Mannlíf

Merkilegt póstkort fannst í MA

Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934

Lesa meira

Hringborð norðurslóða þéttsetið fulltrúum Háskólans á Akureyri

Háskólinn tók þátt í Arctic Circle Assembly eða Hringborði norðurslóða dagana 17.-19. október síðastliðinn. HA var með glæsilegan hóp fulltrúa sem tók þátt í pallborðum, málstofum, umræðum og fundum ásamt því að kynna HA á bás í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Skólinn tekur mikinn þátt í samstarfi þeirra stofnana hérlendis sem sinna norðurslóðamálum enda eru þær staðsettar að stærstum hluta á háskólasvæðinu. Þá mun HA sameinast Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um áramótin, en sú stofnun hefur verið öflug á sviði norðurslóðarannsókna allt frá stofnun.

Lesa meira

Píludeild Völsungs opnar nýja aðstöðu

Íþróttin hefur sprungið út á síðustu misserum

 

Lesa meira

Perluðu fyrir Rauða Krossinn

Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum. 

Lesa meira

Pharmarctica á Grenivík Viðbótarhúsnæði tekið í notkun

„Þetta verður mikil og jákvæð breyting, aðstaðan er mun rýmri en áður og betri á allan hátt,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica á Grenivík en á morgun laugardag  verður opið hús hjá fyrirtækinu frá kl 14 þar sem gestir og gangandi geta skoða nýja og glæsilega aðstöðu fyrirtækisins við Lundsbraut.

Lesa meira

50 þúsund lyfjaskammtar á Akureyri

Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.

Lesa meira

Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Lesa meira

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Þrjár viðurkenningar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem að þessu sinni var haldin í Eyjafirði, í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Þær voru fyrirtæki ársins, hvatningarverðlaun ársins og fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Á uppskeruhátíðinni var farið í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru. Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.  

Lesa meira

Harðbakur málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri

Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.

Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.

Lesa meira

Tónlistarskóli Eyjafjarðar sá fyrsti sem fer í Græn skref

Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.

Lesa meira

Afleitt að Sæfari verði í slipp í apríl

Grímseyingar óska eftir aðstoð við að fá aðra tímasetningu en nú er þegar fyrirhugað er að ferjan Sæfari sem siglir milli lands og eyjar fer í slipp, sem er „afleit tímasetning bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni,.“ segir í bókun frá íbúafundi sem haldinn var í eyjunni.

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við innisundlaugina

Framkvæmdir eru hafnar við talsvert umfangsmiklar breytingar á innisundlaugin í Sundlaug Akureyrar.  Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í lagnir, raflagnir og múrverk en hafnaði aftur á móti tilboðum sem bárust í útboði á verkefnum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun.

Lesa meira

Sálfræðingur með merkan feril í Fantasy Premier League að baki

Vísindafólkið okkar — Árni Gunnar Ásgeirsson

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Árni Gunnar Ásgeirsson, deildarforseti Sálfræðideildar, er vísindamanneskjan í október.

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 50 ára afmæli

„Geðverndarfélag Akureyrar hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en á sér engu að síður merka sögu og hefur staðið fyrir mikilvægum framförum í geðheilbrigðismálum í bænum og ýmislegt sem til bóta er í þessum viðkvæma málaflokki,“ segir Valdís Eyja Pálsdóttir formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Félagið var stofnað 15. desember árið 1974 og verður því 50 ára gamalt innan tíðar. Haldið verður upp á tímamótin næstkomandi laugardag.

Lesa meira

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins. Magnús Víðisson brautarstjóri segir afar mikilvægt að öflug sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í námunda við skólann, sem geri nemendum kleift að kynnast betur sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Lesa meira

Ferðast landa á milli til að taka þátt í lotu Viðskiptadeildar

Í þarsíðustu viku var lota hjá Viðskiptadeild og þá gafst stúdentum tækifæri á að hitta kennara, samstúdenta og annað starfsfólk Háskólans. Þannig tengjast þeir betur innbyrðis og í lotum er horfið frá hefðbundinni kennslu, til dæmis með því að bjóða gestum úr atvinnulífinu að vera með innlegg í námskeiðum.

Lesa meira

Gefur lífinu aukalit og við hefðum alls ekki viljað missa af honum

„Rúben hefur verið okkur dýrmætur kennari í lífinu og gefið því fallegan auka lit. Við hefðum alls ekki vilja missa af honum,“ segir Arnheiður Gísladóttir móðir Rúbens Þeys, sem fæddist í janúar árið 2020, með Downs heilkenni. Október er mánuður vitundarvakningar um Downs heilkenni á alþjóðavísu. Einstaklingar sem fæðst hafa með heilkennið hafa fylgt mannkyni frá upphafi vega.  Þeim fer fækkandi og um tíma hélt Arnheiður að Rúben Þeyr yrði með þeim síðustu hér á landi sem fæddist með heilkennið. Sú hafi þó ekki orðið raunin. Faðir Rúbens er Vífill Már Viktorsson smiður og átti Arnheiður fyrir Karítas Von sem verður 11 ára gömul í nóvember. Fjölskyldan býr á Akureyri.

 

Lesa meira

Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Maskína er um þessar mundir að gera þjónustukönnun fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Uppeldi á Íslandi í dagsins önn

Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir, stúdent í meistaranámi við Sálfræðideild, vinnur þessa dagana að meistaraverkefni sínu og rannsókn sem skoðar mismunandi uppeldisaðferðir í tengslum við hegðun barna á Íslandi. Dr. Hilal Sen, lektor við Sálfræðideild, er leiðbeinandi Sigurbjargar.

Lesa meira

Akureyrardætur styrkja KAON

Akureyrardætur hafa um tíðina lagt mikið upp úr því að hvetja konur til að hjóla sér til heilsubótar í gleði og láta gott af sér leiða

Lesa meira

Sorphirðumál í Svalbarðsstrandahreppi - Þriggja tunnu kerfi tekið upp

Svalbarðsstrandarhreppur mun útvega íbúum sveitarfélagsins nýjar tunnur undir sorp og endurvinnsluefni án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið 1. janúar 2025.

Lesa meira

Söfnun fyrir færanlegu gufubaði gengur vonum framar

„Viðtökur hafa farið fram úr mínum björtustu vonum, við erum þegar komin með um það bil helminginn af takmarkinu“ segir María Pálsdóttir leikkona sem er með verkefni á Karolina fund en það gengur út á að bjóða áhugasömum að kaupa sér aðgang fyrirfram með góðum afslætti að Sánavagni Mæju.

Lesa meira

Ekkert skipulagt félagsstarf fyrir hendi fyrir fólk með fötlun

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf er fyrir hendi fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Það gildi jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðið fólk. Í þeim tveimur félagsmiðstöðvum sem reknar eru í bænum, Birtu og Sölku sé gott starf unnið en um 85% þeirra sem það sækja eru eldri borgarar. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur skorað á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvar á jafningagrundvelli.

Lesa meira

Nemendur í Hlíðarskóla bæta útisvæði við skólann

Nemendur í Hlíðarskóla fóru af stað með áheitasöfnun í vor með von um að geta bætt útisvæðið við skólann. Að því tilefni efndu krakkarnir til áheitahlaups og söfnuðu rúmlega 170 þúsund krónum. Akureyrarbær kom til móts við krakkana, og í haust varð draumurinn að veruleika þegar ærslabelgur var settur upp við skólann.

Lesa meira

Nauðsynlegt fyrir framþróun sundíþróttarinnar að fá yfirbyggða sundlaug

„Aðstaða til sundiðkunar á Akureyri er því miður langt í frá nægilega góð, margt mjög ábótavant því miður,“ segir Einar Már Ríkarðsson varaformaður Sundfélagsins Óðins á Akureyri. Dýrleif Skjóldal hefur vakið athygli á því undanfarið að lítið hafi þokast í átt að því að skapa sundfólki betri aðstöðu til æfinga, sú saga sé löng og fátt ef nokkuð jákvætt gerst í þeim efnum.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Miðflokksins Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  samþykktur

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson leiðir hjá Viðreisn í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi Norðausturráðs Viðreisnar í hádeginu

 

Lesa meira