Mannlíf

Hollywood klassík á svið á Húsavík

10. bekkur Borgarhólsskóla setur upp 10 hluti

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Gamalt bollastell hluti af langri jólahefð

Jólakaffi starfsfólks MA á aðventu er tæplega 70 ára gömul hefð. Hér áður fyrr var opinber dagur jólakaffiboðsins 19. desember, fæðingardagur Þórarins Björnssonar (1905-1968) fyrrverandi skólameistara. Boðið var upp á fyrsta jólakaffið árið 1955 á 50 ára afmælisdegi Þórarins. Nú sem fyrr kemur núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans saman ásamt mökum að kvöldlagi á aðventu í Gamla skóla til að skrafa og njóta hátíðlegra veitinga.

Lesa meira

Gluggasýningin Jólaævintýrið í Hafnarstræti 88

Jólaævintýrið er heiti á gluggasýningu sem stendur yfir í Hafnarstræti 88 þar sem Brynja Harðardóttir Tveiten myndlistarkona starfrækir vinnustofu sína. Þetta er sjötta gluggasýning ársins á vinnustofu Brynju sem einkennist að þessu sinni af umvefjandi jólatöfrum og nostalgíu þar sem jólaskraut sem man tímanna tvenna leikur aðalhlutverk. Sýningin var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu og stendur út jólahátíðina. Hún hentar hvort heldur sem er ungum eða öldnum jólabörnum og er aðgengileg öllum stundum þar sem hennar er notið utan frá séð.

Lesa meira

Líftækninemar leita að lausnum

Líftækninemar á þriðja ári rannsaka nú fjögur áhugaverð viðfangsefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni. Námskeiðinu er annars vegar ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokaverkefni vormisseris og hins vegar að þjálfa þá í að skrifa verkáætlanir, styrkumsóknir og afla forgagna. Stúdentar vinna fjórir í hóp og fá viðfangsefni sem þeir útfæra síðan í formi rannsóknarverkefnis og styrkumsóknar í ímyndaðan verkefnasjóð.

Lesa meira

Myndlistarsýning í nýju og endurbættu útibúi

Fimmtudaginn 5. desember opnar Sparisjóður Suður-Þingeyinga formlega nýtt og endurbætt útibú á Garðarsbraut 26, Húsavík þar sem sjóðurinn deilir nú húsnæði með Sjóvá.

Lesa meira

Viltu höggva þitt eigið jólatré?

Ef þú ert  þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og  höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á,  þá er tækifærið að renna upp!  

Lesa meira

Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 2. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson verður sýning Leikfélags VMA í vetur Hlusta

Leikfélag VMA setur í vetur upp leikritið Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson í leikstjórn höfundar. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu en til stóð að setja það upp af Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 2021 og var æfingaferli langt komið, í leikstjórn Péturs. En vegna Covid-faraldursins varð ekkert af því.

Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar

Það var margt um manninn á Ráðhústorginu í gær  þegar ljós voru tendruð á  jólatréinu sem er gjöf fra Randers vinabæ Akureyrar i Danmörku og  Jólaþorpið á ,,Torginu" var  formlega opnað.

 

Lesa meira

Lambadagatalið fyrir 2025 að koma út í ellefta sinn

Hið vinsæla lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi Aðaldal, er nú orðið ellefu vetra og ekkert lát á eftirspurn.Ragnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.

Lesa meira