Pistlar

Bærinn sem aldrei breytist

Um þessar mundir er rúmlega áratugur liðinn frá því að ég átti síðast lögheimili á Akureyri, og bráðum sex ár síðan ég flutti af landi brott. Strákurinn sem gat sko ekki beðið eftir að komast í burtu að skoða heiminn á unglingsárunum er búinn að ferðast víða og skoðar nú fasteignaauglýsingar í Dagskránni og lætur sig dreyma um lítið fúnkishús á Brekkunni, með þvottasnúrum í garðinum og bílastæði með krana fyrir þvottakúst.
Lesa meira

Kosningar og aðrir kappleikir

Það er gaman að fara á fótboltaleiki. Því betri sem mótherjarnir eru, því meira afrek verður sigurinn - eða tapið ásættanlegra. Þetta fatta ekki þeir stuðningsmenn sem leggja megináherslu á að níða niður andstæðingana og gera lítið úr þeim í stað þess að hvetja sitt lið.
Lesa meira

Kjósendur á landsbyggðinni – Lífsakkeri ykkar!

Að nýju leyfi ég mér að senda ykkur mál til umhugsunar fyrir komandi kosningar. Formaður flokks sem kennir sig við jöfnuð og öryggi siglir undir fölsku flaggi sem fyrr. „Kosningastefna flokksins grundvallast á hugmyndum jafnaðarmanna um hvernig líf almennings getur orðið öruggara og betra“.
Lesa meira

Íslenskur landbúnaður. Já eða nei?

Lesa meira

Áskorandapenninn: Guðfræði og Marvel-veröldin

Lesa meira

Hvernig víkka skal út þjóðgarð

Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins
Lesa meira

Sumar í september

Lesa meira

Morgunkaffi þingframbjóðanda

Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.
Lesa meira

Litla landið

Það er gott að búa á Íslandi, almennt. Hreint loft, óspillt náttúra og nóg pláss fyrir alla. Heilbrigðiskerfið er almennt gott, en þegar ég skrifa almennt gott, þá á ég við að út á við er það gott og það fagfólk sem heldur því uppi vill allt fyrir þegna þessa lands gera, en eitthvað er að bresta innan þess. Það sama á reyndar við um fleiri kerfi, s.s. velferðarkerfið, samanber gríðarlega aukningu innlagna á BUGL, biðlista sem sér ekki fyrir endann á og síaukna notkun kvíða- og annarra geðlyfja.
Lesa meira

Raulað í blíðunni

Að mála er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en það fylgir víst venjubundnu viðhaldi á eignum að taka sér pensil í hönd með það í huga að betrumbæta umhverfið. Í blíðunni hér á dögunum tók ég á mig rögg og klifraði upp á þak í þeim tilgangi að mála það. Þar barðist ég ber á ofan við málningarvinnuna, hlustandi á Rolling Stones. Væntanlega ekki falleg sjón.
Lesa meira

Hinn fullkomni dagur

Lesa meira

Besta loftslagsstefnan uppfærð

Lesa meira

„Hver í andskotanum vill heyra leikara tala?“

Áskorandapenninn
Lesa meira

Yfirlýsing frá eigendum FaktaBygg ehf.

Í síðustu viku fjallaði Vikublaðið um byggingu tveggja raðhúsa á Húsavík, á vegum húsnæðissamvinnufélagsins Búfesti hsf. FaktaBygg ehf. var aðalverktaki verksins, þar til samningi var rift í byrjun síðustu viku. Eigendur FaktaBygg ehf. harma að til þess hafi komið, en telja fyrri umfjöllun Vikublaðsins ekki gefa rétta mynd af málavöxtum og aðstæðum.
Lesa meira

Jafnréttismál eru byggðamál

Lesa meira

Hvað er að frétta?

Lesa meira

Fólkið, ferðalagið og vatnið

Lesa meira

Upplýsingar+uppljóstranir=aðhald

Lesa meira

Við ætlum að mæta áskorunum framtíðarinnar

Lesa meira

Búið þið þarna allt árið?

Það er notalegt að vakna á morgnana, líta út um gluggann og heyra ekki í neinni umferð. Það er notalegt að þurfa ekki að eyða tíma sínum á umferðarljósum, í biðröðum eða í að skutlast út um allar trissur.
Lesa meira

Hæglæti

Ég er mikill aðdáandi hæglætis, þar sem ég veit fyrir víst að það að lifa hæglátu lífi hefur áhrif á lífsgæði, heilsu og líðan okkar mannfólksins. Einfaldara líf án stórra, og oft á tíðum óþarfa, streituvalda getur minnkað líkur á streitutengdum sjúkdómum og lífsstílssjúkdómum umtalsvert.
Lesa meira

Sumarfrí

Í dag er fyrsti dagur í sumarfríi. Sumarfrí, þetta orð er eins og tónlist í eyrum mínum.
Lesa meira

Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig?

Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa:
Lesa meira

Ísland að gefa

Verkefni dagsins breytast eftir árstíðunum fyrir okkur miðaldra fólkið sem eigum samt ennþá unga krakka. Sumrin fara mikið í það að eltast við fótboltamót hér og þar um landið, þar sem við foreldrar erum orðin sjálfsagður hlutur af leiknum í dag sem er gott mál. Sjálfur æfði ég skíði þegar ég var ungur og man ég aðeins einu sinni eftir því að mamma mín kæmi til að sjá mig keppa, það var á Andrésarandarleikunum þegar ég var 12 ára.
Lesa meira

Á miðaldra, hreyfióða vagninum og er að fíla það

Eitt kvöldið vafraði ég um miðlana eins og oft áður, þeir voru uppfullir af fréttum um nýjan VIP næturkúbb í Reykjavík, partý í skútum og kynmök á búbbluhóteli og ég varð skyndilega ótrúlega þakklát fyrir að vera bara á miðaldra vagninum þar sem allir keppast um að vera úti að leika í náttúrunni. Þakklát fyrir að í mínu ungdæmi voru ekki til neinir áhrifavaldar eða nettröll, engir samfélagsmiðlar og aðalumhugsunarefnið var hvort það yrði sveitaball í Víkurröst eða Ýdölum um komandi helgi.
Lesa meira

Hvar er ræktunarmetnaðurinn sem ríkti á Akureyri?

Nú þykir mér minn gamli og kæri heimabær vera farinn að dragast aftur úr. Þegar ég ólst þar upp, um og eftir miðja síðustu öld, var almennt viðurkennt að hann væri til fyrirmyndar hvað varðaði gróður, ræktun og umhverfi
Lesa meira

Hjól atvinnulífsins farin að snúast

Nú þegar veðrið hefur leikið við okkur og bansett veiran er hætt að halda okkur í gíslingu er ekki laust við að geðið lyftist og aukinnar bjartsýni gæti. Maður leyfir sér loks að trúa á framtíðina.
Lesa meira