Pistlar

Við höfum alltaf val – hvað velur þú?

Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það.

 

 

 
 
Lesa meira

Leikhús fáránleikans

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar skrifar

Lesa meira

Þankar Ingólfs XXI

Ógn var erfitt í æsku að skilja þá þversögn að samviskusemi á einu sviði gæti orðið til tjóns á öðru. Til hvers að reyna að leggja sig fram og gera allt sem best ef sá gjörningur varð til þess að eitthvað allt annað og óskylt rynni út í sandinn? Þessar vangaveltur þutu í gegnum höfuðið þegar ykkar einlægur gekk út af skrifstofu Hannesar J. Magnússonar skólastjóra eftir að hafa tekið fullnaðarbróf frá Barnaskólanum eina. Sá mæti maður hafði að prófum loknum kallað mig á sinn fund og bauð mér sæti með alvörusvip. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Hvað var að gerast?  

Lesa meira

Í upphafi árs

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Fyrsta skref barnanna okkar er stafrænt fótspor

Börn eru ótrúlega frábær! Á því leikur engin vafi.

 Þau geta verið svo sæt, klár og sniðug að við erum bókstaflega við það að springa úr stolti.

Á slíkum stundum færist yfir okkur foreldra sú löngun að vilja fanga augnablikið og deila því með öðrum. Til að sýna hversu vel okkur tókst til að færa þennan magnaða einstakling í heiminn. Þá náum við í símann og tökum eins og eina mynd eða fimmtán.

 Stundum eru börn alveg óborganleg með sína svipi, skapsveiflur og prakkarastrik.

Stundum eru þau svo bráðfyndin að við veltumst um úr hlátri.

Stundum eru þau alveg æðislega gott efni fyrir samfélagsmiðilinn okkar.

Lesa meira

VIÐ ÁRAMÓT

Við áramót er venja að minnast atburða liðins árs ásamt því að velta upp möguleikum á komandi árum. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan í bæjarpólítíkinni á Akureyri.

Við erum afskaplega stolt af því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé hluti af meirihluta samstarfi í fyrsta skipti síðan árið 2006. Á Akureyri er flokkurinn okkar með einvala lið af reynslumiklu fólki í bland við einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í pólítík.

Það er óhætt að segja að þetta ár hefur verið risastórt fyrir mig sem oddviti á Akureyri í stærsta stjórnmálaflokki á landinu. Árið byrjaði með prófkjöri í maí þar sem baráttan var málefnaleg og kröftug. Í kjölfarið var settur saman listi með 22 öflugum einstaklingum, körlum og konum víða að úr samfélaginu.

Lesa meira

Töfrarnir í Aukaskrefinu

Ég var að spjalla við konu hér á Akureyri og hún spurði mig, Sverrir, hvað er þetta Töfrarnir í Aukaskrefinu?  Töfrarnir í Aukaskrefinu er námskeið þar sem lögð er áhersla á að vinna í sjálfum sér og verða betri útgáfan af sjálfum sér.  Ég legg mikla áherslu á að taka 100% ábyrgð á eigin árangri, hætta að kvarta og kenna öðrum hlutum eða fólki um að þú náir ekki þeim árangri sem þú ætlar þér.

Lesa meira

Árið senn á enda er

Nú þegar hillir undir að árið renni sitt skeið er gott að setjast niður og líta um öxl, skoða það sem vel hefur farið á árinu og það sem hefur áunnist í stóru og smáu.

Ég er svo lánsöm að  í starfi mínu sem þingmaður fæ ég að kynnast fjölbreyttum verkefnum, vera í góðum tengslum við kjósendur og fólk í mínu kjördæmi. Það er alltaf ánægjulegt að ferðast um kjördæmið, kynnast nýju fólki og viðhalda góðum tengslum. Á ferðum mínum heyri ég að öll erum við samróma um það að vilja það besta fyrir okkar samfélag.

Í starfi mínu á árinu sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar eru mörg mál sem standa upp úr og bara til að stikla á stóru langar mig til að nefna nokkur mál sem ég tel vera til mikilla bóta fyrir okkur öll.

Lesa meira

Meiri lífgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði

Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.

Lesa meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.

Lesa meira