Mannlíf

Hollywood klassík á svið á Húsavík

Menningin á Húsavík lifir góðu lífi en á laugardag frumsýndi 10. Bekkur Borgarhólsskóla leikverkið 10 hlutir – en það er byggt á hinni sívinsælu bíómynd, 10 Thing I Hate About You. Verkið hefur nú verið sýnt fyrir fullum sal alla vikuna og vakið aðdáun.

Lesa meira

Gríðarmikil og jákvæð breyting í vetrarferðaþjónustu

„Fram undan eru óvenju góðir mánuðir í vetrarferðaþjónustunni þar sem ferðamenn komast til Akureyrar með beinu flugi frá London, Manchester, Amsterdam og Zurich. Bókanir hafa gengið vel í flugi easyJet frá Bretlandi og greinilegt að þar eru á ferðinni Bretar í jólaheimsóknum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Lesa meira

Norlandair tekur við áætlun milli Húsavíkur og Reykjavíkur í næstu viku

„Viðbrögðin eru mjög góð og bókanir fara vel af stað,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair á Akureyri, en félagið tekur næsta mánudag, 16. desember við áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Fyrsta ferðin verður á miðvikudag, 18. desember. Flugið verður þjónustað af Icelandair á Reykjavíkurflugvelli

Lesa meira

Hermun á rýmum fyrir nýbyggingu við SAk

Í síðustu viku fóru fram hermiprófanir á rýmum vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Prófanirnar tóku meðal annars til sjúkrastofu, salernis á sjúkrastofu, lyfjaherbergis og skolherbergis. Hugtakið „hermun“ er íslensk þýðing á enska orðinu simulation og er notað um þessa aðferð.

Lesa meira

Komum skemmtiferðaskipa fækkar um tæp 17% næsta sumar

Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands í gær kom fram í máli hafnarstjóra að í stefndi að nokkur fækkun yrði á komum skemmtiferðaskipa til hafna sem lúta stjórn samlagsins eða um tæp 17%

Lesa meira

Fyrsta húið risið í Móahverfi

Fyrsta húsið er risið í nýju Móahverfi á Akureyri. Það er fjölbýli og stendur við Laugarmóa 1. Alls verða í húsum við Lautarmóta 1 – 3 og 5 50 íbúðir með sameiginlegum bílakjallara. Áætluð afhending íbúðanna er 2026.

Lesa meira

Litróf orgelsins nr 2: Aðventa og jól

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju ætlar að halda aðra tónleika sína í litrófstónleikaröðinni á laugardag, 14. desember kl. 12.

Umfjöllun um efnisskrána hefst kl. 11.45

Lesa meira

Blanda af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum í Móahverfi

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa eftir kauptilboði í 25 einbýlis- og þrjár raðhúsalóðir í Móahverfi.

Lesa meira

KEA kaupir eignasafn Íveru á Akureyri

Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna.

Ívera hefur nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem er í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð.  Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól.

 

---

Lesa meira

Góð reynsla af símafríi

Góð reynsla hefur verið af símafríi í grunnskólum Akureyrarbæjar síðan símasáttmáli var innleiddur í upphafi skólaársins. Reglurnar kveða á um að símar eru ekki leyfðir á skólatíma, hvorki í skólanum né á skólalóðinni, en unglingastigið fær að nota síma í frímínútum á föstudögum.

Lesa meira