
Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á
Spurningaþraut Vikublaðsins # 15
Spurningaþraut Vikublaðsins # 15
Segir Einar Óli Ólafsson, Listamaður Norðurþings 2023
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti ásamt félaga sínum sínum Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi öflugri vefsíðu um veður, www.blika.is Þar velta þeir því fyrir sér í færslu í morgun hvort nýliðinn júní geti hafa verið sá hlýjasti hér frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri í júni var um 12,4°C en er venjulega 9,7°C.
Myndaveisla af hátíðarhöldunum í Lystigarðinum sl. föstudag
Nú stendur yfir á Akureyri norrænt vinabæjarmót þar sem ungt fólk frá Ålesundi í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð mætast ásamt heimafólki
Doppa er 4 ára gömul dalmatíutík sem býr í Grafarvogi. Hún kemur á hverju ári til Húsavíkur til að heimsækja ættingja. Hún hefur mjög gaman að allri útivist og elskar fjallgöngur. Doppa fór í sína fyrstu ferð upp á Húsavíkurfjall á dögunum, en örugglega ekki þá síðustu.
Söngvaskáldið Una Torfadóttir heldur magnaða tónleika í Hofi í boði Listasumars fimmtudaginn 29. júní kl. 17.
Vertíð ferðaþjónustunnar á Húsavík fer vel af stað
-Þörf er á forvörnum og íhlutandi aðgerðum
Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku
Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum. Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.
Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.
Hvalaskoðunin á Hauganesi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið (mjög viðeigandi orð í þessu samhengi) til veislu n.k sunnudag milli kl: 14-17 að Hafnargötu 2 á Hauganesi.
Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.
Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“
Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.
Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.
Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum. Þau stefna á ferð í dag eins og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á rafhlöðu hjólsins. Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.
Spurningaþraut Vikublaðsins #12
Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.
Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18
Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.
Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.
Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.
Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.
Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.
Miðasala verður við innganginn.
Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.
Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk. Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.
Segir i tilkynningu frá kórnum
Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert.