Pistlar

Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi

Helgi Héðinsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifa

 

Lesa meira

Framsókn í verðmætasköpun

Kröftugt atvinnulíf er forsenda þess að við eflum okkar bæ, löðum að nýja íbúa og tryggjum að unga fólkið okkar geti snúið heim aftur eftir nám. Við í Framsókn leggjum áherslu á gott samstarf við atvinnulífið og að við tölum okkur upp sem öflugt atvinnusvæði. 

Lesa meira

Skilum góðu búi

Á fundi bæjarráðs í morgun var lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 og verður reikningurinn tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku.

Óhætt er að segja að rekstrarniðurstaða ársins hafi farið fram úr björtustu vonum en mikill viðsnúningur varð á rekstri og var samstæða Akureyrarbæjar rekin með 752 milljón króna tekjuafgangi samanborið við ríflega 1.611 milljón króna rekstrarhalla í árinu 2020. 

Árangur náðist með samvinnu

Í september 2020 tóku allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn ákvörðun um að vinna saman í því flókna verkefni sem við stóðum frammi fyrir vegna áhrifa Covid.  Óvissa í rekstri var algjör á þeim tíma, bæði þegar horft var til tekna og gjalda, miklar hækkanir voru á launum vegna kjarasamninga og fyrir lá að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir m.a. til að draga úr rekstrargjöldum en á sama tíma að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá var ljóst að mikill rekstrarhalli  yrði á árinu 2020 og þörf var á auknum lántökum til að standa undir framkvæmdum. 

Fjárhagsáætlun ársins 2021 tók því mið af þessu ástandi sem ríkti síðla árs 2020.  Lögð var rík áhersla á hagræði í rekstri auk þess sem tekjuspá var varfærin þar sem mikil óvissa var um þróun útsvarstekna.  Mitt í þessum ólgusjó stóðum við líka frammi fyrir því að fylgja eftir ákvörðun okkar um að skila rekstri Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins.  Sú ákvörðun var ekki auðveld og nokkuð umdeild í samfélaginu en sameinuð bæjarstjórn stóð í lappirnar og má glöggt sjá jákvæð áhrif af þeirri ákvörðun í rekstri ársins 2021.

Strax í upphafi árs 2021 lá fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til skiluðu árangur og útsvarstekjur skiluðu sér mun betur en ráð var fyrir gert.  Þrátt fyrir að ljóst væri að tekjur sveitarfélagsins yrðu mun hærri á árinu 2021, en áætlanir gerðu ráð fyrir, var algjör samstaða innan bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri vegferð sem að var stefnt.

Lesa meira

Ég er jafnaðarmaður

Hvað þýðir það?

Lesa meira

Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fólki á öllum aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára háskólanám og kennt við Háskóla Íslands. Námið byggir á félagslegum skilningi á fötlun, margbreytileika og óendanlegu verðmæti hverrar manneskju. Meðal viðfangsefna í náminu eru: Þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, þroskasálfræði, siðfræði, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldur og samvinna, forysta og heildræn þjónusta og mannréttindi.

Lesa meira

Íslenska veðráttan...

...er svolítið eins og íslenska bjartsýnin. Óbilandi og óútreiknanleg

Lesa meira

„Aldrei hafði ég séð slíka dýrð, mig svimaði hreinlega – þvílíkt hús, þvílíkur geimur“

Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa. 

Lesa meira

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.

Lesa meira

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda.

Lesa meira

Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna.

Lesa meira

Allt að gerast!

Akureyri er í stórkostlegu sóknarfæri, nú hafa framsæknir aðilar stofnað flugfélag á Akureyri sem hyggur á reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll en með því myndast svo sannarlega önnur gátt inn í landið.

Lesa meira

Borgin við heimskautsbaug!

Þannig gæti eitt af slagorðum ferðabæklinga framtíðarinnar, þar sem Akureyri er kynnt fyrir væntanlegum ferðamönnum, hljómað.

Lesa meira

Opið bréf til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar

Samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 24. febrúar síðastliðnum er nú búið að fela skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaðar framkvæmdir SS Byggis við Tónatröð. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað í tengslum við afgreiðsluferlið sem ég tel mikilvægt að fá svör við áður en haldið er af stað í þá vegferð að kollvarpa forsendum og markmiðum aðalskipulags til að koma til móts við óskir verktakans. Þeim spurningum er hér með beint til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar og vænti ég þess að fá við þeim efnisleg svör.

Lesa meira

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Lesa meira

„Opinmynntur og steinhissa tók hann við vendinum”

Einvalalið kennara starfaði við Barnaskólann eina á Akureyri um miðja 20. öldina.  Ekki nóg með að þeir sinntu starfi sínu þar af mikilli kostgæfni heldur voru margir þeirra þekktir í bænum vegna annarra starfa sem þeir unnu að í frístundum. 

Lesa meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð.

Lesa meira

Landsvirkjun er ekki til sölu

Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins. Einstaka þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að selja hluti í Landsvirkjun en þingmenn Framsóknar eru alfarið á móti þessum hugmyndum og koma ekki til með að breyta þeirri afstöðu.

Lesa meira

Áskorun til sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps

Nýlega hófust miklar framkvæmdir við húsnæði Seiglu, Litlulaugaskóla, á Laugum. Framkvæmdir sem einhverjir hafa sjálfsagt látið sig dreyma um lengi, að breyta fyrrum skólahúsinu í sveitarstjórnarskrifstofu. Sá grunur læðist að manni að ráðist sé í framkvæmdirnar núna sökum þess að við stöndum á ákveðnum tímamótum því ýmislegt bendir til þess að ekki hafi verið gefinn nægur tími til undirbúnings. Verkið verður mjög kostnaðarsamt og mun eðlilegra hefði verið að íbúar væru spurðir og ný sveitarstjórn hefði ráðist í svona verk eftir kosningar. Þá má líka spyrja sig af hverju húsnæði á Skútustöðum gat ekki þjónað stjórnsýslu nýs sveitarfélags ef einhver þörf var þá yfir höfðu á nýju eða viðbótar stjórnsýsluhúsi.

Lesa meira

Menn með byssur

Góður Guð verndi alla fyrir ógnum stríðs og haturs. 

Lesa meira

Vorið kallar á sterkar sveitarstjórnir

Framundan eru sveitarstjórnarkosningar í Þingeyjarsýslum. Eins og alltaf er mikilvægt að hæft og áhugasamt fólk veljist til þessara mikilvægu starfa í þágu samfélagsins. Því miður hefur verið dapurlegt að fylgjast með því mikla brottfalli sem verið hefur meðal  kjörinna sveitarstjórnarmanna undanfarin misseri, sérstaklega hvað varðar sveitarfélagið Norðurþing. Það sama á við um æðstu stjórnendur sveitarfélaga sem hafa komið og farið. Þar á ég við sveitarstjóraskipti í Langanesbyggð og Skútustaðahreppi, svo ekki sé nú talað um vandræðaganginn sem verið hefur í yfirstjórn Norðurþings á yfirstandandi kjörtímabili sem fer í sögubækurnar. 

Lesa meira

Sanngjörn samkeppni

Fyrr í vetur fór fram sérstök umræða um innlenda matvælaframleiðslu að minni beiðni. Þar lagði ég megináherslu á þrjú atriði; sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði, tollasamninginn við Evrópusambandið og endurskoðun hans og aðgerðaáætlunin um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Lesa meira

Verður kosið um gras?

Eins og oft áður eru málefni íþróttafélaga og uppbygging íþróttamannvirkja áberandi í aðdraganda kosninga og nú er umræða um ástand gervigrasvalla afar hávær.

Lesa meira

Draumur um frelsi

Útvarpsmaðurinn og gleðigjafinn Siggi Gunn rýnir í texta Billy Taylor frá árinu 1963 í laginu I Wish I Knew How It Would Feel to Be Free

Lesa meira

Spámennirnir

Það er víst þannig að fáir eru lifandi spámenn í sínu heimalandi. Sem dæmi vilja þjóðverjar lítið kannast við stórhljómsveitina Rammstein, sem syngur oftar en ekki ádeilu á stjórnvöld og heimsmynd sína. Íslendingar voru lengi að meðtaka Sigurrós sem þá hafði farið sigurför um heiminn og komið Íslandi rækilega á kortið og ef horft er enn lengra aftur var sjálfur Albert Einstein gerður brottrækur úr sínu heimalandi fyrir falsvísindi sem samræmdust ekki stefnu þáverandi stjórnvalda. Einstein hélt því m.a. fram að ímyndunaraflið væri mun mikilvægara en vitneskja. Vitneskja væri takmörkuð en ímyndunaraflið bæri mann hringinn í kringum hnöttinn.

Lesa meira

Útilegumenn á meðal okkar

Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini

 

Lesa meira

„Við eigum hér á Akureyri einn yfirlögguþjón/hann gengur greitt um göturnar og greyið heitir Jón”

Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir. 

Lesa meira

Þegar ég uppgötvaði hvað Efling raunverulega var

Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.  

Lesa meira