Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. Þetta getur verið svikasíður sem eru vandlega útbúnar sem síður þekkta fyrirtækja eða einstaklingar í vanda leita eftir fjárstuðningi, annað hvort fyrir sig, veika ættingja eða segjast vera frá stríðshrjáðum svæðum.
Hrappar sérstaklega afkastamiklir á netdögum
Nú þegar haustar og nóvember er að smella inn þá er komið að árlegum gylliboðum, bæði á tilboðsdögum á netinu sem og fyrir jólin. Það eru sérstakir tilboðsdagar á netinu, s.s. dagur einhleypra, 11. nóvember (Singles Day), svartur föstudagur (Black Friday), 28. nóvember og stafrænn mánudagur (Cyber Monday) þann 1. desember. Saman renna þessir dagar svo saman við hin ýmsu og oft ágætis tilboðum fyrir jólin.
Ekki kokgleypa svikaöngulinn
Það er almennt góður mannkostur að treysta fólki og trúa því góða. En er kemur að fjármálum þá er það heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir svik og þar með fjárhagslegt tap og svekkelsi. Svik og svikatilraunir verða sífellt þróaðri og betri.
Í dag eru þetta oftast alþjóðlegir, skipulagðir, vel fjármagnaðir glæpahringir, sem beita nýjustu tækni, þ.m.t. gervigreindinni. Skilaboð frá þeim eru því oft mjög trúverðug og úthugsuð, og þessir glæpahringir koma sér iðulega upp nýjum aðferðum.
Ekki er allt gull sem glóir – á netinu
Þetta getur bæði átt við um vörur á sérstaklega góðu verði eða þá gervi einstaklingar sem gætu sett sig í samband á samfélagsmiðlun. Fallið aldrei fyrir gylliboðum. Ef tilboðin virka of góð til að vera sönn, þá eru þau það trúlega – of góð til að vera sönn.
Heilbryggð tortryggni og gagnrýnin hugsun
Heiðrún Jónsdóttir
-framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu