
Háskólinn á Akureyri - Nýnemadagar fara fram dagana 27.-30. ágúst
Háskólinn á Akureyri hefur upplifað verulega aukningu í innritunum á undanförnum tveimur árum. Seinni greiðslufrestur skólagjalda var í vikunni og stefnir heildarfjöldi stúdenta yfir 2700 fyrir komandi skólaár. Þessi tala inniheldur þó ekki skiptinema, þá sem eru í námsleyfi, á undanþágu, gestanema eða þá sem munu brautskrást í október. Til samanburðar var heildarfjöldi virkra stúdenta í fyrra 2.638. Þessar tölur sýna að Háskólinn á Akureyri vex hratt og örugglega og býður jafnframt upp á eftirsóknarverða menntun á landsbyggðinni.