Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga
Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.
Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.
Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.
Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst. Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.
Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé og er búið að byggja yfir neðsta hluta trappanna, en þar er verið að vinna í húsnæði sem er undir tröppunum. Að því loknu verður hægt að hefja vinnu við sjálfar kirkjutröppurnar, þeirri vinnu hefur seinkað m.a. sökum þess að erfiðlega gekk að fá verktaka í verkefnið og það var umfangsmeira en var ráð fyrir gert.
Tíunda kóramót eldri borgara á Norðurlandi fer fram á morgun sumardaginn fyrsta. Fyrsta kóramót eldri borgara var haldið á Húsavík á lokadaginn 11 maí 2002 með þátttöku fimm kóra sem komu frá Húsavík, Akureyri, Dalvík, og Hrísey, Siglufirði og Skagafirði.
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í gær, 23. apríl. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Samherji og Ice Fresh Seafood eru að venju með stóran og vel útbúinn bás, þar sem tekið er á móti gestum frá öllum heimshlutum og afurðir kynntar. Ice Fresh Seafood sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja.
Ferskustu listamennirnir í Pastel ritröð kynna verk sín:
Nr. 37: Þorbjörg Þóroddsdóttir: Vögguvísuatómapar.
Nr. 36: Egill Logi Jónasson: Hohner mér vel.
Egill Logi aka Drengurinn fengurinn er tónlistar- og myndlistarmaður. Hann starfar á Akureyri og er hluti af listhópnum Kaktus.
Þorbjörg Þóroddsdóttir er 19 ára ungskáld frá Akureyri. Hún varð stúdent frá MA í fyrra, stundaði nám við lýðháskóla á Jótlandi í haust og vinnur nú á leikskóla. Hún hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistarsamkeppni Ungskálda.
Að kvöldi síðasta vetrardags býður Kirkjukór Grundarsóknar í Eyjafjarðasveit til tónlistarveislu í Laugarborg þar sem sannarlega verður syngjandi sumarsveifla í aðalhlutverki.
Hörður Óskarsson færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ríflega hálfa milljón króna sem er andvirði af sölu á skarti úr gamalli mynt sem hann selur undir nafninu Mynthringir og alls konar.
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sem gildir frá 2021 til 2024 og jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur að þeirri vinnu.
Jafnréttisráð HA er öflugt og virkt ráð sem heldur reglulega fundi og tekur fyrir og fylgir eftir erindum starfsfólks og stúdenta. Þá er boðið upp á fræðslu innan skólans ásamt þátttöku í skipulagi Jafnréttisdaga sem haldnir eru árlega. Ráðið hefur starfskraft á sínum snærum, Sæunni Gísladóttur, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Háskóla Akureyrar.
Fjöldi einstaklinga sem leitaði til Frú Ragnheiðar árið 2023 var 51 í 584 heimsóknum en árið 2022 voru einstaklingarnir 46 í 412 heimsóknum. Af þessum fjölda voru 10 viðbragðsaðilar og einstaklingar sem leituðu til verkefnisins til að fá Nyxoid nefúðann. Ekki er því um fjölgun skjólstæðinga í nálaskiptaþjónustu að ræða en þeim fækkaði um fimm milli ára, úr 46 í 41.
Fyrirhugað er að fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri 2025 undir merkjum Curio Collection by Hilton. Framkvæmdin verður í samvinnu við Bohemian Hotels. „Bohemian Hotels ehf., í samstarfi við Hilton, tilkynnir með stolti undirritun tímamótasamnings um byggingu og rekstur tveggja hágæða hótela á Íslandi. Þessir samningar marka ákveðin tímamót í hótelgeiranum á Íslandi og færa Akureyri gistingu og þægindi á heimsmælikvarða til jafns við Reykjavík" segir i tilkynningu frá Bohemian Hotels.
Talsverðar líkur er á að kal verði í túnum í Svarfaðardal en sennilega sleppa önnur svæði í héraðinu betur þó ekki sé það fullvíst. Kuldatíð seinkar vorverkum bænda og gæti í versta falli orðið til þess að spretta fari seinna af stað en vanalega, snjór er yfir öllum túnum og því ekki hægt að bera á.
„Eins leitt og okkur þykir að yfirgefa fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi,“ segja þau Þorsteinn Marinósson og Ásta Hrönn sem eiga Goblin. Starfsemin hefur verið við Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í rýmra húsnæði á Glerártorgi.
Gjald fyrir afnot af salernisaðstöðu í Lystigarðinum á Akureyri hækkar 1. maí næstkomandi, út 150 krónum eins og áður var í 300 krónur. Gjaldið verður endurskoðað við gerð gjaldskrár Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar árlega.
Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar Tólf lyklar verður með kynningu á bókinni á Amtsbókasafninu á morgun og hefst kynningin klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.
Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).
Sigríður hefur starfað sem safnstjóri og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá árinu 2022 og veitir sem slík forstöðu Myndlistarsafni Þingeyinga en safneign þess telur um 1.900 verk. Í starfi sínu stýrir hún starfseminni og ber ábyrgð á öllum þáttum rekstrar, allri fjárhags- og verkefnaáætlanagerð, bókhaldi, mannauðsmálum, rekstri fasteigna og faglegu starfi sjö annarra safneigna og fjögurra sýningarstaða.
Sigríður starfaði sem verkefnastjóri sýninga hjá Akureyrarbæ sumarið 2021. Í því starfi sinnti hún sýningagerð, rannsóknarvinnu og kynningarmálum. Árin 2019 til 2020 var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi við gerð safnastefnu Akureyrarbæjar. Hún gegndi starfi safnafulltrúa Listasafnsins á Akureyri árið 2012 og árin 2010 og 2012 starfaði hún sem verkefnastjóri samsýninga og ritstjóri safnahandbóka fyrir söfn á Norður- og Norðausturlandi. Árin 2008 til 2012 starfaði hún sem safnkennari við Minjasafnið á Akureyri.
Sigríður hefur reynslu af kennslu í list- og hönnunargreinum á öllum skólastigum innan lands sem utan, m.a. hjá Listaháskóla Íslands og Marbella Design Academy á Spáni. Hún hefur tekið þátt í alheimsþingi ICOM, alþjóðaráðs safna og verið fulltrúi þess í Rannsóknarsetri í safnafræðum við Háskóla Íslands.
Alls bárust 14 umsóknir um starfið.
Aðalfundur ADHD samtakanna fta, haldinn 16. apríl 2024 skorar á Heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til aðgerða vegna þess kerfishruns sem blasir við í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD. Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda á liðnum árum hafa biðlistar eftir greiningu og meðferð meira en tvöfaldast og nú bíða um fjögur þúsund einstaklingar eftir að komast í greiningarferli. Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!!
Hafþór Hreiðarsson, ljósmyndari og nú myndlistamaður
„Það eru mörg áhugaverð og spennandi erindi á dagskrá og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem rekur félagið Huldustíg ehf. á Akureyri sem ásamt fjölmörgum öðrum efnir til ráðstefnum um álfa og huldufólk í Menningarhúsinu Hofi 20. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir fyrirlestrar eru á dagskrá auk þjóðlegra skemmtiatriða inn á milli. Nauðsynlegt er að kaupa miða á ráðstefnuna fyrir fram því fjöldi þátttakenda takmarkast við 90 manns.
„Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum á nýjum stað,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir sem í félagi við stöllur sínar rekur nytjamarkaðinn NorðurHjálp. Starfsemin hófst í lok október síðastliðnum í hluta af fyrrverandi húsakynnum Hjálpræðishersins við Hvannavelli, en samningur rann út nú í byrjun apríl.
Allt frá árinu 2018 hafa Akureyrardætur hjólað saman og hvatt aðrar konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til 2018 þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.
Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.
Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.