Hjá L-listanum er Akureyri í 1. sæti

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Við erum heppin, að fólkið sem er í efstu sætum L-listans er tilbúið að ljá okkur krafta sína og er með þá sýn, sem L-listinn hefur alltaf haft: Akureyri er númer eitt.,

Ég átti því láni að fagna að vera bæjarfulltrúi fyrir L-listann í 16 ár. Það voru forréttindi að vinna með svo mörgum, sem höfðu sömu hugsjón og ég. Að vera engum utanaðkomandi háður og geta alltaf, látið það sem var best fyrir Akureyri og íbúa hennar ráða gjörðum okkar.

Frambjóðendur flokkanna segja alltaf fyrir allar kosningar, að þeir þurfi ekki að lúta valdi “flokksins”, en keppast svo við rétt fyrir kjördag, að flagga þingmönnum sínum og forystufólki. Meira að segja að þingmenn taka sér hlé frá störfum til að taka þátt í kosningabaráttunni í sveitarstjórnarkosningum.

Ég fullyrði að amk tvisvar á þessum 16 árum höfðu forystumenn stjórnmálaflokkana áhrif á meirihluta viðræður á Akureyri, Með öðrum orðum mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, sem var flokkum þeirra þóknanlegur á landsvísu. Flokkurinn fyrst, Akureyringar svo!

 

Getur þú kjósandi góður verið viss um að hagsmunir Akureyrar komi á undan flokknum?

Já, ef þú kýst L-listann. Því L-listinn er engum háður, nema íbúum Akureyrar. Allur okkar kraftur fer í að vinna bænum okkar sem best

 

 

Oddur Helgi Halldórsson

Fyrrv. Bæjarfulltrúi

 

PS: Ekki selja sameiginlegar eignir í fárra vina hendur.


Athugasemdir

Nýjast