
Nemendur Símenntunar útskrifast í annað sinn úr MBA-námi við UHI
Þann 5. október síðastliðinn fór fram útskrift nemenda viðUHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskriftarnema úr MBA-náminu. MBA-námið við UHI býður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo nemendur geta stundað námið á sínum hraða.
Þetta er í annað sinn sem nemendur frá Símenntun útskrifast úr MBA-náminu og að þessu sinni mættu fjórir útskriftarnemanna til Perth og tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ein þeirra er Freydís Heba Konráðsdóttir eða Freyja, eins og hún er kölluð dagsdaglega.