Pistlar

Hjól atvinnulífsins farin að snúast

Nú þegar veðrið hefur leikið við okkur og bansett veiran er hætt að halda okkur í gíslingu er ekki laust við að geðið lyftist og aukinnar bjartsýni gæti. Maður leyfir sér loks að trúa á framtíðina.
Lesa meira

Byggjum undir öflugt íþróttastarf

Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum. Gleði, kapp og ánægja skein úr hverju andliti sem er okkur KA fólki mikils virði enda leggja fjölmargir sjálfboðaliðar félagsins gríðarlega vinnu á sig til þess að mótið geti farið fram. Fyrir þessa vinnu erum við félagsmönnum okkar þakklátir því það er í raun ekkert sjálfgefið í dag að fólk fórni tíma sínum í félagsstarf sem þetta. KA er sem betur fer ríkt af virkum sjálboðaliðum og stuðningsmönnum.
Lesa meira

Hið eilífa nú

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ætli textahöfunda hafi raunverulega grunað hversu hratt tíminn gæti liðið? Eða líður tíminn kannski hraðar eftir því sem fólk eldist? Það eina sem ég veit er að tíminn geysist áfram af ógnarhraða. Dagar, vikur, mánuðir, ár. Furðulegast finnst mér að venjast því að rifja upp eitthvað sem átti sér stað fyrir tuttugu árum en gæti allt eins hafa gerst í gær. Svo magnaður er heilinn okkar að geta kallað fram minningar æsku- og unglingsára eins og ekkert sé. En hvað er það sem kallar þetta fram og heldur í minningarnar? Fljótt á litið langar mig að segja skynfærin. Það eru skynfærin sem færa okkur til baka. Ilmur af einhverju, kunnuglegt lag, mynd sem augað nemur, minning um snertingu.
Lesa meira

Dýrin í skógunum

Lesa meira

Stelpurnar okkar

Lesa meira

Fúavarnir

Lesa meira

Orðsending knattspyrnudeildar KA vegna vallarmála

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir.
Lesa meira

Það virðist skipta máli hvaðan tillagan kemur - Laust starf?

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings mun láta af störfum 1. september næstkomandi. Sú stjórnendastaða heyrir beint undir sveitarstjóra.
Lesa meira

Sumar í samfélagi?

Lesa meira

Hátíðarræður fæða ekki fólk

Þegar styttist fer í kosningar fjölgar í orði kveðnu vinum íslensks landbúnaðar og jafnvel talsmenn lítilla hafta á innfluttar landbúnaðarvörur reyna að selja almenningi þá hugmyndafræði að ó- eða lítið heftur innflutningur efli íslenskan landbúnað með rökum eins og að heilbrigð samkeppni á markaðslegum foresendum ýti undir þróun í innlendri matvælaframleiðslu.
Lesa meira

Aldraðir, Hvammur og hjúkrunarheimili

Þeir einstaklingar sem fæðast í dag geta búist við því að ná jafnvel 135 ára aldri. Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu. Meðalævilengd karla á Íslandi er 81 ár og kvenna 84,1 ár. Sömuleiðis er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi. Okkur fjölgar hratt og við lifum lengur. Þessi þróun er þó engin trygging fyrir því að lífslíkur haldi áfram að aukast. Það er hinsvegar blekkingar hámarkinu sé náð.
Lesa meira

Skólar fyrir kerfin eða skólastarf fyrir börn?

Lesa meira

Lítill lesskilningur-önnur fyrirspurn til Ásthildar

Lesa meira

Byggðavegi breytt í bílastæðagötu!

Lesa meira

Langþráð skóflustunga að stækkun flugstöðvar á Akureyri

Lesa meira

Frídagur hinnar deyjandi stéttar

Frídagur sjómanna var á sunnudag fyrir rúmri viku. Á Húsavík var lítið um hátíðarhöld og dagurinn leið eins og hver annar sunnudagur. Covid 19 faraldurinn hefur þar eflaust eitthvað að segja. Þó má ekki má líta fram hjá því að sjóssókn frá Húsavík er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem áður var ef frá er talin útgerð hvalaskoðunarbáta. Smábátaútgerð er sáralítil og nýliðun í greininni er nánast engin, enda er hún ömöguleg án aflaheimilda. Ef ekki væri fyrir útgerð GPG væri nánast engin fiskiútgerð á Húsavík.
Lesa meira

Fyrirspurn til bæjarstjórnar Akureyrar

Lesa meira

Að koma við kaunin í mönnum

Lesa meira

Gríma Sjálfstæðisflokks fallin?

Ég er langþreyttur Sjálfstæðismaður (smá rant). Búinn að vera flokksbundinn frá 15 ára aldri með einu hléi þó. Ég er meira að segja í þeim armi sem hlýtur að vera langþreyttastur, en það eru Sjálfstæðismenn utan höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Mér er drull

Lesa meira

Til framtíðar

Lesa meira

Þambara vambara þeysisprettir, því eru hér svo margir kettir?

Fyrr í vor sendi Siglfirðingurinn Sigurður Ægisson tillögu á skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem fól í sér að lausaganga katta yrði bönnuð í sveitarfélaginu. Erindið var samþykkt enda engin rök með því að einn hópur gæludýraeigenda sleppi við það að bera nokkra ábyrgð á sínu dýri á meðan aðrir þurfa að hafa sín dýr undir ströngu og stöðugu eftirliti. Þá rann kattareigendum kalt vatn milli skinns og hörunds enda sáu þeir fram á að þurfa að hugsa um dýrið sitt eins og aðrir dýraeigendur. Við tóku persónuárásir og svívirðingar á internetinu þar sem engu var til sparað.
Lesa meira

Alþjóðadagur foreldra

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Í dag er alþjóðadagur foreldra. Hlutverkið er ærið en æ minni tími til að sinna því? Skólar, íþróttafélög og aðrir fagaðilar hafa tekið við hlutverki foreldra að einhverju leyti sem uppalendur. Foreldri þarf ekkert að læra til að vera heldur aðeins gera. Það segir í fyrra markmiði foreldrasáttmálans sem er víða í notkun: „Að vekja foreldra og forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess að sýna börnum og unglingum umhyggju, virkan stuðning og setja þeim skýr mörk.‟
Lesa meira

Húsavík, My Hometown

Ef einhvern tímann hefur verið gaman að vera frá Húsavík, þá er það sannarlega núna. Húsavík, My Hometown. Á innan við ári höfum við eignast hlutdeild í svolítið kjánalegri gamanmynd um "húsvíkinginn" Lars og draum hans um að sigra Eurovision söngvakeppnina. Lagið Húsavík var svo tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lagið með tilheyrandi fjaðrafoki og upptökum við Húsavíkurhöfn og nú síðast birtist stigakynnir okkar Íslendinga í Eurovision á skjám Evrópubúa með Húsavíkurkirkju í baksýn.
Lesa meira

Draumurinn að ferðast um eigið land

Síðasta sumar var ólíkt öllum öðrum vegna ástæðu sem allir þekkja. Íslendingar nýttu sér í mun meira mæli áfangastaði innanlands og þá þjónustu sem er í boði um landið okkar allt en þeir hafa gert áður. Samsetning ferðafólks var þannig, með tilliti til þjóðernis, ólík því sem ferðaþjónustuaðilar hafa átt að venjast.
Lesa meira

Þöggun

Lesa meira

Taktu þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina

Lesa meira