Pistlar

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira

Takið skrefið til baka og endurhugsið forsendur

Ef Akureyri á að standa undir nafni sem "hin borgin" á Íslandi, er nauðsynlegt að geta haldið áfram að bjóða ungu fólki alls staðar að af landinu upp á tvo ólíka og sterka skóla. Það er mikilvægt fyrir Akureyri, Norðurland og landið í heild sinni.

Lesa meira

Samskipti eru kjarni góðs vinnustaðar

Undirrituð starfar sem ritari Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar og hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt og hálft ár. Margir hafa reynslu af riturum í stöðum eins og skólaritara. Þá hugsar maður um einstakling sem veit einhvern veginn hvar allir húsinu eru staddir, heldur utan um fjarvistir nemenda og getur alltaf reddað öllu sem mann skortir. Þetta er allavega það sem kom í huga mér þegar ég sótti um starfið. Þessi lýsing hefur reynst að mestu leyti rétt og hef ég komist að því að starf ritara er sennilega með því fjölbreyttasta sem maður getur unnið í skrifstofuvinnu.  Samskipti við viðskiptavini og fagaðila eru mikil í mínu starfi og er það kostur fyrir manneskju eins og mig sem finnst einstaklega gaman að spjalla.

Lesa meira

Mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur

Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hefur reglulega fjallað um málefni Húsavíkurflugvallar og áætlunarflugs til Húsavíkur. Húsavíkurstofa og stéttarfélagið Framsýn sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur fyrir heimafólk og atvinnulíf. Það ríkir fákeppni í innanlandsflugi og eru leiðir innanlands styrktar með ríkisframlagi. Það gildir ekki um Húsavík.

Í Þingeyjarsýslu eru stór verkefni fram undan eins og uppbygging í landeldi á fiski, Grænna iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar og í ferðaþjónustu. Reglulegt áætlunarflug og greið loftleið milli höfuðborgarsvæðisins og Húsavíkur er ein af undirstöðum þess að vel takist til. Fulltrúar Norðurþings og stéttarfélagsins Framsýnar eiga fund með fulltrúum flugfélagsins Ernis næstkomandi mánudag vegna málsins.

Byggðarráð Norðurþings hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórn flugfélagsins Ernis, Isavia sem og stjórnvöld. Mikilvægi flugleiðarinnar til Húsavíkur og Húsavíkurflugvallar ætti að vera öllum ljóst sem hlekkur í frekari uppbygging og vexti svæðisins. Til að svo megi vera þarf aðkomu ríkisvaldsins rétt eins og á öðrum flugleiðum.

Lesa meira

Við eigum að berjast fyrir því að krakkarnir okkar hafi áfram val.

Nærri aldarfjórðungs starf með ungu fólki hefur kennt mér að unga kynslóðin hefur rödd og skoðanir sem vert er að hlusta á. Þessi afstaða Hugins kemur ekki á óvart en það gleður kennarahjartað að finna eldmóðinn sem býr að baki þessari yfirlýsingu.

Lesa meira

Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál

Lesa meira

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar vegna vaxtahækkana og afkomukreppu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í gær. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru endalausar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands.  Ljóst er að hækkanirnar hitta ekki síst láglaunafólk illa fyrir. Mikil reiði kom fram á fundinum með stöðu mála. Eftir kröftugar umræður samþykkti fundurinn samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og getuleysi stjórnvalda er mótmælt harðlega:

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sannarlega gerði ykkar einlægur sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi dagsins þegar ég, tæplega eins árs, var í fylgd foreldra minna á Ráðhústorgi Akureyrar þann 17. júní árið 1944. Þar var saman kominn múgur manns í sínu fínasta pússi og allir virtust glaðir og kátir.  Íslenski fáninn blakti á mörgum stöngum í sunnan golunni, lúðrasveit spilaði af öllum lífs og sálar kröftum og karlakórar sungu ættjarðarsöngva.  

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira