Spámennirnir
Það er víst þannig að fáir eru lifandi spámenn í sínu heimalandi. Sem dæmi vilja þjóðverjar lítið kannast við stórhljómsveitina Rammstein, sem syngur oftar en ekki ádeilu á stjórnvöld og heimsmynd sína. Íslendingar voru lengi að meðtaka Sigurrós sem þá hafði farið sigurför um heiminn og komið Íslandi rækilega á kortið og ef horft er enn lengra aftur var sjálfur Albert Einstein gerður brottrækur úr sínu heimalandi fyrir falsvísindi sem samræmdust ekki stefnu þáverandi stjórnvalda. Einstein hélt því m.a. fram að ímyndunaraflið væri mun mikilvægara en vitneskja. Vitneskja væri takmörkuð en ímyndunaraflið bæri mann hringinn í kringum hnöttinn.