Félagsþjónusta í Norðurþingi

Rebekka Ásgeirsdóttir
Rebekka Ásgeirsdóttir

Rebekka Ásgeirsdóttir skrifar

Hjá félagsþjónustu Norðurþings er rekið öflugt og metnaðarfullt starf. Þar má nefna Kelduna sem er snemmtæk íhlutun fyrir börn og ungmenni. Þar fer fram þverfagleg teymisvinna fagfólks á hverju sviði fyrir sig. Verkefnið Keldan og mörg önnur sem félagsþjónustan sinnir sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt er að við stöndum vörð um þessi störf. 

Félagsþjónusta aldraðra

Við hjá S-listanum viljum efla félagsþjónustuna enn frekar og þá verði horft í meira mæli til aldraðra, langveikra og fullorðinna. Það eru spennandi tímar framundan í málefnum aldraðra þegar nýja hjúkrunarheimilið rís og hefur starfsemi. Það er þó ekki nóg að reisa nýtt hjúkrunarheimili. Við þurfum öll að vera meðvituð um að samfélagið er að eldast og vera tilbúin að bregðast við. Markmið ríkisins er að fólk dvelji á heimilum sínum eins lengi og hægt er og fái heimaþjónustu ef þörf er á. Í ljósi þess mun heimaþjónusta, þar á meðal kvöldþjónusta til eldri hópa og langveikra í samfélaginu, komar til með að aukast. Við hjá S-listanum viljum stíga skref til frekari samþættingar á þjónustu við þennan hóp í góðri samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum aukið upplýsingaflæði og að þjónustuþegar séu virkir þátttakendur í þróun og mótun starfsins og þjónustunar sem í boði er. 

Þá er mikil umræða í samfélaginu um langa biðlista vegna þjónustuíbúða. Við hjá S- listanum ætlum að rýna í þau gögn sem til eru, meta þörfina hvað þetta varðar og bregðast við í samræmi við slíka þarfagreiningu. Eldri hópar samfélagsins hafa rutt brautina fyrir okkur hin og því mikilvægt að við horfum til þessa hóps með virðingu og gerum skynsamlegar framtíðaráætlanir í samráði við þjónustuþega. 

Félagsstarf fullorðinna

Við viljum koma á laggirnar félagsstarfi fyrir fullorðna. Það er félagsstarf fyrir alla 18 ára og eldri sem ekki geta sótt vinnumarkaðinn að einhverju eða öllu leyti sama hver ástæðan er. Hugmyndin er að þar geti fólk sótt afþreyingu og félagsskap. Það getur verið erfitt að detta út af vinnumarkaði. Vinnustaðurinn þjónar félagslegum tilgangi fyrir marga. Því er eitt af markmiðum þessa félagsstarf að koma í veg fyrir félagslega einangrun, en félagsleg einangrun hefur margvísleg slæm áhrif á heilsu Fólks. Á þessum vettvangi er hægt að ná fram þekkingu, reynslu og hæfileikum fólks, aukið menningu og samskipti okkur öllum og samfélaginu til góða. 

Nýir íbúar

Við viljum útvíkka starfssvið og hækka starfshlutfall fjölmenningarfulltrúa með tilliti til móttöku allra nýbúa í Norðurþingi. Við viljum að fólk sem ákveður að flytja í Norðurþing viti um alla þá virku félagsstarfsemi sem í boði er svo það geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Í Norðurþingi búa einstaklingar af mörgum þjóðernum eða frá 35 upprunalöndum. Við hjá S-listanum fögnum því að fjölmenningafulltrúi hafi ráðin til starfa í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að allir nýir íbúar aðlagist og hafi jöfn tækifæri. Fólk hafi greiða leið að upplýsingum um alla grunnþjónustu og geti þannig orðið virkir í samfélaginu. þekking þeirra og hæfileikar fái að blómstra okkur öllum til heilla.            

Það er okkur mikilvægt að allir hópar samfélagsins hvar sem þeir eru staddir innan sveitarfélagsins hafi jöfn tækifæri. Fjölbreytileikinn auðgar samfélagið. Það stöndum við hjá S lista fyrir.

Höfundur er starfandi hjúkrunarfræðingur hjá HSN og skipar 2. sæti S-lista Samfylkingar og annars frjálshyggjufólks


Athugasemdir

Nýjast