
Vill ekki vera með of miklar væntingar til næstu ára
Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík
Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík
„Það hefur vissulega verið áskorun að finna húsnæði, en hefur tekist og kannski ekki síst þar sem fjöldinn hefur ekki verið meiri,“ segir Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Í byrjun árs 2023 var skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri sem kvað á um að Akureyrarbær í samstarfi við stjórnvöld myndi taka á móti allt að 350 flóttamönnum það ár.
Sjúkraflug:
Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.
- 45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.
- Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.
- 1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.
Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim fluttir 934 sjúklingar árið 2022.
Sjúkraflutningar:
Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.
- 28% voru í forgangi F1 og F2.
- 9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.
- 8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.
Útköll á dælubíla:
Heildarútköll á dælubíla voru 138.
- 49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.
Vikublaðið óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir liðin ár!
,,Fæðingar eru nú 403, verða líklega 404 eða 405 þegar við náum miðnætti. Tvíburafæðingar voru 6 á árinu.
Drengir aðeins fleiri en stúlku, hef ekki nákvæma tölu núna. Varðandi fjöldan þá eru þetta færri fæðingar en í fyrra þá voru þær 429."
Þetta segir i svari til vefsins frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur forstöðuljósmóður á SAk. um fjölda fæðinga á árinu sem senn kveður.
Vefur Vikublaðsins óskar foreldrum og börnum þeirra innilega til hamingju með fæðingarárið 2023.
Það er enginn annar en Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri mannauðs og markaðssviðs Hölds sem rifjar upp og segir okkur sögur af jólahaldi í hans fjölskyldu.
Jólin heima.
Það er María Björk Ingvadóttir sem svo sannarlega er lesendum að góðu kunn sem segir hér frá
Jólin heima
Er hálfmyrkur eða hálfljós ?
Pabbi minn notar þessi orð til að skilgreina þá stöðu sem upp kemur þegar birtan er ekki mikil, er kannski of lítil, jafnvel hálfgerð týra eða bara skárri en engin. Í þessu felst að hægt er að lýsa ástandi með ólíkum orðum, orðalagi sem um leið birta afstöðu til þess sem lýst er. Aðrir taka líkingu af glasi sem ýmist er hálf fullt eða hálf tómt. Val um orðalag liggur ævinlega hjá þeim sem orðin nota og orðin velja. Hálffullt glas og hálfljós er samt það sama og hálftómt glas og hálfmyrkur, ef út í það er farið en skapa mjög ólík hughrif.
Arnar Björnsson, fréttamaður á RÚV, er flestum landsmönnum kunnur af sjónvarpsskjánum. Arnar hefur starfað við fjölmiðlun í 44 ár og marga fjöruna sopið í þeim efnum. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er einn af stofnendum hins fornfræga Víkurblaðs. Arnar settist niður með blaðamanni í jólalegt spjall með húsvísku ívafi.
KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu. Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum.
Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum
Sá sem næst segir okkur af jólahaldi heima er búfræðingurinn og verkalýðsforinginn Aðalsteinn Árni Baldursson en hann er í daglegu tali gjarnan kallaður Kúti.
Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af því að sveifla veiðistöng á árbakkanum. Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur. Það er Gunnar Bender sem hefur veg og vanda af útgáfu blaðsins.
Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.
Fréttin er svona:
Jólin heima.
Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er jólahald fyrr eða nú.
Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt í Akureyrar og Glerárkirkju. Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.
Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag. Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi og á gönguskíðum. Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.
Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær.
Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!
Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.
Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.
Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.
Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.
Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.
Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.
Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.
Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.
Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.
Jólakveðjur
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands
Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja. Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.
Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti. Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.
Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.
,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag. Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur.
Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember. Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“
Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og blokki barnabóka.
Skáldsögur:
Barnabækur:
Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.
Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.
Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.
Hvít jól, rauð jól, þessi hugsun er rík meðal fólks á þessum árstíma. Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason, Ströndung og veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
„Þetta verður mesta jólaúthlutun okkar frá upphafi,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Rúmlega 500 umsóknir bárust um úthlutun í ár, heldur meira en var fyrir síðustu jól. Að auki verður sú upphæð sem hver og einn fær hækkuð sem þýðir að sjóðurinn þarf að safna meira fé en áður. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.
„Við stefnum á að opna sýningu í Saurbæ á næsta ári,“ segir Sigurður Steingrímsson formaður Búsögu, búnaðarsögusafns sem er félag áhugafólks um söfnun og varðveislu dráttarvéla og annarra tækja sem tilheyra búnaðarsögunni. Félagsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að gera upp gömul útihús við Saurbæ í Eyjafjarðarsveit , m.a. fjárhús í því skyni að koma þar fyrir gömlum dráttarvélum til sýnis. Unnið var að kappi um liðna helgi að koma dráttarvélunum inn í nýja sýningarsalinn og létu sjálfboðaliðar hörkufrost ekki hafa mikil áhrif á vinnugleðina.
Pennar voru á lofti á Greifanum í gærkvöldi þegar stjórn kvennaráðs Þór/KA og Arinbjörn Þórarinsson fyrir hönd Greifans skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára. Við þetta sama tilefni framlengdu þrír leikmenn Þór/KA samninga sína við liðið.