Dornier 328 skrúfuþota Ernis á Húsavíkurflugvelli í Aðaldal. Mynd/Ernir
Egill P. Egilsson skrifar
Mál málanna í allri umræðu á Norðurlandi um þessar mundir er boðuð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Miðað við alla þessa umræðu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að sameiningarplön mennta- og barnamálaráðherra fái ekki jákvæðan hljómgrunn.
Nemendur skólanna hafa staðið í mótmælum, hagaðilar, bæjarfulltrúar og þingmenn hafa ruðst fram á ritvöllinn til að koma á framfæri áhyggjum sínum af málinu, já og hreinlega til að mótmæla þeim. Nú síðast þingflokksformaður Framsóknar, Ingibjörg Isaksen sem skorar á samflokksmann sinn, háttvirtan ráðherra menntamála um að endurskoða vinnuna og markmið sameiningarinnar.
Þögla mál landshlutans
Annað mál í landhlutanum hefur verið heldur fyrirferðarminna í opinberri umræðu, þó alvarleiki þessi sé talsverður fyrir íbúa austan Vaðlaheiðar.
Í Vikublaðinu sem kemur út í dag er rætt við Aðalstein Á. Baldursson formann Framsýnar, stéttarfélags um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll. Komið hefur fram að flugfélagið Ernir muni hætta áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur um næstu mánaðamót ef ekki komi loforð um breyttar forsendur fyrir þann tíma.
Ég ætla ekki að fara rekja það í lögnu máli hvaða forsendur það séu, en í stuttu máli kallar flugfélagið eftir ríkisaðstoð líkt og á öðrum sambærilegum flugleiðum í innanlandsflugi.
Fundað fyrir luktum dyrum
Það sem mér þykir undarlegast við þetta mál er hvað það fær litla umræðu. Téður formaður Framsýnar, hefur vissulega haft hátt um framtíð Húsavíkurflugsins um árabil og barist fyrir tilvist þess. Eins og fram kemur í fréttinni sem ég vísaði til, kallaði hann á mánudag til fundar stjórnendur flugfélagsins og fulltrúa Norðurþings og Þingeyjarsveitar til að ræða stöðuna og leita leiða fluginu til bjargar. Síðar sama dag hann fundaði rafrænt ásamt sömu fulltrúum og nokkrum þingmönnum kjördæmisins. Þá hefur hann einnig vakið athygli forsætisráðherra á málinu.
Tíminn færist hættulega nálægt mánaðamótum en ekki ratar þetta mál inn í opinbera umræðu. Það er með ólíkindum að eini talsmaður þessara samgönguleiðar sé formaður stéttarfélags á svæðinu. Að minnsta kosti sá eini sem hefur hátt.
Hvar eru skoðanapistlarnir?
Ég hef ekki dottið um aðsendar greinar frá sveitarstjórnarfulltrúum, þeir kannski kláruðu kvótann í aðdraganda kosninga, þá vantaði aldeilis ekki hugðarefnin. Þetta mál virðist heldur ekki vekja áhuga hjá þingmönnum kjördæmisins, þeir sjá kannski bara í hyllingum aukna umferð um Vaðlaheiðargöng?
Ég heimsótti vefsíðu Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), þar fann ég enga yfirlýsingu eða áskorun til stjórnvalda. Ég fann þær heldur ekki á vef Markaðsstofu Norðurlands en eflaust hafa þær tapast í öllum færslunum um Akureyrarflugvöll. Á Fjasbókarsíðu Húsavíkurstofu er að vísu hlekkur á frétt um yfirvofandi endalok áætlunarflugsins. Aðrir hagaðilar í ferðaþjónustu, fyrirtækjaeigendur og stjórnendur hafa lítið ef nokkuð haft sig í frammi.
Hreyfiafl samfélagsins
Umræðan um sameiningardrauma mennta- og barnamálaráðherra hefur leitt mig á þann stað að það kæmi mér ekkert á óvart þó hann verði gerður afturreka með þessar hugmyndir sína. Svo sterk hefur andstaðan verið.
Og hvað kennir það okkur? Jú, einmitt það að opinber umræða um mikilvæg málefni er eitt öflugasta hreyfiafl nútímasamfélags sem við höfum.
Því skora ég á kjörna fulltrúa í sveitarfélögunum austan Vaðlaheiðar og þingmenn kjördæmisins að láta í sér heyra um hvað þeim finnst um endalok áætlunarflug frá Húsavík og framtíð Húsavíkurflugvallar; eða skiptir þessi samgönguleið íbúanna á svæðinu ykkur engu máli?
Það getur vel verið að þið hafið skrifað einhverja tölvupósta á bak við tjöldin en til að koma hreyfingu á hlutina þarf að setja þrýsting á ríkið fyrir opnum tjöldum og skapa umræðu; kveikja í íbúum sem mæta á á kjörstað. Og ef þið teljið þetta mál ekki vera nógu mikilvægt, þá er líka alveg sjálfsagt að þið segið kjósendum hug ykkar í málinu. Klukkan tifar.
Höfundur er áhugamaður um umræðu mikilvægra málefna
„Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.
Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.
Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.
Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.
Hjá Bókaútgáfunni Hólum var að koma út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Akureyringar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina:
„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.
Nú er langt liðið á október mánuð, sem oft er nefndur bleikur október og tileinkaður baráttunni við krabbamein. Flest okkar eigum við ættingja eða vini sem hafa þurft að berjast við þennan skæða óvin, fyrir utan þá sem hafa þurft að berjast gegn honum óumbeðið. Margir falla í valinn eftir erfiða baráttu en sem betur fer eru einnig margir sem knýja fram sigur. Þessa dagana hugsa ég mikið til Brynju systur minna sem lést eftir afar erfiða og snarpa baráttu við hið illvíga mein, en hún lést um fjórum mánuðum frá því að hún var greind.
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein, einnig fyrir aðstandendur. Við tekur mikil óvissa og mikilvægt að þétta hópinn í kringum þann sem hefur greinst með krabbamein. Baráttan er oft löng og ströng, en stundum er hún snörp og sjúkdómurinn illvægur og gefur engin grið.