Pistlar

Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta

Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu.

Lesa meira

Ljúft er að láta sig dreyma

Ragnar Sverrisson, kaupmaður skrifar

Lesa meira

„Eldarnir læstu sig um köstinn og stigu hvæsandi til himins“

Gamli Eyrarpúkinn heilsar nýja árinu með sínum þriðja pistli um uppvaxtarár sín á Eyrinni

Lesa meira

Ertu jólasveinn?

Hugleiðing um okkar eigið hugarfar í upphafi nýs árs

Lesa meira

Nýárskveðja frá bæjarstjóra Akureyrar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, óskar lesendum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.

Lesa meira

Tónamartröð

Ný skipulagslýsing fyrir breytt skipulag Spítalabrekkunnar (Spítalavegur og Tónatröð) fer nú til kynningar meðal bæjarbúa . Hún felur í sér róttækar breytingar frá fyrra aðalskipulagi. Og atburðarásin í Spítalabrekkunni er hröð.

Lesa meira

Að afrækja eigið afkvæmi

Lesa meira

Góðir grannar eru gulls ígildi

Það var notalegt að rölta niður Skólavörðurstiginn á aðventunni. Við Skólavörðustíginn  er að finna flestar listaverkaverslanir, handverkshús, gallerí og túristabúðir borgarinnar sem trekkja að og færa líf á svæðið. Gatan lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ríkmannlegum. Í þessum húsum þrífst margvísleg starfsemi.

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Um miðja síðustu öld var einn barnaskóli á Akureyri, einn gagnfræðaskóli, tvö kaupfélög, þrjár leigubílastöðvar enda fátt um einkabíla og svo tveir barir: Diddabar og Litlibar sem báðir gerðu út á bindindi og fagurt líferni í hvívetna enda þótt einhverjir þættust merkja þar óreglu endrum og sinnum – einkum þegar togarar voru í höfn. Þá var oft gott að læðast inn á barina og kaupa Valash, Lindubuff og bolsíur, allt eftir kaupgetu hvers dags sem venjulega var í beinum tengslum við hvað tókst að selja mörg eintök af Degi þá vikuna á kaupfélagshorninu við brunahanann stóra.

Lesa meira

Það er gott að gráta

Ég fór að gráta um daginn. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Ég er mjúkur maður sem leyfir sér stundum að gráta, tilfinningabolti sem hlær mikið hlýtur líka stundum að gráta. Svo hefur mig líka alltaf grunað að það sé hollt og gott að gráta annað slagið. Við mannfólkið elskum allt sem er hollt, það er meira að segja í tísku að vera hollur. En þrátt fyrir það held ég að ansi margir, og þá kannski sérstaklega kynbræður mínir, leyfi sér ekki að gráta nógu oft. 

Lesa meira

Gleymum ekki þeim sem minna hafa

Það er óskandi að allir séu komnir í jólaskap og gleðin ráði ríkjum nú þegar aðventan er í algleymingi. Jólin eru jú tími kærleika og friðar, hátíð barna og fjölskyldunnar.

Lesa meira

Þjóðbraut ofan Akureyrar

Fyrir skömmu kynnti ný ríkisstjórn málefnasamning þar sem loftlags- og umhverfismál eru sett á oddinn.  Frá nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi heyrist einnig að þar munu öll lagafrumvörp fara í gegnum “loftlagssíu" til að tryggja að ekkert verði samþykkt sem stríðir á móti markmiðum um  vistvæna framtíð.  Hér á Akureyri fer þróunin í allt aðra átt. Engin loflagssía, ekkert vistvænt mat, ekkert samráð við bæjarbúa

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Ein af mínum fyrstu endurminningum tengist umferðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Löngum stóð ég við rimlana á hliðinu við Brekkugötu 29 og horfði yfir götuna í austur til að fylgjast með bílunum sem þar fóru framhjá.

Lesa meira

Út á guð og gaddinn

Á dögunum bárust Akureyringum til eyrna þær fregnir að verið væri að brýna niðurskurðarkutann hjá stjórn Akureyrarbæjar.
Þannig fréttir eru alltaf slæmar og þegar sveðjunni er beint að viðkvæmum málefnum og hópum, eru slíkar aðfarir bæjarstjórn síst til sóma.

Lesa meira

Í þögninni þrífst ofbeldi

Þegar ég var í grunnskóla fengum við kynningu frá lögreglunni og slökkviliðinu. Í þeim kynningum var mikið talað um neyðarlínuna og símtöl þangað. Alveg þar til ég sjálf byrjaði í lögreglunni sat það fast í mér að það ætti enginn að hringja í neyðarlínuna nema það væri fólk sem væri bókstaflega í lífshættu í kringum þig. Það mætti alls ekki hringja þangað inn að óþörfu og trufla starfsfólkið. Neyðarlínan væri fyrir neyðarsímtöl.

Lesa meira

Öryggi á netmiðlum og fræðsla um stafrænt kynferðisofbeldi

Ríkislögreglustjóri vinnur nú að aðgerðum gegn stafrænu ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við samkomulag þess efnis við ráðuneyti félags- og dómsmála.

Lesa meira

Öfgar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.

Alvarlegt kynbundið ofbeldi er sorgleg staðreynd á Íslandi og hafa m.a. eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum sínum af hárri tíðni heimilisofbeldis hér á landi og hversu vægt er tekið á kynbundnu ofbeldi innan réttarkerfisins.

Lesa meira

Að „selja ömmu sína“

Benedikt Sigurðarson skrifar um mögulega sölu á húseignum sem hýsa megnið af öldrunarþjónustu Akureyrar.
Lesa meira

Heimspeki Magnúsar

Ég var svo heppinn að vera gestur á 75 ára afmælistónleikum Magnúsar Eiríkssonar á dögunum. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir, enda kannski annað varla hægt því laga- og textasmíðar Magnúsar eru á heimsmælikvarða. Það eru ekki bara snjöllu melódíurnar og hljómarnir sem gera lögin hans svo einstök, Magnús er nefnilega mikill heimspekingur og setur oft fram snjalla og áhugaverða sýn á lífið í textunum sínum.
Lesa meira

Opið bréf til bæjarráðs Akureyrarbæ

Fimmtudaginn 11. nóvember sl. var formlegt erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) tekið fyrir í bæjarráði Akureyrarbæjar. Þar var óskað eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi-norður.
Lesa meira

Ár kattarins

Kattafárið mikla á Akureyri hefði getað verið prýðilegur titill á nýja Tinna-bók en er þess í stað raunsönn lýsing á umræðunni undanfarið. Það þarf varla að tíunda það nánar en hér er að sjálfsögðu átt við viðbrögð við því að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fyrir skemmstu að banna lausagöngu katta frá og með árinu 2025; og fara þannig að fordæmi nágrannasveitarfélagsins Norðurþings en þar hefur slíkt bann verið við lýði um árabil.
Lesa meira

Heiðursborgari Húsavíkur

Sveitarstjórn skal vera einhuga við val á heiðursborgara
Lesa meira

Að forðast samtalið

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Bæjarstjórn Akureyrar lét sig hafa það í vor að samþykkja einhliða og án samráðs við bæjarbúa afdrifaríkar breytingar á skipulagi miðbæjarins frá árinu 2014
Lesa meira

Kvöldstund í Freyvangi

Blákaldur veruleikinn nægir fólki ekki. Þess vegna býr það sér til allskonar hliðarveruleika. Hliðarveruleikarnir eru eins og nafnið gefur til kynna eitthvað sem er til við hliðina á veruleikanum. Þar getur verið um upplifanir að ræða; fagurfræðilegar, trúarlegar, erótískar eða húmorískar. Hliðarveruleikarnir geta líka átt sér stað inni á ákveðnum rýmum sem eru hannaðir með það í huga að þeir geti orðið til: kirkjur og aðrir helgidómar, listasöfn, leikhús og barir, eru dæmi um híbýli hliðarveruleikanna.
Lesa meira

Þegar ekki er hægt að versla í heimabyggð

Hörð viðbrögð við fyrirhugaðri lokun Húsasmiðjunnar á Húsavík
Lesa meira

Lifandi og fjölbreytt samfélag í 15 ár

Það var á fyrsta degi sumars 2006 sem hugsjónafólk á Akureyri kom saman til að setja á fót Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi og átta árum síðar tók AkureyrarAkademían við starfseminni og nú á þessu ári er 15 ára afmæli fagnað.
Lesa meira

Öll börnin sem bíða eftir frístundarstyrk

Eitt barna minna er á þriðja ári. Samkvæmt Heilsuveru á það að geta sinnt grófþroska sínum á eftirfarandi máta; Hoppað jafnfætis, hlaupið, klifrað og dansað. Gengið afturábak, sparkað í bolta, kastað bolta og gripið stóran bolta. Staðið á tám og staðið á öðrum fæti í eina sekúndu eða lengur. Hann getur gert allt þetta. Frábært!
Lesa meira