Útilegumenn á meðal okkar
Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini
Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini
Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir.
Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.
„Borgarstjóri Akureyrar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 þar sem kynnt verður það sem efst er á baugi í skipulagsmálum innan borgarinnar og mun eiga samtal við fundarmenn um framtíðarþróun hennar. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar sínar fyrir fundinn svo upplýsa megi um það sem þeim er ofarlega í huga.”
„Blása meira, blása meira,” sagði Ágústa litla systir þegar við Árni bróðir stóðum uppi á stól við herbergisgluggann og blésum allt hvað af tók á frostrósirnar á rúðunni. Smá saman tókst okkur að mynda ofurlítið gat á frostnu glerinu og fórum að sjá í gegn út á lóð. En þá tók ekki betra við því stórhríðin undanfarna daga hafði safnað í heljarins skafl fyrir sunnan húsið okkar svo ekki sást í það næsta.
Huld Hafliðadóttir skrifar um hve lánsöm við erum að búa við hernaðarlausa menningu á Íslandi
Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni undanfarið, en þar nægir að nefna tjón af völdum snjóflóða, öskufalls, jarðskjálfta og aurflóða.
Þetta er Oddeyrargatan okkar upp úr 1930, ein fallegasta íbúagata Akureyrar þori ég að fullyrða. Fyrir tíma götunnar voru hér beitarlönd ofan við byggðina en sagt er að kýr smábænda á Oddeyri hafi markað götustæði Oddeyrargötunnar þegar þær voru reknar á beit á túnunum þar sem nú er Helgamagrastræti og Þórunnarstræti.
Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars skrifar um hin raunverulegu verðmæti í lífinu.
Hallgrímur Gíslason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri skrifar
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu.
Ragnar Sverrisson, kaupmaður skrifar
Gamli Eyrarpúkinn heilsar nýja árinu með sínum þriðja pistli um uppvaxtarár sín á Eyrinni
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, óskar lesendum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.
Ný skipulagslýsing fyrir breytt skipulag Spítalabrekkunnar (Spítalavegur og Tónatröð) fer nú til kynningar meðal bæjarbúa . Hún felur í sér róttækar breytingar frá fyrra aðalskipulagi. Og atburðarásin í Spítalabrekkunni er hröð.
Það var notalegt að rölta niður Skólavörðurstiginn á aðventunni. Við Skólavörðustíginn er að finna flestar listaverkaverslanir, handverkshús, gallerí og túristabúðir borgarinnar sem trekkja að og færa líf á svæðið. Gatan lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ríkmannlegum. Í þessum húsum þrífst margvísleg starfsemi.
Um miðja síðustu öld var einn barnaskóli á Akureyri, einn gagnfræðaskóli, tvö kaupfélög, þrjár leigubílastöðvar enda fátt um einkabíla og svo tveir barir: Diddabar og Litlibar sem báðir gerðu út á bindindi og fagurt líferni í hvívetna enda þótt einhverjir þættust merkja þar óreglu endrum og sinnum – einkum þegar togarar voru í höfn. Þá var oft gott að læðast inn á barina og kaupa Valash, Lindubuff og bolsíur, allt eftir kaupgetu hvers dags sem venjulega var í beinum tengslum við hvað tókst að selja mörg eintök af Degi þá vikuna á kaupfélagshorninu við brunahanann stóra.
Ég fór að gráta um daginn. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Ég er mjúkur maður sem leyfir sér stundum að gráta, tilfinningabolti sem hlær mikið hlýtur líka stundum að gráta. Svo hefur mig líka alltaf grunað að það sé hollt og gott að gráta annað slagið. Við mannfólkið elskum allt sem er hollt, það er meira að segja í tísku að vera hollur. En þrátt fyrir það held ég að ansi margir, og þá kannski sérstaklega kynbræður mínir, leyfi sér ekki að gráta nógu oft.
Það er óskandi að allir séu komnir í jólaskap og gleðin ráði ríkjum nú þegar aðventan er í algleymingi. Jólin eru jú tími kærleika og friðar, hátíð barna og fjölskyldunnar.
Fyrir skömmu kynnti ný ríkisstjórn málefnasamning þar sem loftlags- og umhverfismál eru sett á oddinn. Frá nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi heyrist einnig að þar munu öll lagafrumvörp fara í gegnum “loftlagssíu" til að tryggja að ekkert verði samþykkt sem stríðir á móti markmiðum um vistvæna framtíð. Hér á Akureyri fer þróunin í allt aðra átt. Engin loflagssía, ekkert vistvænt mat, ekkert samráð við bæjarbúa
Ein af mínum fyrstu endurminningum tengist umferðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Löngum stóð ég við rimlana á hliðinu við Brekkugötu 29 og horfði yfir götuna í austur til að fylgjast með bílunum sem þar fóru framhjá.
Á dögunum bárust Akureyringum til eyrna þær fregnir að verið væri að brýna niðurskurðarkutann hjá stjórn Akureyrarbæjar.
Þannig fréttir eru alltaf slæmar og þegar sveðjunni er beint að viðkvæmum málefnum og hópum, eru slíkar aðfarir bæjarstjórn síst til sóma.
Þegar ég var í grunnskóla fengum við kynningu frá lögreglunni og slökkviliðinu. Í þeim kynningum var mikið talað um neyðarlínuna og símtöl þangað. Alveg þar til ég sjálf byrjaði í lögreglunni sat það fast í mér að það ætti enginn að hringja í neyðarlínuna nema það væri fólk sem væri bókstaflega í lífshættu í kringum þig. Það mætti alls ekki hringja þangað inn að óþörfu og trufla starfsfólkið. Neyðarlínan væri fyrir neyðarsímtöl.
Ríkislögreglustjóri vinnur nú að aðgerðum gegn stafrænu ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við samkomulag þess efnis við ráðuneyti félags- og dómsmála.