Ópíóðafaraldur - Faraldur sársaukans? Hvað kom fyrir þig?

Sigrún Sigurðardóttir skrifar
Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Hvers vegna tekur fólk lyf? 

Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel. 

Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?

Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka

 

Lyf geta verið lífsnauðsynleg

Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni

Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu   

 

Fyrir nokkrum árum  vaknaði ég upp einn morgunn með mjög mikinn svima

Gat varla gengið eða haldið jafnvægi

Ég varð  hrædd, óttaðist það versta

Fór á Læknavaktina

Ég var send heim með 100 stk. af T.Stemetil

2 töflur 3 sinnum á dag

 

Ég er upplýst, ég hef val 

Las lyfseðilinn um aukaverkanir og tók aldrei þetta lyf

Aukaverkun: Einnig hefur í einstaka tilvikum verið  greint frá skyndilegu dauðsfalli af óskýrðum orsökum

 

Ég hafði þá verið undir mjög miklu álagi um tíma 

Vandamálið var ekki sviminn, einkenninn 

Vandamálið var streitan, orsökin, rót vandans

 

Vandamálið er því ekki aðeins lyfið sem er notað 

heldur sársakuinn sem er ástæðan fyrir að lyfið er tekið 

Það er það sem þarf að vinna með, sársaukann 

 

Ef læknirinn hefði spurt mig, hvað kom fyrir þig? eða hvað gerðist? 

í stað þess að spyrja hvað er að þér? 

þá ætti ég ekki 100 töflur af Stemetil upp í skáp 

 

Við fæðumst saklaus

Með áföll forfeðra og formæðra okkar í genunum

Þráum ást, umhyggju og öryggi

Áföll og erfið upplifun í æsku getur haft áhrif á allt


Ekkert nýfætt barn ætlar sér að fara í neyslu

Ekkert nýfætt barn ætlar sér að taka líf sitt

Ekkert nýfætt barn ætlar sér að brjóta af sér

 

Á ferðalagi barnsins gerist eitthvað

sem verður til þess að það leiðist út í neyslu

fer að brjóta af sér og .... gefst upp og tekur líf sitt

 

Afbrot og neysla er oft birtingarmynd sársauka æskunnar

Sjálfsvíg er oft örþrifaráð sársaukans, sem komst ekki út

 

Ekki þarf að deyfa sig með lyfjum og efnum ef manni líður vel

Ekki þarf að berja mann og annan ef manni líður vel

Ekki þarf að taka líf sitt ef manni líður vel

 

Afbrot, neysla og sjálfsvíg eru birtingarmyndir sársaukans

Sársaukans sem þarf að vinna með

Að vinna með rót vandans

 

Stjórnvöld þurfa að fjárfesta í unga fólkinu

Fagfólk þarf að spyrja, hvað kom fyrir þig en ekki hvað er að þér

Við þurfum að tala við unga fólkið okkar en ekki bara um það

 

Sigrún Sigurðardóttir sigrunsig@unak.is

Höfundur er móðir þriggja einstaklinga á aldrinum 18 til 24 ára. 

 

 


Athugasemdir

Nýjast