
Mun ný sveitarstjórn Norðurþings þora ?
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
„Samstjórn býður upp á meðvirkni eins og sjá má í ákvarðanatöku bæjarstjórnar,” segir Snorri Ásmundsson leiðtogi kattaframboðsins á Akureyri. Meðvirkni af þessu tagi leiðir gjarnan af sér skeytingarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem standa utan hópsins eins og þeir bæjarbúar þekkja vel sem undanfarið hafa reynt að koma athugasemdum á framfæri við það sem ákveðið hefur verið innan bæjarstjórnar án samráðs við almenning. Þannig hefur núverandi bæjarstjórn þóst þess umkomin að svara ekki enda þótt á hana sé yrt og heldur ekki þegar tilteknir bæjarfulltrúar eru beðnir að svara opinberlega mikilvægum spurningum.
Á Akureyri er afar fjölbreytt íþróttastarf sem leitt er áfram af öflugum íþróttafélögum. Íþróttafélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar, hvort sem það er vegna forvarnargildis íþrótta fyrir börn og ungmenni, aukinar lýðheilsu og heilsueflingar eða þeirra tekna sem starf íþróttafélaganna skapar fyrir bæinn í viðburðahaldi. Samfylkingin á Akureyri ætlar að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja íþróttafélaganna okkar í samræmi við skýrslu um forgangsröðun þessara verkefna sem allir sitjandi bæjarfulltrúar samþykktu fyrir rétt rúmlega 18 mánuðum síðan.
Í aðdraganda kosninga 14. maí næstkomandi hafa heyrst raddir frá íþróttafélögum í bænum að rétt sé að endurskoða þessa forgangsröðun og endurskoða þessa forgangsröðun og breyta í samræmi við þeira óskir og þarfir, og færast þannig fram fyrir í röðinni. Þetta er skiljanlegt, enda flest íþróttafélög bæjarins í þörf fyrir betri aðstöðu fyrir sína starfsemi. En af þeirri einföldu ástæðu að Akureyrarbær ræður eingöngu við tiltekið magn fjárfestinga á hverju ári var ráðist í framangreinda vinnu við að forgangsraða uppbyggingu fyrir íþróttafélögin. Akureyrarbær þarf einnig á ári hverju að fjárfesta öðru en uppbyggingu íþróttamannvirkja t.d. í skólahúsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk svo eitthvað sé nefnt
Nú styttist óðum í kosningar og til að taka af allan vafa að þá er undirritaður ekki í framboði. Hinsvegar hefur undirritaður starfað innan íþróttahreyfingarinnar undanfarin ár sem framkvæmdastjóri Völsungs og komið því með beinum hætti að íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að við byggjum sveitarfélag sem er barnvænt, sveitarfélag sem er aðlaðandi fyrir barnafjölskyldur að búa í. Lykilþættir í þessu eru góðir leik- og grunnskólar ásamt öflugu íþróttastarfi. Allavegana myndi ég fyrst kanna þessa þrjá þætti ef ég væri að hugsa mér til hreyfings, þessir þættir eru því í mínum huga mikilvægastir ef við ætlum að vera samkeppnishæf sem sveitarfélag á landsvísu.
Ástæða ritunar er að mér finnst íþróttastarf ekki hafa fengið nægt pláss í umræðum í aðdraganda kosninga. Einungis hafa fulltrúiar frá tveimur framboðum komið í vallarhúsið, félagsaðstöðu Völsungs til að taka púlsinn.
Það er fátt sem skiptir jafn miklu máli fyrir lífsgæði ungra barnafjölskyldna en metnaðarfull stefna sveitarfélaga í málefnum leikskóla og dagvistunar. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla svo foreldrar komist aftur út á vinnumarkaðinn byggir undir öryggi þeirra og sjálfstæði og eykur lífsgæðin. Lág leikskólagjöld eykur ráðstöfunartekjur foreldra og þar með lífsgæðin. Framsækið og vandað starf í góðu húsnæði eykur lífsgleði og lífsgæði barna og eflir þau til framtíðar. Ef við ætlum að auka lífsgæði foreldra og ungra barna þá byrjum við á leikskólunum.
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði.
Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka
Okkur íbúum í Norðurþingi hættir stundum til að gleyma því hve mörgum náttúruperlum sveitarfélagið býr yfir. Norðurþing er stórt og víðfemt sveitarfélag og þessar náttúruperlur eru dreifðar um allt sveitarfélagið
Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.
Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.
Í upphafi heimsfaraldursins var fyrsti af fimm fjáraukum ársins 2020 samþykktur á Alþingi. Þar var ákveðið að fara í fjárfestingarátak upp á 18 milljarða til að bregðast við alvarlegum afleiðingum faraldursins á efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar.
Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir skrifa
Jón Hjaltason skrifar
Þrátt fyrir miklar áskoranir og alvarlegar afleiðingar færði kórónaveirufaraldurinn okkur líka mörg ný tækifæri. Þessi tækfæri ákváðum við hjónin að grípa og láta drauminn rætast um að búa í sveit með því að taka að okkur störf án staðsetningar. Eflaust megum við teljast heppin að geta flutt störfin með okkur, en að mínu mati geta ansi margir á vinnumarkaðinum gert slíkt hið sama og tekið starfið með sér hvert á land og hvert í heim sem er.
En af hverju völdum við í Norðurþing? Tækifærið kom upp í hendurnar á okkur og þar sem ég gat flutt starfið með mér var þetta aldrei spurning, enda sjáum við fjölmörg tækifæri í þessu sveitarfélagi sem er svo skemmtilega fjölbreytt með þéttbýliskjörnum sínum í bland við blómlegar sveitirnar. Það er líka svo gott að flytja heim aftur.
Aldrei fyrr hafa verið jafn mikilvæg tækifæri fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni að laða til sín nýja íbúa sem geta flutt með fjölskylduna í barnvæn smærri samfélög og flutt starfið með sér í leiðinni. Fólk þarf ekki lengur að bíða eftir atvinnutækifæri til að geta flutt út á land heldur er mögulegt að óska eftir því að flytja atvinnuna með sér.
Þá er það okkar sem sækjumst eftir því að þjóna samfélaginu með setu í sveitarstjórn að gera sveitarfélagið okkar að aðlaðandi kosti fyrir þennan nýja hóp sem mun á næstu árum nýta sér tækifærið sem ég er að gera einmitt núna.
En hvernig löðum við þennan nýja hóp að Norðurþingi? Haga þarf skipulagsmálum sveitarfélagsins þannig að framboð lóða og húsnæðis sé í takt við bjartsýna framtíðarsýn hvað varðar íbúaþróun. Tryggja þarf góða grunnþjónustu við þann fjölbreytta hóp nýrra íbúa sem munu kjósa Norðurþing til framtíðarbúsetu, ekki síst ef um er að ræða íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir því þegar við erum að horfa til starfa án staðsetningar þá er heimurinn allur undir. Við getum markaðssett sveitarfélagið með þennan hóp í huga og orðið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd.
Til þess að framtíðarsýn sem þessi megi rætast þurfum við að vinna saman, öll sem eitt, við að skapa aðlaðandi sveitarfélag. Best væri að allir bæjarfulltrúarnir níu myndu starfa saman af virðingu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum.
Soffía Gísladóttir, íbúi í Kelduhverfi sem skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.