins. Persónuníð í garð Páls, einkum í tengslum við umræður um símaþjófnaðinn, lyfjabyrlunina og heimildir blaðamanna til að afrita gögn og dreifa þeim, tekur þó meira á ástvini hans en hann sjálfan.

Þar sem fjandmenn Páls Steingrímssonar munu upp til hópa vera siðferðilegt afbragð annarra manna, reikna ég með að þeir vilji, hvað sem líður skoðunum þeirra á „skæruliðadeild Samherja“, sýna fjölskyldu Páls ofurlitla mannúð. Þess vegna beini ég því til þeirra sem vilja setja fram hótanir í garð Páls eða óska honum dauða, að hafa samband við mig, lögmann hans. Ég mun þá koma skilaboðunum áleiðis án þess að hans nánustu þurfi að leita sér áfallahjálpar. Netfangið er eva@hlit.is

Höfundur er réttargæslumaður Páls Steingrímssonar.

 

Lesa meira

Af ,,spekingum”, bæjarfulltrúum og ,,Freka kallinum”

Helsta áskorun í málefnum menningarminja er almenn vanþekking á málaflokknum. Þetta fullyrti Andrés Skúlason verkefnastjóri og formaður fornminjanefndar í erindi fyrir skömmu. Hann staðhæfði auk þess að lítill hluti sveitarstjórnarmanna hefði kynnt sér málefni minjaverndar. Andrés hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hann starfaði svo dæmi sé tekið nær samfellt í 16 ár sem oddviti í Djúpavogshreppi. En hvernig er staðan í okkar ágæta bæjarfélagi sem á sér langa sögu og státar af merkum menningarminjum? Umræður á bæjarstjórnarfundi þann 7. febrúar síðastliðinn varpa ljósi á þekkingu og afstöðu sveitarstjórnarmanna í Akureyrarbæ.

Við skulum rýna í orðræðu Andra Teitssonar og andsvör Hildar Jönu Gísladóttur. Þau eru bæði að hefja sitt annað kjörtímabil og hafa því meiri reynslu en flestir samstarfsmenn þeirra í bæjarstjórn. Andri steig í ræðustól þegar fjallað var um umdeildar breytingar á skipulagi í elsta bæjarhluta Akureyrar. Hann talaði í háðstón um ,,spekingana” hjá Minjastofnun Íslands og hnýtti í bæjarfulltrúa fyrir að vitna til umsagnar þeirrar stofnunar.  Virðingarleysið sem Andri Teitsson sýndi faglegri og vandaðri umsögn sérfræðings Minjastofnunar er auðvitað ósæmandi.

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri í stjórnun árið 2023

Flest öll fylgjumst við vel með og fögnum alls kyns þróun og breytingum í umhverfi okkar, væntanlega einna helst allri þeirri áhugaverðu tækniþróun sem við sjáum nánast daglega og virðist verða meiri og hraðari með hverjum degi. Tækniþróun sem getur sparað kostnað en ekki síður tækniþróun sem getur losað um hæfni, búið til ný tækifæri og skapað aukið virði.

Aðrar stórar breytingar í umhverfi okkar nú og á undanförnum árum eru t.d. aukin alþjóðavæðing, aukin áhersla á umhverfismál, aukið langlífi, aukin fjölmenning o.fl.

Lesa meira

Barnaheimili á Indlandi styrkt af Ísfell og Gentle Giants á Húsavík

Daníel Chandrachur Annisius skrifar

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

„Létum ekki á okkur fá þó bylturnar yrðu all svakalegar“

Ingólfur Sverrisson færir okkur hina vinælu Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Nú er komið að okkur

Nýlega birtust fréttir þess efnis að matvælaráðherra hafi ákveðið að sleppa framlagningu frumvarps um sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði og tekið það úr málaskrá ráðuneytisins. Þetta eru vissulega vonbrigði þar sem hagræðing af slíkri sameiningu í þágu matvælaframleiðenda og neytenda hefur fengið mikla umfjöllun, bæði á Alþingi og á vettvangi bænda. Þegar við tölum um þessa hagræðingu þá erum við að tala um milljarða. Upphæðir sem geta skipt sköpum fyrir bændur og framtíð íslensks kjötiðnaðar.

Lesa meira

Framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri sem og Smámunasafns Sverris Hermannssonar, einnig Wathnehússins

Hugleiðingar.
Iðnaðarasafnið
Eins og flestur er kunnugt er framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri í miklu uppnámi vegna fjárskorts.
Nú þegar þessi orð eru sett á blað höfum við ekki heyrt eitt einasta orð frá Akureyrarbæ og bréfi okkar til allra bæjarfulltrúa hefur enn ekki verið svarar.
Verði þessu safni lokað verður mjög merkileg iðnaðarsaga Akureyrar sett niður í kassa og sennilega aldrei tekin upp aftur. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur nú í tæp 25 ár safnað munum og mynjum ásamt frásögnum af sögu sem er svo merkileg og eiginlega má segja með sanni að saga Akureyrar væri öðuvísi og mikið litlausari ef iðnaðarsaga þess væri ekki tiltæk.
Lesa meira

Öflugra sjúkrahús – betri heilbrigðisþjónusta

Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki á landsbyggðinni, þar er veitt almenn og sérhæfð heilbrigðisþjónusta með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Sjúkrahúsið er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Þar hefur undanfarin ár verið lögð aukin áhersla á kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er starfandi deild mennta og vísinda sem sér um skipulag, umsjón og eftirlit með því sem lýtur að menntun og vísindum þvert á allar starfseiningar sjúkrahússins. Á sama tíma og íslenskt heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir alvarlegum mönnunarvanda er fyrirséð að fjölga þurfi verulega starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Á meðan Landspítalinn Háskólasjúkrahús (LSH) sér fram á að erfitt sé að taka á móti fleiri nemum hefur Sjúkrahúsið á Akureyri sagst geta tekið að sér fleiri nema og stærri verkefni. En svo það sé hægt þarf einnig fleira að koma til. 

Lesa meira