
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði.
Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka
Okkur íbúum í Norðurþingi hættir stundum til að gleyma því hve mörgum náttúruperlum sveitarfélagið býr yfir. Norðurþing er stórt og víðfemt sveitarfélag og þessar náttúruperlur eru dreifðar um allt sveitarfélagið
Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.
Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.
Í upphafi heimsfaraldursins var fyrsti af fimm fjáraukum ársins 2020 samþykktur á Alþingi. Þar var ákveðið að fara í fjárfestingarátak upp á 18 milljarða til að bregðast við alvarlegum afleiðingum faraldursins á efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar.
Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir skrifa
Jón Hjaltason skrifar
Þrátt fyrir miklar áskoranir og alvarlegar afleiðingar færði kórónaveirufaraldurinn okkur líka mörg ný tækifæri. Þessi tækfæri ákváðum við hjónin að grípa og láta drauminn rætast um að búa í sveit með því að taka að okkur störf án staðsetningar. Eflaust megum við teljast heppin að geta flutt störfin með okkur, en að mínu mati geta ansi margir á vinnumarkaðinum gert slíkt hið sama og tekið starfið með sér hvert á land og hvert í heim sem er.
En af hverju völdum við í Norðurþing? Tækifærið kom upp í hendurnar á okkur og þar sem ég gat flutt starfið með mér var þetta aldrei spurning, enda sjáum við fjölmörg tækifæri í þessu sveitarfélagi sem er svo skemmtilega fjölbreytt með þéttbýliskjörnum sínum í bland við blómlegar sveitirnar. Það er líka svo gott að flytja heim aftur.
Aldrei fyrr hafa verið jafn mikilvæg tækifæri fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni að laða til sín nýja íbúa sem geta flutt með fjölskylduna í barnvæn smærri samfélög og flutt starfið með sér í leiðinni. Fólk þarf ekki lengur að bíða eftir atvinnutækifæri til að geta flutt út á land heldur er mögulegt að óska eftir því að flytja atvinnuna með sér.
Þá er það okkar sem sækjumst eftir því að þjóna samfélaginu með setu í sveitarstjórn að gera sveitarfélagið okkar að aðlaðandi kosti fyrir þennan nýja hóp sem mun á næstu árum nýta sér tækifærið sem ég er að gera einmitt núna.
En hvernig löðum við þennan nýja hóp að Norðurþingi? Haga þarf skipulagsmálum sveitarfélagsins þannig að framboð lóða og húsnæðis sé í takt við bjartsýna framtíðarsýn hvað varðar íbúaþróun. Tryggja þarf góða grunnþjónustu við þann fjölbreytta hóp nýrra íbúa sem munu kjósa Norðurþing til framtíðarbúsetu, ekki síst ef um er að ræða íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir því þegar við erum að horfa til starfa án staðsetningar þá er heimurinn allur undir. Við getum markaðssett sveitarfélagið með þennan hóp í huga og orðið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd.
Til þess að framtíðarsýn sem þessi megi rætast þurfum við að vinna saman, öll sem eitt, við að skapa aðlaðandi sveitarfélag. Best væri að allir bæjarfulltrúarnir níu myndu starfa saman af virðingu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum.
Soffía Gísladóttir, íbúi í Kelduhverfi sem skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.
Seta í sveitarstjórn er fjölbreytilegt starf, bæði krefjandi og spennandi. Fulltrúi í sveitarstjórn er hluti af æðsta stjórnvaldi sveitarfélags og tekur þátt í ákvörðunartöku um öll helstu mál sem varða sveitarfélagið. Það er spennandi að fá tækifæri til að móta umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórn...
Kröftugt atvinnulíf er forsenda þess að við eflum okkar bæ, löðum að nýja íbúa og tryggjum að unga fólkið okkar geti snúið heim aftur eftir nám. Við í Framsókn leggjum áherslu á gott samstarf við atvinnulífið og að við tölum okkur upp sem öflugt atvinnusvæði.
Á fundi bæjarráðs í morgun var lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 og verður reikningurinn tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku.
Óhætt er að segja að rekstrarniðurstaða ársins hafi farið fram úr björtustu vonum en mikill viðsnúningur varð á rekstri og var samstæða Akureyrarbæjar rekin með 752 milljón króna tekjuafgangi samanborið við ríflega 1.611 milljón króna rekstrarhalla í árinu 2020.
Í september 2020 tóku allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn ákvörðun um að vinna saman í því flókna verkefni sem við stóðum frammi fyrir vegna áhrifa Covid. Óvissa í rekstri var algjör á þeim tíma, bæði þegar horft var til tekna og gjalda, miklar hækkanir voru á launum vegna kjarasamninga og fyrir lá að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir m.a. til að draga úr rekstrargjöldum en á sama tíma að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá var ljóst að mikill rekstrarhalli yrði á árinu 2020 og þörf var á auknum lántökum til að standa undir framkvæmdum.
Fjárhagsáætlun ársins 2021 tók því mið af þessu ástandi sem ríkti síðla árs 2020. Lögð var rík áhersla á hagræði í rekstri auk þess sem tekjuspá var varfærin þar sem mikil óvissa var um þróun útsvarstekna. Mitt í þessum ólgusjó stóðum við líka frammi fyrir því að fylgja eftir ákvörðun okkar um að skila rekstri Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins. Sú ákvörðun var ekki auðveld og nokkuð umdeild í samfélaginu en sameinuð bæjarstjórn stóð í lappirnar og má glöggt sjá jákvæð áhrif af þeirri ákvörðun í rekstri ársins 2021.
Strax í upphafi árs 2021 lá fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til skiluðu árangur og útsvarstekjur skiluðu sér mun betur en ráð var fyrir gert. Þrátt fyrir að ljóst væri að tekjur sveitarfélagsins yrðu mun hærri á árinu 2021, en áætlanir gerðu ráð fyrir, var algjör samstaða innan bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri vegferð sem að var stefnt.
Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fólki á öllum aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára háskólanám og kennt við Háskóla Íslands. Námið byggir á félagslegum skilningi á fötlun, margbreytileika og óendanlegu verðmæti hverrar manneskju. Meðal viðfangsefna í náminu eru: Þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, þroskasálfræði, siðfræði, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldur og samvinna, forysta og heildræn þjónusta og mannréttindi.