
Vorið kallar á sterkar sveitarstjórnir
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar í Þingeyjarsýslum. Eins og alltaf er mikilvægt að hæft og áhugasamt fólk veljist til þessara mikilvægu starfa í þágu samfélagsins. Því miður hefur verið dapurlegt að fylgjast með því mikla brottfalli sem verið hefur meðal kjörinna sveitarstjórnarmanna undanfarin misseri, sérstaklega hvað varðar sveitarfélagið Norðurþing. Það sama á við um æðstu stjórnendur sveitarfélaga sem hafa komið og farið. Þar á ég við sveitarstjóraskipti í Langanesbyggð og Skútustaðahreppi, svo ekki sé nú talað um vandræðaganginn sem verið hefur í yfirstjórn Norðurþings á yfirstandandi kjörtímabili sem fer í sögubækurnar.