Afleitt að Sæfari verði í slipp í apríl
Grímseyingar óska eftir aðstoð við að fá aðra tímasetningu en nú er þegar fyrirhugað er að ferjan Sæfari sem siglir milli lands og eyjar fer í slipp, sem er „afleit tímasetning bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni,.“ segir í bókun frá íbúafundi sem haldinn var í eyjunni.