Þakkir til starfsfólksins á Hlíð frá Kidda Gunn

Kristján Gunnarsson, myndin var tekin fyrir allnokkrum árum.  Mynd MÞÞ
Kristján Gunnarsson, myndin var tekin fyrir allnokkrum árum. Mynd MÞÞ

Enn einu sinni varð höfundur þessa pistils vitni að ótrúlegri manngæsku og fórnfýsi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum á Norðurlandi.   Í þetta sinn var það starfsfólk Öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri sem skaraði fram úr og svo hressilega að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.

Mér var boðinn tímabundin hvíldarvist á Hlíð og dvaldi þar í 4 vikur sem voru ótrúlegar svo ekki sé meira sagt.

Hún var með ólíkindum fórnfýsin og dugnaður starfsfólksins  við umönnun eldri borgara og sjúklinga. Þarna var margt ungt fólk sem starfaði við umönnun og það er ekki hægt að lýsa gleði og dugnað starfsfólks Hlíðar til þess skortir nægilega sterk lýsingarorð.   Það var bros á hverju andliti, sama hversu álagið á starfsfólk var mikið,  allir voru brosandi hringinn og börðust við að gera hverjum vistmanni dvölina sem stórkostlegasta.

Ég fullyrði að ekki var nokkurs staðar að sjá neikvæða umsýslu og ég segi bara þetta, við eigum stórkostlega yndislegt starfsfólk þarna sem létti eldri borgurum lífið.

Hlíðarstarfsfólk, þúsund þakkir,  ég elska ykkur öll,

Kristján Gunnarsson eða bara Kiddi Gunn.

 


Athugasemdir

Nýjast