Kveikjum neistann á Norðurlandi
Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa
Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa
Það er óhætt að segja að mikil framsókn hafi verið að undanförnu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Norðurlandi-eystra blómstrað. Með nýjum upplifunum er möguleiki að ná fleiri ferðamönnum á svæðið og fá þá til þess að stoppa lengur, aðal vandamál ferðaþjónustunnar á svæðinu hefur verið stutt ferðamannatímabil en með tilkomu á beinu flugi Niceair á Akureyri eru allar líkir á að tímabilið muni lengjast í báðar áttir. Góðar fréttir berast af bókunarstöðu í ferðir þessa nýja flugfélags sem án efa mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku?
Ingólfur Sverrisson skrifar
Laugardagur og lífið gekk sinn vanagang í Ránargötu 16 enda voru þeir dagar hver öðrum líkir upp úr miðri 20. öldinni. Eftir að hafa senst suður í Alaska að kaupa mjólk og brauð bað mamma mig að fara niður á Tanga í geymsluna okkar í Íshúsinu að sækja slátur og lifrarpylsu sem þar voru í geymslu ásamt öðru góðgæti. Enginn ísskápur hvað þá frystikista á okkar heimili frekar en öðrum í þá daga. Þar með var búið að hugsa fyrir kvöldmatnum en síðan fórum við mamma gjarnan í framhaldinu saman í Reykhúsið, syðst í Norðurgötunni, á fund Finnboga vinar okkar sem seldi besta hrossakjötið. Með þessum síðustu aðgerðum var sunndagssteikin komin í hús og mér óhætt að fara út að leika mér með hinum krökkunum úr nágrenninu.
Snorri Ásmundsson skrifar
Eiður Pétursson skrifar
Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar
Ásgeir Ólafsson Lie skrifar
Við erum heppin, að fólkið sem er í efstu sætum L-listans er tilbúið að ljá okkur krafta sína og er með þá sýn, sem L-listinn hefur alltaf haft: Akureyri er númer eitt.
Norðurþing er stórt sveitarfélag, samtals 3.732 km² og öflugt samfélag þéttbýlis og dreifbýlis. Við í Framsókn og félagshyggju, X-B, viljum að Norðurþing verði leiðandi afl í þingeyskri samvinnu sveitarfélaga og til þess að það megi gerast verðum við að horfa á stóru myndina. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigð samfélög með virkri þátttöku allra þá verðum við að bera virðingu fyrir fjölbreytni. Allir hafa eitthvað fram að færa og innst inni vilja allir vera virkir þátttakendur í samfélaginu með því að leggja sitt af mörkum.
Ingibjörg Benediktsdóttir skrifar
Halldór Jón Gíslason skrifar
Nú dregur að því að Akureyringar gangi að kjörborðinu góða og kjósi fulltrúa til bæjarstjórnar næstu fjögur árin. Mikil endurnýjun er framundan því margir núverandi bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Nýtt og ferskt fólk kemur því í þetta stýrikerfi okkar bæjarbúa og er þeim óskað velfarnaðar í vandasömu starfi. Rétt er þó að vara þetta góða fólk við þeirri hættu að ganga ósjálfrátt í fótspor þeirra sem fyrir eru í bæjarstjórn og hafa ekki eðlilegt samband við bæjarbúa heldur ákveða allt innan sinna raða í lokuðu rými án nokkurrar áreitni. Vissulega fylgja slíkri einangrun frá bæjarbúum töluverð þægindi því mannleg samskipti geta verið vandasöm og flókin og ekki á allra færi. Samt sem áður vona ég innilega að þau sem nú koma ný í bæjarstjórn - hvar í flokki sem þau standa - vilji raunverulega rækta samband sitt við bæjarbúa enda þótt ekki hafi verið talin ástæða til þess af hálfu núverandi bæjarfulltrúa síðustu misseri eins og ég og fleiri hafa vakið opinbera athygli á.
Bergdís Björk Jóhannsdóttir skrifar
Það er sannarlega margt sem við Akureyringar getum verið stolt af þegar kemur að umhverfismálum. Við erum til að mynda í fararbroddi þegar kemur að flokkun sorps og nýtingu þeirra auðlinda sem í þeim felast. Þá var nýverið samþykkt ný umhverfis- og loftslagsstefna sveitarfélagsins sem er sannarlega fagnaðarefni. Við í Samfylkingunni ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur á næsta kjörtímabili.