Varðandi umferð bifreiða um Austursíðu.

Gangbraut ómerkt,  gróður blokkar sýn bílstjóra.
Gangbraut ómerkt, gróður blokkar sýn bílstjóra.

Síðan ég keypti í Frostagötu árið 2020 og opnaði minn atvinnurekstur hef ég orðið var við mikla aukningu á umferð bifreiða um Austursíðu.

Frá opnun  Norðurtorgs og sérstaklega eftir að Bónus opnaði þar þá fara margir íbúar í Síðuhverfinu gangandi á  Norðurtorg.  Þeir þurfa allir að þvera Austursiðuna þar sem malbikuð gangstétt er austan megin í götunni en Síðuhverfið er vestan megin við Austursiðuna. Sé tekið tillit til þess að nyrst við Austursíðu eru miklar framkvæmdir í gangi og verið meðal annars að stækka Norðurtorg þá mun umferðinni bara aukast í Austursíðu.

Hvers vegna eru bara tvær gangbrautir í Austursíðu og eru báðar mjög sunnanlega?

Hvers vegna er ekki göngubraut yfir Austursíðu við gatnamótin Austursíðu/Frostagötu/Þverásiðu?

Við gatnamótin Austursíðu/Frostagötu er göngustígur niður úr Síðuhverfinu.   Þessi göngustígur er í fyrsta lagi hálf falin í gróðri og ökumenn sem koma keyrandi í suðurátt sjá ekki stíginn fyrr en þeir eru komnir að honum.   Í öðru lagi er ekki göngubraut sem tengir hann við gangstéttina austanmegin við Austursíðu.

Hvers vegna er ekki göngubraut við gatnamótin Austursíðu/Fögrusíðu?

Hvers vegna er ekki hraðahindrun með göngubraut við gatnamót Austursíðu/Bugðusíðu/Fjölnisgötu?

Eins væri upplagt að breyta göngubraut við gatnamót Austursíðu/Lindarsíðu í hraðahindrun með göngubraut til að ná niður hraða í Austursíðu áður en það verður alvarlegt slys á fólki.

Gatnamót  Bugðusíðu, Fjölnisgötu og Austursíðu hvar eru merktar gangbrautir ?

Hér má sjá göngustíg úr Síðuhverfi og hér eiga gangandi að þvera Austursíðuna á ómerktri gangbraut.  Göngustígurinn  er falinn vegna gróðurs.

Hraðahindrun og merkt gangbraut ásamt snyrtingu á gróðri er nauðsyn strax!.


Athugasemdir

Nýjast