Tón - list
Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla. Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu. En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út. Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.