Mannlíf

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Lesa meira

Snjómokstur í bænum

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Eldri borgarar hafa áhyggjur af öryggismálum í Sölku

Fulltrúar í Félagi Eldri borgara á Akureyri hafa lýst yfir áhyggjum sínum af öryggismálum í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku í Víðilundi á Akureyri. Þeir hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Gestir í Lystigarði um 159 þúsund á 10 mánuðum

Alls heimsóttu rúmlega 159 þúsund gestir í Lystigarðinni á Akureyri á 10 mánaða tímabili, frá byrjun janúar til loka október samkvæmt teljurum sem þar eru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjallað var um á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Lesa meira

Sólveig Lára er Ungskáld Akureyrar 2024

Það var vel við hæfi að í dag, á degi íslenskrar tungu, voru úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024 kunngjörð á Amtsbókasafninu. Fyrstu veðlaun hlaut Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið Stök.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í Nonnahúsi

Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.

Lesa meira

Þrír konungar frá Skarðaborg

Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn  Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn.

Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu.

Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar. 

Lesa meira

Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík

Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.

Lesa meira

Mikið um að vera á matvælabraut VMA

Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og  nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland.

 

Lesa meira

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi mætast í Hátíðarsal HA á morgun

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) standa fyrir pallborðsumræðum með frambjóðendum í Norðausturkjördæmi á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 12:00 í Hátíðarsal HA. Einnig verður streymt frá viðburðinum á Vísi og YouTube-rás Háskólans á Akureyri fyrir þau sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn.

Lesa meira