Mannlíf

Bæjarráð samþykkir 700 milljóna uppbyggingu á Þórsvellinum

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Lesa meira

Átta verkefni hljóta VERÐANDI styrk

Styrkþegarnir bjóða gestum sínum uppá girnilegt konfekt fyrir öll skynfærin og molarnir fylltir fjölbreyttum fyllingum

Lesa meira

Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli

Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Lesa meira

Enskir togarajaxlar vingast við Akureyska kollega gegnum Facebook

Óhætt er að segja að átak áhugafólks um byggingu líkans af Harðbak EA 3 eins af síðutogurum ÚA hefur vakið mikla athygli og þó enn vanti nokkuð uppá að safnast hafi fyrir byggingarkostnaði þá miðar áfram í rétta átt.  ,,Við siglum áfram í góðum byr‘‘ segir Sigfús og bætir við reikningsnúmeri söfnunarinnar sem er 0511-14- 067136 kt. 290963-5169

Lesa meira

easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.

Lesa meira

Hvað er að gerast á Hafnarbakkanum?

Á miðvikudag birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Uppáhalds... flugan mín

 Þegar kemur að því velja eina flugu úr frumskógi veiðiflugna vandast málið. Ein þeirra hefur þó gefið mér flesta laxa gegnum tíðina og hlýtur því vinninginn að þessu sinni. Sú heitir Sunray Shadow og finnst líklega í flestum veiðiboxum á landinu og þó víðar væri leitað.

Upphaflegur arkitekt þessarar vinsælu laxveiðiflugu var Bretinn Raymond Brooks en hannn hannaði fluguna snemma á sjöunda áratugnum er hann var við  veiðar ásamt konu sinni í hinni sögufrægu laxveiðiá Lærdalselva í Noregi. Titill flugunnar er sóttur í  nafn veiðikofa sem þau hjónin bjuggu í við ána, kallaður Sunray Lodge og því hvernig flugan birtist sem skuggi í vatninu ((shadow). Fluguna hnýtti Raymond sem túbu og notaði til þess svört apahár í langan væng flugunnar, stíf hvít íkornahár til að styðja undir vænginn og smellti síðan páfuglsfönum ofan á allt saman til að gera fluguna meira áberandi. Í dag nota menn annan efnivið í fluguna og ýmsar útfærslur finnast hvað varðar lit, gerð, þyngd ofl.

 

Lesa meira

Tjón vegna kals í túnum hleypur á hundruðum milljóna

Tjón af völdum kals i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hleypur á hundruðum milljóna króna. Langt er síðan tún hafi kalið í jafnmiklum mæli og nú. Ljóst er að fjöldi bænda þarf að taka upp tún og sá í þau en veður hefur ekki unnið með bændum nú í vikunni.

Lesa meira

Mikil uppbygging á félagssvæði Þórs í pípunum

Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar  afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag.   Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.  

Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:

Lesa meira

Íþróttafélagið Þór 109 ára

Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili  Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins.   Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess.  Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar-Höldur Óvissa með ferðasumarið en sleppur að líkindum til

„Ég er ekki svartsýnn en það eru blikur á lofti og ákveðið áhyggjuefni hvernig sumarið lítur út,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar-Hölds. Hátt vaxtastig í landinu og hversu dýrt landið sé orðið auk þess sem amk í vetur bar á misskilningi hjá ferðalöngum um stöðu á Íslandi vegna jarðhræringa setja strik í reikninginn.

Lesa meira

Húsavíkurhöfn Ný flotbryggja tekin í notkun

Ný flotbryggja var tekin í notkun í Húsavíkurhöfn í síðustu viku.

Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkið samkvæmt samningi. Samningsupphæð var 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs Vegagerðarinnar  60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun. 

Lesa meira

,,Dánarvottorð" eða öll él styttir upp um síðir

Það er aðeins léttara yfir veðrinu og með fólki leynist  von um betri tíð.  Við slógum á þráðinn til Óla Þórs Árnasonar sem hefur innherjaupplýsingar um veður sem  starfandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Fyrstu lóðinni á Dysnesi úthlutað til Líforkuvers ehf

Fyrstu lóðinni á Dysnesi hefur verið úthlutað til Líforkuvers ehf. Fyrirhugað er að á henni byggist upp líforkuver en það verkefni á sér langan aðdraganda.  Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers segir vonir standi til þess að það megi raungerast á allra næstu árum. Um sé  að ræða mikilvæga innviðauppbyggingu þar sem unnið verður úr lífrænum straumum í lokuðum kerfum, svo úr verði verðmæti í formi orkugjafa og jarðvegsbætis. Byggt er á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, þar sem ekkert fer til spillis. Horft er til nágrannalanda okkar eftir fyrirmyndum og notast verður við þekkta tækni.

 

Lesa meira

Sprotasjóður - Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hljóta styrk

Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hluti styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla sem úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023 á dögunum Skólarnir sem hlutu styrki nú eru  Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli og Norðurþing.

Lesa meira

Veðrið kallar fram margvísleg viðbrögð

Fátt hefur meiri áhrif á skapgerð okkar en.... við segjum þegar það á við ,,blessað veðrið“ og þá blíðlega.  Tónninn  er svo allur annar þegar veður er með þeim hætti sem verið hefur s.l daga og þá segjum við með þunga ,, helv. skítaveður er þetta“

Lesa meira

Súlur björgunarsveitin byggir vélaskemmu

Mánudaginn 3. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin af nýrri vélaskemmu sem mun rísa á lóð okkar við Hjalteyrargötu 12.  Vélaskemman verður rúmlega 300 fm með fjórum bilum fyrir tæki sveitarinnar.

Lesa meira

Ný sýning á Minjasafninu einstök söguleg Íslandskort 1535-1849

Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, opnar sýninguna Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte landakortin á Minjasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 6. júní kl. 17. Á sýningunni gefur að líta 43 stór og smá Íslandskort helstu kortagerðarmanna Evrópu frá árunum 1535-1847.

Elstu kortin sýna óljósar útlínur sem oft byggjast á vafasömum upplýsingum, jafnvel hreinum lygasögum og fölsunum. Þar má einnig sjá ævintýraeyjar og furðudýr.

Lesa meira

KA áfrýjar

Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.

Lesa meira

Þetta verður alvöru hret

Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins  og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan  veðurfræðinga  okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu  Íslands. 

Lesa meira

Úthlutun úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar Fjórir styrkir til góðra málefna

 Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr  Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.

Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.

Lesa meira

Dýrleif Skjóldal og fjölskylda hefur tekið á móti 6 skiptinemum

„Þetta verður óskaplega gaman og við hlökkum mikið til,“ segir Dýrleif Skjóldal, Dilla sem í ágúst fær til sín skiptinema frá Ekvador. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að fyrir rúmum tveimur áratugum tóku Dilla og hennar maður, Rúnar Arason á móti skiptinema frá Ekvador og sá er pabbi stúlkunnar sem síðsumars fetar í fótspor föður síns.  Alls eru væntanlegir næsta haust 27 skiptinemar til dvalar hjá íslenskum fjölskyldum og eru þeir frá 16 þjóðlöndum. Dvalartími þeirra er frá þremur og upp í tíu mánuði.

Lesa meira

Grýtubakkahreppur - Sterk staða

Staða Grýtubakkahrepps er sterk og rekstrarhorfur halda áfram að batna með þeirri uppbyggingu sem er í gangi og væntanlegri fólksfjölgun.

Lesa meira

Ögn færri kosið utan kjörfundar nú en höfðu kosið fyrir fjórum árum

,,Við lok dags í gær voru 2003 einstaklingar með lögheimili á Akureyri búnir að kjósa utan kjörfundar á landinu. Þar af kusu 1663 greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra,” sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri í samtali við vefinn í dag.

Lesa meira

Forsetakosningar 2024 almennar upplýsingar

Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní.  Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en  klukkan 22:00.

Lesa meira

Togarinn Björgvin EA seldur – Nýtt skip smíðað

Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.

Lesa meira

Akureyri Sjómannadagurinn 2024 dagskrá

Akureyri - dagskrá 2024

Lesa meira