Mannlíf

Ný heimasíða Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis er orðin að veruleika.

Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmalíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu. 

Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.

Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru

https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/

 

Lesa meira

Færri gistinætur í júní og ágúst en júlí var góður

„Í heildina hefur þetta ár komið ágætlega úr það sem af er,“ segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta Akureyri. Fyrstu þrjá mánuði ársins var um 100% aukningu á milli ára að ræða og í aprílmánuði var fjöldi þeirra sem gisti á Hömrum svipaður og var árið á undan, „en það var í raun trúlega að mestu fyrir það að það snjóaði hraustlega í byrjun apríl og sá mánuður varð okkur þyngstur í snjómokstri,“ segir hann.

Lesa meira

Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur Nesbræður buðu lægst

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í jarðframkvæmdir við gerð undirlags undir gervigras á knattspyrnuvöll á félagssvæði Þórs Akureyri.

Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Nesbræðrum að upphæð tæplega 110 milljónir króna og hafði umhverfis- og mannvirkjaráð áður samþykkt að ganga til samninga við Nesbræður vegna verkefnisins.

Lesa meira

Hvað er að vera læs?

Fyrir áhugasöm þá munu Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) standa fyrir læsisráðstefnu sem er gott innlegg inn í þann fjölda hugrenninga sem vakna þegar læsi ber á góma.

Lesa meira

Skítaveður framundan

Það er óhætt að segja að eftir ágætisveður s.l. daga snúist heldur betur til hins verra  og er útlit fyrir kulda, ringingu eða slyddu,  og snjókomu til fjalla út komandi viku!

 

Lesa meira

Miklar endurbætur á gömlu heimavist Þelamerkurskóla í gangi

Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Hörgársveit undanfarin misseri sem miða að því að styrkja innviði sveitarfélags þar sem íbúafjölgun hefur verið mikil hin síðari ár. Gagngerar endurbætur standa yfir á gamla heimavistarhúsnæði Þelamerkurskóla og var nú við upphaf skólaárs tekið í notkun nýtt rými þar fyrir unglingadeild skólans. Áður eða í  fyrrahaust var enn ein nýja byggingin tekin í notkun við  Heilsuleikskólann Álfastein. Þar var horft til framtíðar,  pláss er fyrir 90 börn en þau eru kringum 70 um þessar mundir.  Stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins eru í leik- og grunnskólanum, en þar eru starfsmenn nú samtals 51. Í Hörgársveit búa nú 866 íbúar og er að því stefnt að þeir verði 1001 í það minnsta um mitt ár 2026.

Lesa meira

Umhverfisvænni kostir fundust ekki fyrir nýjan ferlibíl

Leitað verður eftir nýjum ferlibíl fyrir Strætisvagna Akureyrar sem gengur fyrir dísel orkjugjafa og uppfyllir að lágmarki Euro 6 mengunarstaðal. Ekki fundust aðrir umhverfisvænni kostir segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Lesa meira

Fataslá sett upp í MA - Kaupum sjaldnar, kaupum notað

Nú má finna fataskiptislá framan við bókasafn Menntaskólans á Akureyri. Fólki er frjálst að koma með fatnað og/eða taka af sláni eftir því hvað hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá umhverfisnefnd skólas  segir að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll.

Lesa meira

Nýtt stjórnsýsluhús á Laugum tilbúið

Í dag var merkilegur áfangi í sögu Þingeyjarsveitar þegar nýtt stjórnsýsluhús á Laugum var formlega tilbúið. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri fékk lyklana afhenta við óformlega athöfn í haust blíðunni. Húsið mun hýsa skrifstofu sveitarfélagsins og þar verða einnig rými sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta nýtt sér. Vonast er til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir

Lesa meira

Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti

Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.

Lesa meira

Síðuskóli 40 ára

Eins og fram hefur komið var því fagnað í gær að þá voru 40 liðin frá þvi að Síðuskóli á Akureyri tók til starfa.  

Lesa meira

Áætlað að slátra um 88 þúsund fjár á Húsavík

Sláturtíð hófst hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík í fyrradag. Áætlað er að hún standi yfir til loka október, ljúki 31. þess mánaðar og á þeim tíma er gert ráð fyrir að slátra á bilinu 87.500 til 88.000 fjár.

Lesa meira

Ekkert ferðaveður á Mývatnsöræfum

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir á Facebooksíðu embættisins frá illviðri á Mývatnsöræfum og er færslan svohljóðandi:

,,Lögreglunni á Norðurlandi Eystra voru að berast upplýsingar um mjög slæmt verður á Mývatnsöræfum. Sandstormur og ofsarok. Malbik er að flettast af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði.

Ökumenn hafa leitað vars með bíla sína á aðeins skjólsælli stöðum. Lögreglumenn sem fóru um svæðið fyrir skammri stundu óskuðu þess að vegfarendur yrðu upplýstir með þessar aðstæður ef nokkur kostur væri.

Vegagerðin er einnig að setja inn viðvörun um hættulegar aðstæður á veginum vegna veðurs, á sinn vef í þessum töluðu orðum. Látið endilega vini og kunningja vita ef þið vitið af ferðum fólks þarna efra.

Bíðið af ykkur veðrið og fylgist með veðurspá og færð.” 

Lesa meira

Sólin skín og vindur blæs

Það er óhætt að segja sem svo að það blási ansi hressilega  hér i bæ enda hefur samkvæmt  mælum Veðurstofu Íslands vindhraðinn slegið í 27 metra hér í kviðum og þó aðeins hafi lægt s.l. klukkustundina eru enn 10 metrar á klst og  fer i 20 metra í kviðum.

Lesa meira

Hefur þú skoðun?

Hefur þú skoðun á breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið í kringum Glerártorg og fyrirhugaðri skipulagningu íbúðalóða syðst í Naustahverfi (Naust III)?

Kíktu á tillögurnar og ræddu málin við starfsfólk skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum

20,383 íbúar voru skráðir með lögheimili á Akureyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Miðað við 1. desember á síðasta ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 183, sem er 0,9 prósenta fjölgun en landsmeðaltalið á ‏þessu tímabili er 1,7 prósent. 

Lesa meira

Allir sex skólameistararnir samankomnir

Sex hafa gegnt starfi skólameistara VMA í þau fjörutíu ár sem skólinn hefur starfað. Öll mættu þau í móttöku sem efnt var til fyrir fyrrverandi og núverandi starfsmenn VMA.

Lesa meira

40 ára afmæli Síðuskóla í dag fimmtudag

Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla í dag 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans.  Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

„Við tökum eitt skref í einu og að einn góðan veðurdag náum við að ljúka því,“ segir Alfreð Garðsson formaður Sóknarnefndar í Grímsey. Vinnu við uppbyggingu nýrrar Miðgarðakirkju hefur miðað vel áleiðis. Kirkjan brann til kaldra kola í september fyrir þremur árum.

Lesa meira

Bændur víða að ljúka seinni slætti

„Það hefur verið mjög blautt undanfarna daga og vikur, mun meiri rigningar ern við eigum að venjast og það hefur gert bændum lífið leitt,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Bændur eru víða í öðru slætti sumarsins, sem er nokkuð óvenjulegt miðað við mörg undafarin ár en þekktist áður fyrr. „Þessi bleytutíð hefur sannarlega sett strik í reikninginn,“ segir hann.

Lesa meira

Fjölsótt og vel heppnað 40 ára afmælishóf VMA

Fjörutíu ára afmælishátíðin í Gryfjunni í gær var sérlega ánægjuleg í alla staði. Fjölmargir sóttu skólann heim af þessu tilefni, nemendur núverandi og fyrrverandi, starfsmenn núverandi og fyrrverandi og fjölmargir aðrir góðir gestir. Að loknum ræðuhöldum var boðið upp á glæsilega afmælistertu – reyndar voru þær fimm – og fólk naut stundarinnar og rifjaði upp eitt og annað frá liðinni tíð.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyjafjarðar - Yndisleg sólarstund með eldri borgurum á Birkivelli

Yfirþjónar Akureyrar, þau Halla og Finnur sem stýrðu glæstustu veislum bæjarins á síðustu öld, Sjallinn, Bautinn, Kea osfrv, þjónuðu til borðs í dag. Þau hafa engu gleymt, köflóttir dúkar á öllum borðum og fagmennskan í fyrirrúmi 

Lesa meira

Stórtónleikar XXX Rottweiler hunda og gesta í Íþróttahöllinni annað kvöld

,,Þar sem þetta er nú einu sinni 25 ára ártíð XXX Rottweiler ber að fagna grimmt og gríðarlega. Við hófum leikinn með því að stappa Laugardalshöllina í maí og endurtökum fíneríið með því að færa höfuðborg Norðurlands það sem allir voru sammála um að hafi verið sturluðustu tónleikar í manna minnum“ segir Erpur Eyvindarsson eða BlazRoca eftir atvikum.    En annað kvöld  verða stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri með XXX Rottweiler og gestum þeirra og verður þar engu til sparað við að skapa alvöru viðburð.

Lesa meira

Opið hús í tilefni af 40 ára afmæli VMA

Um þessar mundir fagnar Verkmenntaskólinn á Akureyri 40 ára afmæli sínu og af því tilefni verður í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, efnt til opins húss og afmælishófs í skólanum þar sem öllum er boðið að koma og njóta þess sem verður boðið upp á og um leið að kynna sér starfsemi skólans.

Lesa meira

Varðandi Húsavíkurkirkjugarð

Miklar rigningar síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum. Bleytan hefur því miður sett sitt mark á mörg leiði í kirkjugarðinum okkar og sér því á fleiri leiðum en vanalegt getur talist.

Lesa meira