
Þegar ég uppgötvaði hvað Efling raunverulega var
Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.