
Afmælisthátíð Listasafnsins á Akureyri Fimm nýjar sýningar opnaðar
Listasafnið á Akureyri fagnar 30 ára afmæli nú um komandi helgi, dagana 25.-27. ágúst.
Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp ásamt Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri, og Hlyni Hallssyni, safnstjóra.